Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 31
Fljúgðu nú bæði... Framhald af bls. 10. manni sýndist í það og það skiptið. —O— — Eru íslendingar ekki orðnir vanir flugöldinni? — Jú. Ég held þeir séu flugþjóð. Þeir hafa alla tíð verið áhugasamir og hafa alla tíð viljað greiða fyrir flugmönnum. Það er að minnsta kosti mín reynsla, að þeir skilja flug yfirleitt mjög vel, þarfir þess og nauðsyn. Ég get nefnt mörg dæmi þess, að menn, sem lítið hafa kynnzt flugi, hafa með hugkvæmni sinni leyst vandann. Einu sinni var ég til dæmis að sækja fársjúkan mann upp að Húsa- felli í Borgarfirði. Grimmdarfrost var og snjór á jörðu. Frostið var svo mikið, að traktorar og jarðvinnslu- vélar, sem átti að nota til að laga braut í lausasnjónum fyrir flugvél- ina, fóru ekki í gang. Nú voru góð ráð dýr. Skyndilega sé ég, að fólkið hleypti út öllum kindunum úr fjár- húsunum og rak þær út á tún. Ég skildi auðvitað strax, að þarna var vandinn leystur. Þeim hafði dottið það snjallræði í hug, að láta sauð- féð troða flugbraut. Nú ráku þeir féð í hnapp, síðan fram og aftur og að lítilli stundu liðinni var búið að troða ágæta flugbraut í lausamjöll- ina. Ég gat því lent og flutt veika manninn í sjúkrahús. Svona leysir sveitafólkið oft vanda flugsins. Þegar Bretar komu hér, var kippt fótunum undan sportfluginu. Flug- skýlið okkar í Vatnsmýrinni var fyrir framkvæmdum við Reykjavík- urflugvöll og flugið lognaðist út af í rólegheitum. Það var ekki einu sinni þorandi að fljúga, þótt maður hefði haft flugvél. Þeir skutu á hvað sem fyrir varð, t. d. á flugvél frá Flugfélagi íslands. Hún var á leið- inni inn Eyjafjörð í venjulegu far- þegaflugi. Lóan varð stríðinu að bráð. Henni var ekki flogið meira og þessi góði kjörgripur grotnaði í sundur og gleymdist. Hvar hún er nú veit ég ekki. Sennilega á öskuhaugunum? Eftir stríðið fékk ég mér flug- vél og byrjaði þá sjúkraflug og leiguflug. Vélin, sem ég fékk var ágæt, dönsk og gekk undir nafninu Kásetan KZA eftir einkennisstöf- unum. Þá vél fékk ég 13. sept. 1947. 1951 kom Austervélin, sem gat tek- ið sjúkrakörfu, en hún var hins veg- ar alveg kraftlaus, ef hún var þung. Svo fékk ég Chessnurnar, tveggja hreyfla Bonanza og nú loksins Twin Pioneer. Sjúkraflugvélarnar á ég í sam- eign við Slysavarnarfélag íslands, sem hefur verið ötulasti stuðningur sjúkraflugsins fyr og síðar. Það er víst orðið mjög framorðið. Vornóttin er mjög kyrr og það glampar á þúsund Ijós í bænum fyrir neðan. Við förum að tala um framtíðina. Flugið. Drauminn um flugið. Jú, ég held, að flugsamgöngurnar eigi mikla framtíð fyrir sér. Við, sem störfum að flugmálum, finnum hvernig allt verður r.uðveldara, þeg- ar fram í sækir. Ég held, að þeir sem fljúga hefðu ekki getað komið þjóðinni að meira gagni með öðrum störfum. Þó sakna ég að sumu leyti hinna „góðu gömlu daga“, þegar stór hópur áhugamanna vakti um nætur við logsuðu, smíðar og endur- bætur á klossuðum vatnsröraflug- vélum. Bara til þess að geta í fá- einar mínútur hinn næsta dag litið niður á veröldina og brosað til skýj- anna, sem sigla ljúfan byr um axlir Vífils. — Nú ertu aftur búinn að fá Lóu? Hann horfir um stund á gömlu myndina frá brúðkaupsferðinni. Já. Nú eru senn 25 ár síðan. Kannski maður bjóði konunni í aðra ferð á sömu staði í nýju Lóu? Silfurbrúð- kaupsferð. Já, ætli það ekki. ★ í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. rýmri tíma til að helga annari rit- mennsku en þeirri, sem birtist í dagblaði. Baldur gæti átt eftir að verða liðtækur eftir „Dagblaði" að dæma og ekki er ólíklegt, að Gísli J. Ástþórsson eigi eftir að koma á óvart. Ágætir stílistar eins og Jó- hannes Helgi, Matthías Johannessen, Stefán Jónsson, fréttamaður, Jónas