Vaka - 01.11.1928, Síða 114
3B8
HELGI HJÖRVAR:
Lvaka]
líg hori'ði á hana mér til ánægju og spann í huga mér
ýins æfintýri og ímyndanir um hana, hvar hún hefði
hoppað, þegar hún var telpa, hvort hún hefði fengið
þann manninn, sem hún vildi helzt, eða kannske hefði
einhver bláeyg og björt stúlka náð honum frá henni.
Annars er það ekki líklegt. Þær björtu tapa venjulega,
því að hinar eru slyngari. Hún var ekki sérlega lík
því að vera sænsk, en höndin sagði til: tveir einbaugar
á græðifingri vinstri handar; það er gift kona sænsk.
Einn hringur þýðir það, að hún sé trúlofuð.
Þessi saga er sögð um kurteisi Svía og nákvæmni
í siðvenjum: Otlendingur ók í járnhrautarvagni í Sví-
þjóð og festi athygli á reisulegri byggingu nærri braut-
inni. Hvaða bygging er þetta? spurði hann þá, sem með
honum voru. Enginn svaraði. Hann spurði aftur, en
fékk ekkert svar. Þetta undraðist hann, og víkur
spurningunni í þriðja sinn beint að sessunaut sínum.
Sá reis á fætur, hneigði sig og sagði: Fyrirgefið þér!
Ég heiti Nilsson. — Það er latínuskóli.
Þá skildist útlendingnum það, að hinir hæversku
Svíar tala ekki til þeirra manna, sem þeir vita ekki
nafn né deili á.
Ég hugsaði: Ef við eigum nú að vera hér einsömul,
væna mín, allt til Niðaróss, þá verður heldur þurlegl
að sitja svona steinþegjandi eins og fjandmenn eða
ósáttir elskendur. En þú skalt ekki hafa þá sögu að
segja, að íslendingurinn falli í stafi eða fari að gera
sig kompánalegan, þó að hann sjái lconu, sem er álíka
lagleg og þú. Ég get horft þegjandi á þig i allan dag,
fyrir kurteisi sakir. En ef þú gefur færi á þér, þá er
það ekki mér að kenna.
Það leið góð stund, og datt ekki af okkur né draup.
Lestarþjónninn kom inn og kleip skarð í farseðlana
okkar með klípitönginni sinni. Svo fór hann, og allt
varð hljótt eins og fyr.
Hún tók af sér hattinn, leit i kringum sig og kastaöi