Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 2
í fullri alvöru: STAFRÓF HEIMILISSIJÓRNAR VERÐUR AÐ LÆRAST DÆMIÐ ER AUÐREIKNAÐ DTKOMAN ER BETRI ÁRANGUR MEÐ PERLU ÞVOTTADUFJI Þegar þér hafiö einu sinni þvegiö meö PERLU komizt þér aö raun um, hve þvotturinn getur oröii) hvítur og hreinn. PERLA hefur sérstakan eiginleika, sem gerír þvottinn mjallhvítan og gefur honum nýjan, skýnandi blæ sem hvergi á sinn líka. PERLA er mjög notadrjúg. PERLA fer sérstaklega vel meö þvottinn og PERLA léttir yður störfin. Kaupið PERLU í dag og gleymið ekki, aö með PERLU fáiö þér hvítari þvott, meö minna erfiði. K-nami HVENÆR EIGNUMST VID NÝTT SKÁLD? 3 Það hefur raunar maður gengio undir mannshönd að undanförnu til að klifa á þessu sama: Að við eigum engan efnilegan mann í hópi yngstu skáldakynslóðarinnar, að skáldsag- an er á undanhaldi fyrir alls konar samtíningi, svo sem ævisögum og hvers konar skrósetningum að við svo búið má ekki standa hjá bók- menntaþjóðinni, íslendingum. í bókaflóði síðustu ára hefur varla örlað á efnilegum nýgræðingi í ó- bundnum skáldskap. Við eigum prýðilega ritfæra, unga menn, sem senda frá sér bækur á hverju ein- asta ári, ævisögur merkra manna, kynlegra kvista eða þá ferðabækur. Þetta eru út af fyrir sig góð verk og ánægjuleg aflestrar. En þau auðga ekki íslenzkar bókmenntir verulega, þau brjóta hvergi blað og verður líklega að engu getið, þegar bók- menntasaga okkar tíma verður skráð. Hins vegar er ekki ólíklegt, að minnzt verði á andatrúarbók- menntir og frásagnir miðla sem ein- kenni á þessum tíma, Sem betur fer eiga hinir yngri höfundar okkar þó engan þátt í þeim ritsmíðum. En hvar er nú meðal okkar rit- höfundur, sem við getum vænzt, að verði arftaki Kiljans? Ekkert ámóta við Vefarann mikla frá Kasmír sér dagsins Ijós um þessar mundir. Að vísu sendi einn ungur blaðamaður frá sér þokkalega skáldsögu í vet- ur, en hún er ekki rismikil. Þó er það nálega eina tilraunin, sem ungur höfundur gerir til þess að túlka sam- tímann, hvað verður að telja mikil- vægt atriði í skáldsögu. Ástandið er mjög ískyggilegt og sú hætta óneit- anlega fyrir hendi, að bókmenntir okkar lendi á eins konar villigötum. Að vísu er það gott og blessað, að menn geri viðtalsbækur, ævisögur og ferðalýsingar. En aðeins er það gott með öðru góðu. Það verður aldrei neitt vandamál með annála- ritara, þeir hafa alltaf þrifizt á fs- landi. En höfundur, sem vill láta taka sig alvarlega sem skáld, verð- ur að sýna okkur samtíðina í Tist- rænni túlkun skáldverks. Og hver hefur gert það á þessum síðustu og beztu tímum? Kannski skáldin hafi komizt á síld og fengið peningalykt- ina á heilann. Þá kemur ekki mikið úr pennanum á meðan. Líklega er „79 af stöðinni" bezta skáldsagan, sem íslenzkur höfundur hefur látið frá sér fara á síðustu árum. Það er skaði, að Indriði skuli ekki hafa Framhald á bls. 31. VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.