Árnason, og Thor Vilhjálfsson, verða að fara að taka á honum stóra sín- um og sýna okkur og sanna, að þeir ráði við annað og meira en þokkalega journalistik. Dr. Aspirín. VIKAN ogtaeknin RABB UM RAFEINDAHEILA Síðustu árin hefur margt verið ritað og rætt um rafeindaheilana. Þó að þeir séu í sjálfu sér hinir óskáldlegustu hlutir, meira að segja alger andstæða við allan skáldskap, hvernig sem á þá er litið, hafa þeir óbeinlínis orðið til þess að ýta mjög við skáldskaparhneigð manna og Á æðstu stöðum eru rafeindaheilar settir til að njósna um aðra rafeindalieila í þýðingarmiklum embættum. Það eru ckki mennirnir einir, sem eiga við taugaveiklun að striða á þessum síðustu og verstu tímum — jafnvel rafeindaheilarnir kváðu þurfa sálgrciningar við endrum og cins. hugarflugi, svo að meir en litla þekkingu þarf til þess að geta greint á milli hvað er satt um þá og hæfileika þeirra og afköst sagt, og hverju er á þá logið. Þeir rithöfundar, sem rafeindaheilarnir hafa lyft hæst á flug, láta sig ekki muna um að spá því, að þess muni ekki ýkjalangt að bíða að rafeinda- heilarnir stjórni heiminum. Blaðamenn, sem ekki eru ýknari en menn af þeirri stétt almennt gerast, og þykj- ast — eins og allir blaðamenn — vita flest sem gerist að tjaldabaki á æðstu stöðum, fullyrða að rafeindaheil- arnir hafi þegar meiri áhrif á stjórn heimsins en al- menning grunar. Sé svo, virðist lítil ástæða til að ætla, að stjórnin á heimsmálunum mundi breytast til muna, þótt þeir tækju hana alveg í sínar hendur. Vitað er með vissu, að stjórn ýmissa fyrirtækja og iðjuvera er nú þegar að mestu leyti í „höndum“ rafeinda- heila. Vitað er einnig, að þeir taka örlög okkar að vissu leyti í sínar hendur um leið og okkur ber í þennan heim; barnið er ekki fyrr komið í laugartrogið en það hefur fengið sitt „númer“ í spjaldskrá rafeindaheilanna, sem síðan skrá allar helztu staðreyndir í sambandi við lífs- hlaup þess, unz þeir enda þá skýrslugerð á síðustu stað- reyndinni. Þannig er það að minnsta kosti þegar orðið í öllum helztu „menningarlöndum" heims, þannig er það að vissu leyti orðið hér og verður það sjálfsagt í æ ríkari mæli. Nú er farið að telja okkur trú um, að það séu þessir „óskeikulu" og „hlutlausu" heilar, sem reikna okk- ur útsvör og skatta — samkvæmt því gamla máltæki, að gott sé að hafa strákinn, til að kenna honum um klæk- ina. Eða hvaða skattgreiðandi er kominn til að skrifa undir það, að honum séu ætlaðar álögur af „óskeikulum“ og „hlutlausum“ aðila? En nú þykir sýnt og sannað, að raf- eindaheilarnir séu ekki óskeikulir frekar en önnur mannanna verk eða mennirnir sjálfir. Með öðrum orðum — þeir eru ekki einungis gæddir mann- legum hæfileikum, heldur hafa þeir og tekið að arfi ágalla mannsins. Sér- fræðingum ber þó saman um, að þeir hafi erft hæfileikana í mun ríkari mæli en ágallana. Og eitt eru hvorki þeir né aðrir, sem einhver kynni hafa af vinnuháttum rafeindaheilanna, í nein- um vafa um — afköst þeirra fara margfaldlega fram úr því, sem mönn- um er ætlandi. Sökum þess hve rafeindaheilar gegna oft mikilvægu hlutverki, og því mikið í húfi ef „taugar“ þeirra bila, eru nú sérmenntaðir rafeindaheilalæknar stöð- ugt látnir fylgjast með „andlegri“ heilsu þeirra. Einnig hefur verið gripið til sama ráðs, og sagt er að tíðkist í Og nú eru rafeindaheilarnir teknir að fjölga „mannkyni‘* sínu — — — vissum ríkjum — aðrir rafeindaheilar settir til að njósna um allt þeirra starf og athæfi. Þannig er það, til dæmis með alla þá rafeindaheila, sem gegna ábyrgðarmestum störfum í sambandi við landvarnir stórveldanna. Það eru ekki eingöngu embættismennirnir þar, Framhald á bls. 37. VIKAN 22. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.