Vaka - 01.11.1928, Síða 95
[vaka]
ENSKIR SKÓLAR.
349
ann og stofnað til umbóta á hinum ytra aðbúnaði upp-
eldisstarfsins. En viðskiftakreppa og fjárhagsörðugleik-
ar kom þar sem kaldur straumur á móti. Fjármála-
menn og umbótamenn áttust þar við harða hríð, og
stendur sú barátta enn. Er það raunar ekkert nýtt;
getan og guðmóðurinn heyja langt stríð. Það hafa löng-
um verið sérréttindi fárra að njóta þeirrar inenntunar,
sem frekast verður á kosið.
Iín þó hefir á Englandi orðið mikil breyting til jafn-
aðar á síðustu árum ineð þeim hætti, að fjöldinn hefir
lyfzt, án þess að nokkur væri niður lægður. Það er ekki
langt um liðið, síðan barnafræðslan var talin hæfa fá-
tækum verkalýð og bænduin, menntaskólar að vissu
marki miðstéttinni, en háskólamenntun sonum auð-
manna og valdhafa einum, að undanteknum örfáum
styrkþegum úr undirstétt. En nú er mikil breyting orð-
in á hugsunarhætti almennings. Nú er barnafræðslan að
mestu leyti sameiginleg til ellefu ára og að miklu
leyti til fjórtán ára aldurs. Hún er nú orðin hinn mikli
sameiginlegi grundvöllur þjóðmenningarinnar. Ung-
mennafræðslan og menntaskólar taka frá ellefu til t’jór-
lán ára aldri til sextán eða átján ára, og þar er gert
mikið lil að sjá þeim skólabörnum, sem mestum hæfi-
leikum eru gædd, borgið yfir í hina æðri skóla. Til eru
þeir, sem lita svo á, að það sé höfuðtilgangur barna-
skólanna, að skilja þá frá múgnum, sem samkvæmt
gáfum sínum og hæfileikum eru kjörnir til að verða
máttarstoðir alríkisins brezka, en slíkt fer eftir því,
hvort menn telja, að þegnarnir séu til vegna höfðingj-
anna, eða höfðingjarnir vegna þegnanna.
Höfuðnámsgreinar barnaskólanna eru: enska, þar
með talin skrift og réttritun, saga, náttúrufræði, reikn-
ingur og landafræði. Aðrar námsgreinar eru eftir fyrir-
sögn skólastjóra og kennara. Kennarar hafa notið sér-
stakrar kennslu í sálfræði, heilsufræði og kennsluvis-
indum, og þó er á seinni árum, síðan þeir losmiðu úr