Vaka - 01.11.1928, Side 141
■IvakaI
SVAR TIL JÓNASAR RORBERGSSONAR.
395
títt er um útlenda íhaldsflokka? Og að hverju leyti er flokkur-
inn „íhaldssamur" um atvinnuskipulag? Ég vona, að Jónas Þor-
hergsson svari ])essum spurningum af viti og stillingu, en ekki
með venjulegu „Tíma“-fleipri, sem hann, svo ritfær maður, ætti
að vera orðinn leiður á fyrir löngu.
Vitanlega iná lengi þrátta um slík nöfn, sem „ihald" og „fram-
sókn“, enda verða flokkar aldrei dæmdir eftir heitum, stefnu-
skrám eða yfirlýsingum, heldur eftir framkomu og framkvæmd-
um. I>að hefir verið lærdómsríkt að athuga afstöðu „Eramsókn-
ar“ til þeirra stórviðburða, sem gerzt hafa í atvinnumálum ])jóð-
arinnar á síðustu áratugum. íslendingar hafa risið upp úr
margra alda roti, nýjar auðlindir hafa verið opnaðar, hafskipa-
stól hrundið á flot, verzlunin orðið innlend að mestu leyti,
Reykjavílc vaxið úr þorpi upp í myndarlega höfuðborg o. s. frv.
Það er auðvitað engin furða, þótt sumar fylgjur slíkrar bylting-
ar séu all-ískyggilegar, því að aldrei hefir gerzt framför í mann-
heimi, sem eigi hefir haft einhverjar óþægilegar afleiðingar. En
liitt er þó mest um vert, að nú hefir þjóðin ])ó loksins ralcnað
úr kútnum og að íslendingar eru aftur farnir að líla á sjálfa sig
sem mennska menn.
Hvernig hafa nú foringjar „Framsóknar“ tekið þessum tíðind-
um? Með ótrúlegri fávizku og vanstillingu! Þeir iiafa rekið upp
neyðaróp eins og allt ráð lýðs og lands væri komið í hers hend-
ur. I>eir þykjast vera verndarvættir bændastéttarinnar, sem vit-
anlcga hefir borið nokkuð skarðan lilut frá borði í róti þvi, sem
orðið hefir í atvinnumálum þjóðarinnar, en þvi miður hefir ]>eim
])ótt það tiltækilegast til ]>ess að rétta hlut hennar, að ausa hrópi
og svívirðingum yfir forvígismenn annara atvinnuvega — yfir
Grímsbæjar-lýðinn, „braskarana", „sælkerana“, „svallarana” o. s.
frv. Þetta ófrjóva og öfugundna lundarlag, þetta skammsýna skiln-
ingsleysi á stórviðhurðum nútímans á íslandi, er eitt höfuðein-
kenni „Framsóknar“, og bendir það óneitanlega ekki i ]>á átt, að
flokkurinn beri nafn með rentu. Og þó liafa foringjar „Fram-
sóknar" ekki þá afsökun, að andstæðingar þeirra hafi verið
hirðulausir um liag landbúnaðarins eða skilningslausir á þarfir
lians. Þær rásðtafanir, sem gerðar hafa verið til þess að rétta mál
bænda, eiga ekki síður rætur að rekja til „íhalds“ en „Fram-
sóknar“, svo sem öllum má vera kunnugt, sem vita deili á þvi,
sem gerzt liefir á Alþingi á síðustu árum.
Að vísu er það satt, að skoðanir manna um atvinnumál og
allt, sem stendur í sambandi við ])au, skifta flokkum : öllum
löndum. En væntanlega þarf ekki að taka það fram, að mörg
önnur mál valda og hafa valdið flokkaskifting meðal þjóðanna.