Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 115
ívaka]
FERÐABRÉP.
369
einhverju fram, um veðrið eða snjóinn, eitthvað, sem
fyrir augun bar. Ég tók hana samstundis á orðinu og
sagði til mín. Hún kastaði af sér farginu og tók að
tala. Hún hafði ekið alla nóttina og setið alein lið-
langan morguninn frá Austursundi. Hún var fædd og
uppalin í Lifangri, þegar til kom, norsk í húð cg hár,
og hafði ég séð rétt, að hún var ekki sænsk á svip. Hún
var gift i Gautaborg og var í orlofsferð til föður sins
heim í Lifangur. Hún svalaði hjarta sínn á að tala,
eftir alla þessa löngu þögn, og var ör í máli og frjáls-
leg í háttum; norska lundarfarið kom glöggt fram,
ólikt hinu sænska skapi. Norska konan er ör og fljót
til, kókett og kviklát og skemmtileg; sú sænska er hæg-
lát og varfærin, hæversk, orðfá og draumlynd, seintekn-
ari og miklu innilegri, og ef lil vill tryggari. Þetta er
nú svona almennt, með eilífum undantekningum. Því
að nærri má geta, að þjóðernið er ekki einhlítt til þess
að vita það, sem löng þekking má varla sanna til hlitar,
hvernig kona er. — Við töluðum um heima og geima.
Hún þekkti vel til í dalnum, þegar ofan kom í byggðina,
og sagði mér margt þar um. En ég tók minna eftir
landinu en vandi minn var, af því að hún sat þarna
á inóti mér. Hún spurði mig af högum mínum og um
ferð mína. — Eruð þér eini karlmaðurinn i Reykjavík,
sem lítandi er á? Eða hvernig dettur yður í hug að
fara svona frá konunni? Þér skylduð ekki hafa betra
af því, að skilja mig svona eina eftir! Hún tók að tala
norsku, meir en sænsku, en ég talaði afskaplegan hræri-
graut, reyndi að tala norsku, sem ég kann lítt, en
sænskan sat í hálsinum á mér. Það er ótrúlega erfitt
að fara yfir landamæri á Norðurlöndum og skifta
skyndilega um mál um leið. Slikt er ekki á annara færi
en þeirra, sem mikla leikni hafa í hvoru málinu um
sig, því að líkum tungum og skyldum rugla menn
helzt saman.
Nú kom skilnaðarstund okkar. Hún átti að skifta um
26