Vaka - 01.11.1928, Page 94
348
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:
Lvaka]
njóta aldrei annarar skólafræðslu. Það má því ineð
sanni segja, að á henni hvíli þjóðfélagið, og því örugg-
ar seni betur tekst að flytja þar menningararfinn á
railli kynslóðanna.
Með iögum frá 1902 var ákveðið að stjórn barna- Qg
unglingafræðslunnar skyldi vera í höndum borgar- og
héraðsstjórna undir eftirliti fræðslumálastjórnar ríkis-
ins. Við það fækkaði mjög skólanefndum og um leið
komst öflug hreyfing á unglingafræðsluna. Hafa síðan
víða verið reistir sérstakir skólar fyrir börn, sem bera
af öðrum í barnaskólunum; námsefnið er þar víðtæk-
ara og svipar meir til unglingaskóla, enda halda börnin
venjulega lengur áfram námi á þessum skólum. Komst
og við það á nánara samband milli menntaskólanna og
barnafræðslunnar. Nú eru menntaskólar héraðanna
styrktir úr ríkissjóði með því skilyrði, að fjórði hluti
nemenda njóti þar ókeypis kennslu, en þau hlunnindi
eru veitl skólabörnum, senr valin eru með sérstöku prófi
og flutt yfir í menntaskólana. Þá hafa og verið sett sér-
stök lög um matgjafir og Iæknisskoðun, en það hefir
hvorttveggja orðið lil að auka heilbrigði og líkams-
menning skólabarna. Börnin eru nú hreinlegri, hraust-
legri, betur klædd og um allt mannvænlegri en áður.
Myndir al' skólabörnum frá því fyrir aldamót bera þess
glöggan vott, þegar borið er saman við myndir af lil-
svarandi deilduin nú. En mestum framförum er talið
að enskir barnaskólar hafi tekið á siðustu árum, frá
því í ófriðarlok. Ófriðurinn mikli átti mikinn þátt í þvi
að opna augu þjóðanna fyrir gildi skólanna. Hvarvetna
sýndu sig yfirburðir þeirra hermanna, sem skólavistar
höfðu notið, fram yfir ólæsan, menntunarlausan múg.
Lífið í herbúðunum jók og áhuga hermannanna á fram-
haldsnámi. Hörmungar ófriðaráranna vöktu þrá eftir
nýju og göfugu lífi, þegar hildarleiknum væri lokið. Um
og eftir ófriðarlokin var sett margvísleg löggjöf um
skólamál. Héruðunum var heimilað að lengja skólatíin-