Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 98
352
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:
[VAK*]
um. Skólastjórinn setur sitt mark á hinn dýra málm.
Hann verður að fórna öllum tíma sínum og starfi fyrir
skjólstæðinga sína. Hann verður að hafa vakandi auga
á öllu, sem gerist. Á þessum árum beygist krókurinn
til þess, sem verða vill. Hvorttveggja er til, að skóla-
sveinninn bíði þess aldrei bætur, sem fram hefir komið
við hann í skólanum, eða að hann fái aldrei fullþakkað
vistina. Skólastjórinn hefir þar mesta ábyrgð. Yfirleitt
þykja þessir skólar gefast betur öllu öðru uppeldi, en
það á fyrst og fremst rót sína að rekja til þess, hvílíku
mannvali þeir hafa átt á að skipa.
Aginn í slíkum skólum fer mjög eftir stjórnarhæfi-
leikum skólastjórans. Bezt gefst að treysta skólasvein-
unum vel og sýna þeim ekki tortryggni. Sumir skóla-
stjórarnir þurfa aldrei að grípa til refsinga. Likamleg
refsing er þó ekki alveg lir sögunni, en til þess bragðs
er ekki tekið fyr en annað hefir brugðizt. Víða eru skóla-
sveinarnir látnir taka þátt í að setja lög og reglur fyrir
skólalífið og sumstaðar er þeim fengið nokkurt dóms-
vald um afbrot gegn þeim. Þeir skilja vel hvers annars
hvatir, og telja félaga sina elcki undan refsingu fyrir
brot gegn reglum, sem félagslífið heimtar. En skóla-
stjóri er þó jafnan hæztiréttur. Þykir slikt réttarfar
gefast vel og varna þvi, að upp komi barátta milli kenn-
ara og nemenda út af nauðsynlegum aga, en það er ein
hin stærsta hætta hvers unglingaskóla og banvænt fyrir
skólalífið í heimavistum, ef upp kemur.
Leikir og iþróttir við enska skóla hafa ekki eingöngu
gildi fyrir heilsu og líkamsþroska. Leikir, þar sem flokk-
ar eigast við, eru engu síður iðkaðir vegna áhrifanna
á skapgerð skólasveina. Þeir efla góðan félagsanda,
samstarf og drengskap í allri umgengni. Útlendingur,
sem dvaldi við enskan heimavistarskóla, kvað upp þann
dóm, að hið aðdáanlegasta við skólalífið væri það, að
meðal þrjú þúsund ungra manna, sem þar væru saman
komnir, væri enginn sá, sem ekki vildi heldur bíða