Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 48
HENNI OG ÞAR MEÐ BINDA ENDA Á ÞETTA. „Ég vara þig við, Francis“, sagði stúlkan með lambsskinnshattinn, „ef þú bindur enda á líf mitt hér uppi þá eru þrír ungir menn í Yale háskólanum sem mundu elta þig uppi heimsliornanna á milli!“ Þá heyrðist i þýzku röddinni aftur: „Hvernig stendur á því, að Ameríkanarnir hafa ekki nógu mik- inn skilning á þvi, að skilja ekki þessa stelpuasna sína eftir heima, þar sem þær eiga heima.“ „Rödd- in var lágróma, en nógu greinileg samt, rétt lijá Robert. Málrómur- inn bar með sér að vera háþýzkur en ekki frá Ziirich rté nein önnur svissþýzk málýska.. Nú vissi Robert að hann mundi ekki komast lijá því að líta við og auk þess gera eitthvað. Hann leit fyrst á Mac til að sjá hvort bann, sem skyldi dálítið i þýzku, hefði skilið það sem sagt hefði verið. Mac var gríðarstór og gat verið hættulegur, en hvað sem liinu góða skaplyndi hans leið myndi hann ekki, ef hann hefði heyrt Þjóðverjann segja á ensku, „Af hverju skilja Ameríkanarnir ekki þessa stelpuasna sína eftir heima?“ hafa staðið aðgerðarlaus hjá. En Mac stóð enn og horfði hugfanginn og sæll á greifynjuna sína. ÞAÐ VAR FYRIR 'BEZTU, hugsaði Robert. Svissneska lögregl- an tók hart á öllum róstum, hver sem ástæðan fyrir þeim hafði ver- ið, og Mac mundi verða fyrir miklu tjóni, ef liann lenti í slagsmálum og mundi að öllum likindum lenda í fangelsi. Fyrir amerískan her- mann, sem var staðsettur í Frank- furt gátu uppþot sem þessi haft alvarlegar afleiðingar. Það versta sem getur hent mig, hugsaði Rob- ert, um leið og hann sneri sér við til áð hafa uppi á manninum sem í hverjum mánuði. A-v á hættu, austur gefur. K-10-6-4 G-9-6-4 ekkert A-K-10-5-3 A 9-8 y 7-3-2 + 8-7-6-4 ^ G-8-6-4 G-5-3 D-8 D-G-10-9-5 9-7-2 Sterkar þriggja lita hendur, eins og vestur hefur í spilinu hér að of- an, hafa þótt erfiðar til sagna eftir flestum sagnkerfum. ítalir, sem átt hafa heimsmeistarana í bridge um alllangt skeið, hafa reynt að leysa þennan vanda með gervisögnum og hefur það verk tekist ljómandi vel. í „Roman Club“-sagnkerfinu, sem m. a. Belladonna og Avarelli, tveir af heimsmeisturunum spila, sýnir opnun á tveimur tíglum 17—21 há- punkt (Gorenpunktar) og skipting- una 4-4-4-1 eða 4-4-5-0. í næstu sögn gefur opnunarhendin upp sína liti með því að melda styzta litinn. Þá getur svarhöndin síðan valið loka- samninginn. Að ná fimm tíglum á spilið hér að ofan er barnaleikur hafði talað eru nokkrir timar í tukthúsinu og áminning frá bæjar- stjóranum vegna móðgunar við hina frábæru svissnesku gestrisni. Robert ákvað eins og af sjálfum sér, að þegar þau kæmu upp á fjallstoppinn myndi hann fylgja manninum út úr lyftunni, segja honum í rólegum tón, að hann, Robert, hefði skilið hvað hafði verið sagt um Amerikanana og snúa svo þegar i stað á brott. Ég vona bara, hugsaði Robert að hver svo sem þetta er þá sé hann ekki allt of helviti stór! í augnablikinu gat Robert ekki komið fyrir sig, hver þessi and- stöðumaður hans væri. Þarna stóð hár maður og sneri bakinu að Rob- ert, hinum megin við ítölsku kon- una og röddin hafði komið úr þeirri átt. Vegna mannþröngar- innar gat Robert aðeins greint höf- uð hans og axlir, sem voru stórar og þrekmiklar undir yfirhöfn hans. Maðurinn var með þessa svörtu húfu, sem aðeins voru notaðar af þeim, sem voru i Afríku meðan á stríðinu stóð þar. Undan húfunni gægðist ljóst hár hans, sem var mikið farið að grána. Maðurinn var rpeð feitlaginni, hörkulegri konu.sem hvislaði lágt i eyra hans einhverju, sem Robert átti ekki að heyra. Maðurinn svaraði henni fyrir þá og í raun og veru er hægt að vinna sex tígla með kastþröng á norður. Þetta spil kom annars fyrir í æf- ingaleik hjá enska landsliðinu fyrir Líbanon-Evrópumótið og komust ensku spilararnir í vægast sagt mjög ógirnilega samninga. Fyrst vestur opnaði á einu hjarta og varð síðan sagnhafi í fjórum hjörtum dobluðum, sem reyndist dýrkeypt ævintýri eftir laufaútspil hjá norðri. Næsti vestur spilaði þrjú grönd á spilin