Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 135
[vaka]
RITFREGNIR.
389
manna og lífsskoðun. Þá þróun er oft örðugt að greina,
því orðatiltækin haldast, J)ó hugmyndirnar hreytist, en
hjá Páli postula er vísir inargs þess, sem síðar einkennir
kaþólska kirkju og flest yngri kirkjufélög og á Jió ekki
rætur sínar í boðskap Jesú sjálfs. Þegar Páll snýst til
kristni, flytur hann með sér mest alla sína gyðinglegu
guðfræði, sem siðan mótast og þróast fyrir grísk áhrif
á trúboðsferðum hans. Muninn á hoðskap Jesú og bréf-
um Páls setur Magnús Jónsson fram í þessari snjöllu
líkingu: „Hvorttveggja er fagurt og stórkostlegt. En það
eru svipuð umskifti og að koma úr fegurð náttúrunnar
inn í glæsilega höll með óteljandi sölum og súlnagöng-
um. í öðrum staðnum er Jiað guðs fría náttúra, ósnortin
af manna höndum en óendanleg að tign og fegurð. í hin-
um staðnum hirtist máttur og snilli mannsandans, sem
er innblásinn frá hæðum — en mannaverkin sjást þó
alstaðar; áreynsla, heilabrot og settar listreglur eru
augljósar á hverjum hlut“.
Bók Magnúsar Jónssonar er fyrst og fremst saga Páls
sjálfs og trúboðsstarfsemi hans. Þar er skýr mynd dreg-
in upp af postulanum, umhverfi hans og samtíð.
Löndum og lýðum, þar sem hann fer um, og trúar- og
heimspekistefnum, sem hann sumpart á í höggi við og
sumpart mótast af, er lýst ítarlega. Það er ekki leitazt
við að flétta geislabaug um enni hans, heldur að lýsa
honum eins og hann var og starfaði innan um sæg af
öðru fólki, í mörgum löndum og með sundurleitum trú-
arskoðunum. Verk hans og kenning eru látin lýsa með
Jieim styrkleika, sem í Jæim býr. Lesandinn ferðast með
Páli frá æsku til elliára líkt eins og samtíðarmanni.
Það verður ekki annað sagt en að æfisagan hafi tek-
izt vel og sé líkleg til að hafa heillavænleg áhrif. Frá-
sögnin er lipur og látlaus. Höfundurinn forðast útdauð
orðatiltæki, en notar fullmikið af áherzluorðum, sem
oft gefa enga áherzlu. Aftan við bókina er nafnaskrá,
sem léttir mjög notkunina, og ættu slíkar skrár að fylgja
öllum fræðihókum. Ritið her vott um það, sem raunar
var áður vitað, að guðfræðideild Háskólans er ekki
hrædd við að fylgja þeim rannsóknarleiðum, seni há-
skólatignin setur henni að fara. Þar er ekki minnzt einu
orði á bókstafsinnblástur eða gamalkirkjulegar skoðanir
á viðfangsefnunum, heldur haldið beina leið eftir þvi
sem heilhrigð skynsemi bendir til. Vel sé guðfræðideild-