Vaka - 01.11.1928, Síða 132
38«
ORÐABELGUR.
[vaka]
sem samið hefur verið um fornbókmenntir íslendinga
á erlendu máli.
Þegar W. P. Iver féll frá og W. A. Craigie fluttist til
Vesturheims fyrir nokkurum árum, virtust óvænlegar
horfur fyrir þessi fræði í Bretlandi. Var auðsætt, hví-
líkur skaði það væri, ef íslenzk fræði yrði afrækt með
þessari miklu öndvegisþjóð. Engin tunga er betur til
þess fallin en enska að bera boð frá smáþjóðunum út
um viða veröld, þar sem heita má, að hún sé lesin og
numin um heim allan. Englendingar hafa og jafnan sýnt
það, að þeir skilja menningu vora og bókmenntir flest-
um erlendum þjóðum betur, ef þeir koma auga á þær.
Þeir eru ferðamenn miklir og vex ekki í augum að
kynnast landi og þjóð af eigin sýn og raun, og höfð-
ingsskapur þeirra og frjálsmannleg hugsun er enn mjög
i ætt við fornöldina.
Og þvi fer betur, að hér virðist munu svo fara, að
maður komi í manns stað. Þótti mér jafnvel furðu sæta
nú i haust, er eg kom í nokkura enska háskólabæi, hver
gróður þar er í þessum efnum. Er þó íslenzka hvergi
kennd að höfuðnámsgrein enn sem komið er, heldur
brot eitt af enskunámi. Eftirmaður W. P. Kers í Lund-
únum er R. W. Chambers, en W. A. Craigies í Oxford
J. R. Tolkien. Báðir eru þeir sérfræðingar í engilsax-
nesku, en kenna þó líka íslenzku. Hvorugur þeirra hef-
ur enn komið til íslands, en próf. Tolkien hefur siðustu
ár haft íslenzkar stúlkur á heimili sínu, talar islenzku
prýðilega og les nútímabókmenntir, jafnframt hinum
fornu, með iiemöndum sínum. í Cambridge er Miss B.
S. Phillpotts aðalkennarinn í íslenzkum fræðum. Hún
er hin lærðasta kona og skörungur í hvívetna, hefur
gert merkilegar rannsóknir um forna menningu og bók-
menntir (Kindred and Clan (1913), The Elder Edda and
Ancient Scandinavian Drama (1920)), farið fótgangandi
um ísland þvert og endilangt, og standa fáir henni á
sporði að þekkingu og skilningi á þjóðinni að fornu
og nýju. Miss Phillpotts hal'ði um margra ára skeið svo
umsvifamiklum störfum að gegna, er hún hafði á liendi
forstöðu Westfield College í Lundúnum og Girton
College í Cambridge, að hún gat lítt gefið sig að vís-
iiídaiðkunum. En nú hefur hún horfið aftur að fræð-
um sínum og má mikils vænta af kennslu hennar og rit-
störfum framvegis. Hún hefur nú í smíðum bók um