Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 53
I VAKA
KYNKYLGJUR.
307
ar drotlnandi og þurfa því aðeins að erfast frá öðru
hvoru foreldri, til þess að njóta sín. Stundum vill þó
til, ef foreldrar eru ólíkir, að fram ltemur einskonar
millistig hjá afkvæminu. Sá eiginleiki er þá b i 1
b e g g j a (intermediær).
Kynfylgja, sem lýtur fyrnefndum lögum, er augn-
litur manna. Bláeygir menn hafa eitt litkornalag í lit-
himnum augans, en menn með grá-, mó- eða gul-leit
augu hafa tvö Iitkornalög. Tvö litkornalög er drottn-
andi, en eitt litkornalag vílcjandi eiginleilci. Þarf blá-
eygð því að erfast frá báðum foreldrum, ef fram á að
koma. Móeygan (eða gráeygan) mann má auðkenna
MM eða Mm‘) eftir því hvort tilheyrandi erfðavísar
eru samstæðir eða sitt af hvoru tæi. Bláeygur maður
hefir hlotið tvo víkjandi erfðavísa og má því auðkenna
hann mm. Af þessu sézt, að ef annaðhvort foreldra er
„hreint“ móeygt — hefir með öðrum orðum erfðavís-
ana MM, þá hljóta öll börnin að fá sama augnlit,
hvernig sem augnlitur hins foreldrisins er. Móeygir
foreldrar geta þó eignazt bláeyg börn. Skilyrði þess er,
að bæði hafi vísana Mm. Mætti þá búast við, að % hlut-
ar barnanna yrðu móeygir, en *4 hluti bláeygur. Ef
báðir foreldrar eru bláeygir, er auðskilið mál, að öll
börnin verða það líka. Þá er og létt að reikna út, að
hafi annað foreldra erl'ðavísana Mm ( m ó e y g t,
hcterozygot) en hitt mm (bláeygt) þá ætti annar
helmingúr barnanna að réttu lagi að verða bláeygur
og hinn móeyg. Þess skal þó getið, að oft er erfitt að á-
kveða augnlit manna, nema með nákvæmri rannsókn.
Er því bezt að vera varkár i dómum og forðast get-
sakir, þó að áðurnefnd regla, „að leikmannsdómi“,
virðist brotin á börnum einhvers náungans.
Nú skal athugað, hvernig fer, ef foreldrar eru að
*) Það er venja að tákna drottnandi erfðavisi með stóruin,
en vikjandi með litlum bókstaf.