Vaka - 01.11.1928, Page 104
358
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:
[vaka]
rómstundum er þannig bezt varið, og hin eldri kyn-
slóð tekur á þann hátt þátt í nýjum landvinningum vís-
indanna. Alþýðufræðslan er því merkur þáttur í starfi
nútíma háskóla. Það geta ekki allir rutt nýjar brautir.
Meginið af háskólakennurum eru prestar en ekki spá-
menn vísindanna og liggur sú krafa beint við, að þeir
styðji framhaldsnám þeirra, sem staðnir eru upp af
skólabekkjunum. Þeirra er, eins og annara skóla, að
velja námsefni og starfsaðferðir eftir þörfum þess
þjóðfélags, sem þeir vinna fyrir. Hinir nýrri háskólar
hafa orðið vel við þeim kröfum, enda eiga þeir þangað
rót sína að rekja, og jafnframt varðveitt hin helgu rétt-
indi háskóla um kenningafrelsi og sjálfstjórn í öllurn
sínum málum.
Hinir æfagömlu háskólar í Oxford og Cambridge hafa
sérstöðu meðal enskra háskóla. Margra alda gamlir
siðir og venjur setja á þá sinn blæ. En hárkollan gerir
dómarann ekki óhæfan til að dæma í málum nútimans.
Á sama hátt standa þessir háskólar í fremstu röð i
nýrri vísindum og öðrum framar í fornum fræðum.
Þeir eru íhaldssamir um flest, sem litlu máli skiftir,
en nógu frjálsir til að vera í engu eftirbátar. Þeir draga
enn til sín ágætustu lærdómsmennina og beztu nem-
endurna. Beztu námsmennirnir úr helztu menntaskól-
unum sækja þangað, ef þess er nokkur kostur. Þar býr
kjarni skólafólksins við hin hagstæðustu kjör. Hvergi
er auður og aðall minna metinn, en fátækt og um-
komuleysi er heldur ekki talin nein dyggð. Mannamun-
urinn er enginn, annar en munurinn á mönnunum
sjálfum. Stúdentar og ícennarar umgangast eins og fé-
lagar og oft tekst með þeim æfilöng vinátta. Félagslífið
hefir á sér sérstakan blæ. Hávaði iðnmenningarinnar
nær þangað ekki, en andi fortíðarinnar, kyrlátra vís-
indaiðkana, gáfna og glæsimennsku hvílir yfir vötnun-
um. Sá sem hefir fengið uppeldi sitt í Eaton og Oxford
ber þess menjar ætíð síðan. Sá sem kynnst hefir enskri