Vaka - 01.11.1928, Síða 68
322
VALTÝR ALBERTSSON:
[vaka;
mann, sem fariS hefir á mis við gæði þau, er gott upp-
eldi og menntun veitir. Fátælct, áhyggjur og basl hafa
oft gert „perluna" að „glerbroti á mannfélagsins haug“.
haug“.
Meðan núverandi hjúskaparkerfi gildir, er ekki hægt
að vænta mikils árangurs. Helzta ráðið virðist því að
fræða alþýðu manna og brýna fyrir þeim ábyrgð þá,
er þeir bera gagnvart niðjum sínum og þjóðfélaginu.
Gengur það glæpi næst að stofna til hjúskapar, ef lík-
ur eru til, að börnin fái arfgenga galla. Ef til vill þætti
það smekkleysa að rannsaka ættartölu stúlku þeirrar,
er manni léki hugur á, áður en upp yrði stunið bón-
orðinu. Hversdagslegra er þó eins og oft vill verða að
meta mann eða mey eftir nauta- og sauðaeign þeirra.
í Bandaríkjum Norður-Ameríku hafa fleiri þúsundir
karla og kvenna, sem gengu með arfgenga galla, verið
ónýtt, og víða eru misendismenn settir „í steininn" ævi-
langt. Eitthvað má að sjálfsögðu hreinsa til á þennan
hátt, en víðtæks árangurs er ekki að vænta.
Stundum gera framfarir í læknisfræðinni sitt til þess
að halda arfgöllum við. Áþreifanlegt dæmi þess er
sykursýkin. Áður en insúlínið þekktisi, dóu flest þau
börn, er sjúkdóminn fengu. Nú er öldin önnur. Fái
þau læknishjálp i tæka tíð, lifa þau næstum öll og geta
haldið sér hraustum, ef lyfinu er daglega dælt inn
undir húðina. Sykursýki er oft arfgeng; liggur þvi í
augum uppi, að þegar tímar líða og allir þeir, sem
hrifnir voru úr heljargreipum, ná að aukast og marg-
faldast, muni sjúklingum fjölga stórum. Enginn mun
þó vilja Iáta þá deyja drottni sínum, þegar hægt er að
rétta þeim hjálparhönd, en æskilegt væri, að menn
þessir létu vera síðar meir að uppfylla jörðuna.
Fyr á timum var barnadauði gifurlega mikill. Olli
því fátækt, sóðaskapur og fáfræði. í öllum menningar-
löndum minnkar nú barnadauði ár frá ári. Vafalaust
er nokkuð af börnum þeim, sem nú ná fullorðins-