Vaka - 01.11.1928, Side 127
VAKA
ÖRYGGí AFKOMUNNAR.
38X
ir atvinnu. Það er mikið stökk á milli almenns opin-
bers reksturs atvinnulífsins og hins, að eitthvað meira
en er sé gert í þessa átt. Ríkið ætti helzt ávallt að hafa
eitthvert stórvirki í framkvæmd eða nokkur minni, sem
að mestu eða einungis séu ætluð til þess að veita atvinnu-
lausum mönnum vinnu. En þá vinnu á að gx-eiða l æ g r a
v e r ð i en venjuleg verkalaun eru. Til þess liggja marg-
ar raunkvæmar ástæður. Aðallega þær, að menn venjist
ekici á að velta áhyggjum sínum i þessum efnum á hið
opinbera, og að kostnaðurinn verður mikill af þessu.
Það er tilgangslaust að orðlengja þetta. En á það legg
ég áherzlu, að það er ekki síður annara flokka en Jafn-
aðarmanna flokksins að reyna að ráða einhverja meiri
bót á atvinnuleysi manna en hægt er með aukinni fram-
leiðslu einni. Þetta er ekki sízt verkefni íhaldsflokks-
ins, sem telur sig flokk allra stétta og ekki fremur einn-
ar en annarar.
Það er skylda hvers þess manns, sem með atkvæði
sinu hefir áhrif á meðferð þjóðmála að taka afstöðu a.
m. k. til þeirra, er inestu varða. Enn rikari er skylda
þeirra manna, Alþingismannanna, sem beinustu áhrifin
hafa á löggjöfina með þingsetu sinni og atkvæði. Þess
vegna ber þeim að kynna sér það sem „við hinir“. stund-
um nefndir „háttvirtir kjósendur“, berum fram í þess-
um málum og taka afstöðu til þess. Sé það einhvers
nýtl, að þeirra dómi, ber þeim að taka það upp og vinna
fyrir því.
Ég treysti því, að þau mál, sem ég hér hefi hreyft.
verði tekin lil athugunar og þau ekki lengur látin sofa.
Miklu l'remur haldið vel vakandi. Fá mál eiga það frem-
ur skilið. Undir fám er fremur komin velferð fjöldans.
Kr. Linnet.
Til samanburðar læt ég koma nokkur orð til viðbót-
ar um tryggingarlöggjöf Dana, að þvi er snertir sjúkra-