Vaka - 01.11.1928, Síða 101
[ vaka]
ENSKIR SKÓLAK.
355
En flestir nemendur dvelja þó lengur, eitt til tvö ár, í
skólunum. Þau árin hafa þeir mikið frjálsræði um
nám sitt. Flestir velja þá einhverjar höfuðnámsgreinar,
sem þeir aðallega ætla að leggja stund á. Skólasveinar
eru svo margir, árgangurinn venjulega um tvö hundr-
uð, að sérnámið veldur ekki vandkvæðum, en þó eru
hafðir færri i bekk síðustu árin, svo að kennararnir
geti sinnt nægilega hverjum einstökum nemanda.
Höfuðkostur þessara skóla er heimavistin. Þykir
sumum að vísu full langt gengið á Englandi í því að
hrifsa unglinga á þroskaskeiði frá heimilunum. Um
áhrif heimilanna á uppeldið má að vísu segja margt
fagurt og satt, þegar um góð heimili er að ræða. En
margt foreldrið hefir nú á tímum fáar tómstundir til
að sinna börnunum, og fjöldi enskra höfðingja dvelur
um langt skeið æfinnar í öðrum löndum. Þrátt fyrir
allt gott, sem hægt er að segja um göfgi heimilisins,
þykir þó raunin vera sú, að uppeldið í heimavistar-
menntaskólunum gefist bezt að því er drengi snertir.
Þar temst margt, sem félagslíf heimtar í daglegri um-
gengni við jafnaldra. Tími vinnst til að iðka ýmsar
listir, söng og hljóðfæraslátt með leiðsögn kunnáttu-
manna. Kennarar og nemendur hafa með sér „klúbba“,
sem Ieggja stund á ýms fræði, bókmenntir, náttúru-
sögu o. fl. íþróttir eru iðkaðar eina til tvær stundir á
degi hverjum. Heimavistin er heilt hverfi. Skólasvein-
ar skiftast á húsin, og húsfélagar halda vel saman.
Nýsveinar hafa engin forrétlindi. Vegur þeirra fer
eftir því, hvernig þeir reynast. En sá, sem aflar sér
trausts og vinsælda, getur komizt til vegs og virðingar
innan síns húsfélags. I þeim stöðum reynir oft á stjórn-
vizku og umhyggju fyrir öðrum. Er það hin fyrsta
tamning á stjórnarhæfileikum margra, sem síðar eru
settir yfir meira og verða máttarstoðir hins brezka
heimsríkis. Einu sinni á viku er gengið í kirkju. Þar
prédikar skólastjórinn, þó flestir séu þeir leikmenn.