Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 140
394
SVAR TIL JÓNASAR RORBERGSSON’AR.
[vaka]
neitanlegu orðið talsvert aftur úr á skeiðvellinum, og liggja tii
]>ess ýmsar eðlilegar orsakir, sem hér verða ekki raktar. En nú
vill svo undarlega til, að nokkur liluti einmitt þeirrar stéltar,
sem hefir komizt skemmst áleiðis, kennir sig við „framsókn“
og telur sig vera í fararbroddi þjóðfélagsins, en hins vegar
kenna ]>ær stéttir sig við ihald, sem lengs't liafa sótt fram og
mest bætt hag sjálfra sín og alls þjóðfélagsins.
Það er ótrúlegt, að langir timar líði, áður en hverju manns-
barni á þessu landi verður ijóst, að hér er eitthvað bogið.
Formaður „Ihaldsflokksins", Jón Þorláksson, sem raunar er
einn hinn eindregnasti framsóknarmaður þjóðarinnar á mörg-
um sviðum, gerði fyrir tveimur árum grein fyrir stefnu og liug-
sjónum flokks sins (í „Eimreiöinni" 1926). Lýsir hann ]>vi yfir,
að „íhftldsflokkurinn" sé fyrst og fremst frjálslyndur flokkur,
sem vilji „lialda í“ og tryggja rétt og velferð einstaklingsins
gagnvart „stjórnlyndum" nýjungamönnum, sem vilja skipulags-
hinda allt athafnafrelsi með alls konar nauðung og harðræðum.
Við ]>á skýru og skilmerkilegu greinargerð Jóns Þorlákssonar er
vitanlega ekkert að atliuga, nema ]>etta eitt, að liér er ný og alveg
óvenjuleg merking lögð i orðið „íhald“. íhaldsmenn álfunnar
liafa ekki hingað til látið sér tiltakanlega annt um frelsið,
heldur hefir ]>að verið söguleg stefna þeirra að „varðveita“
ófrelsi, einkaréttindi, j'firstéttahagsmuni og almennt misrétti í
þjóðfélögunum. Þess vegna er það afar ólieppilegt að nefna ung-
an, frjálslyndan flokk slíku nafni. Það er neyð fyrir þá, sem
flokkinn fylla, að þurfa sífclldlega að vera að gera grein fyrir
]>ví, að nal'nið eigi nú að hafa nýja merking, þveröfuga við ]>á
merking, sem ]>að áður Iiafði.
Jónas Þorbergsson segir, að þjóðmálaflokkar eigi að taka sér
heiti eftir ]>ví sem Viðhorf þeirra sé til skipulagsmálanna —
stjórnskipulags, almcnnra réttinda og atvinnuskipulags. Og enn-
fremur fullyrðir hann að afstaða „íhaldsflokksins" til þessara
mála sé slik, að flokkurinn heri nafn með renlu. Sú staðhæfing
er auðvitað í fullu samræmi við þann óð, sem „Tíininn" hefir
lengi þulið. Árum saman hefir l>laðið tönnlast á rakalausum
þvættingi uin ófrjálslyndi, gerræðistillineigingar og auðvalds-
þjónustu andstæðinga sinna. Um langt skeið gat Jónas frá Hriflu
varla minnzt á Jón Þorláksson, án þess að nefna Estrup og
Mussolini í sömu andránni. En vill nú Jónas Þorbergsson gera
grein fyrir, live mikill munur var á skoðunum „íhalds“ og
„Framsóknar", þá er stjórnarskrármálið var á dagskrá þings-
ins 1927? Og hver dæmi vill hann nefna ]>ess, að „Ihaldsflokk-
urinn“ liafi gerzt nærgöngull „almcnnum réttindum" svo sem