en til allrar óham- ingju var norður svo ónærgætinn að taka fimm fyrstu slagina á lauf. Þriðji vestur opnaði á einum tígli, norður doblaði en lokasamningur- inn varð fjórir tíglar og fimm undir. hryssingslega: „Mér er alveg sama, hversu margir þeirra skilja málið. Látum þá bara skilja“. Og Robert vissi, að liann hafði komið auga á manninn, sem hann svipaðist eft- ir. Eftirvæntingin eftir að hitta Þjóðverjann augliti til auglitis gerði það að verkum, að Robert svitnaði í höndum og varð æstur og uppveðraður. Honum sárnaði að lyftan skyldi ekki koma upp á fjallstoppinn fyrr en eftir fimm mínútur. Nú, þegar hafði hann ákveðið að lumbra á honum og gat því alls ekki beðið. Hann starði föstum augum á hið breiða bak mannsins klætt svartri nælonúlpu og vonaði að hann myndi snúa sér við, svo að hann gæti séð framan í hann. Hann gizkaði á, að hann væri að minnsta kosti 20 pundum þyngri en Robert sjálfur, ef farið væri eftir hæðinni og axlabreidd- inni, en Robert var vel þjálfaður líkamlega og í góðri æfingu, þegar hann átti það til að slást var hann hinn mesti slagsmálahundur, fylginn sér og gat gefið undraverð högg, þegar tekið var tillit til stærðar hans. Hann velti þvi fyrir sér, hvort maðurinn myndi detta við fyrsta högg, hvort hann mundi afsaka sig, eða hvort hann myndi nota skíðastafina. Robert ákvað, að r V hafa stafina sina við hendina, jafnvel þótt hann gæti treyst á, að Mac myndi heldur draga úr hlutunum, þegar hann yrði notað- ur sem vitni, ef hann sæi, að vopn yrðu notuð. Af ásettu ráði tók Robert niður hina þykku leður- vettlinga sina og stakk þeim sér i beltisstað. Berir hnúarnir myndu gera meira gagn. Hann hugsaði um, livort maðurinn myndi vera með hring. Hann horfði stíft aftur á hnakka mannsins, til að fá hann til að snúa við. Þá uppgötvaði kona hans Robert. Hún hvíslaði einhverju að manni sínum og stuttu siðar sneri hann sér við og lét eins og það væri tilviljun. Hann horfði frekjulega á Robert og Rob- ert hugsaði með sér: Ef þú ert nógu oft á skíðurn á sama staðnum hitt- irðu fyrr eða siðar fólkið aftur. Á sömu stundu rann upp fyrir Rob- ert, að þetta yrði ekki smá handa- lögmál þarna uppi á fjallatoppin- um; i fyrsta sinn í lífi sínu lang- aði hann til að drepa mann. Þvi maðurinn fyrir framan hann starði á liann ljósbláum augum undan enn Ijósari augnhárum á ögrandi hátt undan afríkönsku húfunni. □ Það var fyrir löngu siðan, vet- urinn 1938, í franska lilutanum af Svisslandi, og hann var fjórtán ára. Sólin var að setjast bak við fjall og það var 10 stiga frost. Hann lá í snjónum og gat sig hvergi hreyft með fótinn liggjandi i mjög óeðlilegum stellingum, þó verkirn- ir væru ekki byrjaðir ennþá, og þá litu þessi sömu augu niður á hann. Hann hafði gert dálítið axar- skaft og í augnablikinu hafði hann meiri áhyggjur út af hvað foreldr- ar hans myndu segja við hann heldur en fótbrotinu. Hann hafði farið upp á fjall seint um eftir- miðdaginn, þegar næstum flestir voru hættir að vera á skiðum yfir daginn. Og hann hafði jafnvel leyft sér að fara ekki hinar troðnu slóðir heldur fór i gegnum skóg- inn í leit að leiðum, sem ekki höfðu verið farnar áður. Annað skíðið hafði lent á falinni trjárót og hann heyrði þurrlegt brothljóð- ið í fótlegg sínum um leið og hann steyptist til jarðar fram fyrir sig. Hann reyndi að forðast alla ofsa- hræðslu um leið og liann settist upp. Hann stefndi í áttina að merkjabrautunum, sem voru í 100 metra fjarlægð, séð gegnum greni- trén. Ef svo vel vildi til að einhver skiðamaður færi framhjá gætu þeir e. t. v. heyrt í honum ef hann æpti. Hann gerði ekki tilraun til að skriða, því ef hann reyndi það fór verkur frá fótleggnum upp í maga sem gaf honum ógleðitilfinningu. Skuggarnir voru farnir að lengj- ast í skóginum og eingöngu hæstu topparnir voru rauðlitaðir með grænan frostlegan himinin í bak- sýn. Hann var farinn að verða kuldans áþreifanlega var og af og til fékk hann mikil kuldaköst. Ég dey hérna, hugsaði hann, ég _ VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.