Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 8
Bjöm Pálsson og kona hans, Sveinsfna Sveinsdóttir, í brúðkaupsferðinni, sem sagt er frá í greininni. o KANNSKE FER ÉG f SILFURBRÚÐKAUPSFERÐ inu. Þá var það, að hagleiksmaðurinn Hjalti Jónatansson, tré- smiður tók að sér að smíða það sem á skrúfuna vantaði. Svo var flogið af stað. Það væri nú tugthús fyrir svona í dag, en skrúfan gerði það fínt, því hún var jafngóð. Nokkru seinna (1939) um haustið var einhver að lenda vélinni uppi á Móum á Kjalarnesi. Þá lenti hún í forardýi, því henni hafði verið lent óhönduglega undan brekku. Þá fór skrúfan í mask — en ekki um brotið. Það hélt. — Tryggingar! segir Björn hissa. Nei, þær voru ekki tryggðar. Ekki einu sinni skrásettar. Mér hefði líka þótt gaman að sjá þann mann, sem hefði þorað að tryggja flugvél á þessum árum. Það hefði verið óðs manns æði. Nei, menn báru hita og þunga dagsins sjálfir og áhyggjur höfðu menn engar, sem vel stætt trygginga- félag hefði getað létt af þeim. En þetta var ómetanleg reynsla. Við urðum að gera allt sjálfir og gerðum það. Einu sinni tókum við Lóuna í sundur stykki fyrir stykki. Skröpuðum alla röragrindina í skrokk og vængjum, máluðum hana og sprautuðum, klæddum og fórum svo aftur að fljúga. Þessi mikla viðgerð fór fram í Þjóðleikhúsinu, en þar áttu flugmenn lengi athvarf, meðan það var í byggingu. Annars var ástæðan sú fyrir því, að við fórum út í svo mikið viðgerðarfyrirtæki, að vélin var farin að láta á sjá. Þegar eitthvað kom fyrir — og það var alltaf eitthvað að koma fyrir — þá brotn- aði kannski eitt, — eða fleiri rör í búknum. Þá var bara hirtur næsti járnbútur, sem fannst og spelka soðin á brotið. Þegar búið er að gera svona nokkuð í langan tíma, þá fer nú ýmislegt að segja til sín, sem nærri má geta. —O— — Merkilegasta, eða öllu heldur eftirminnilegasta flugferðin frá þessum árum var þegar við hjónin fórum eins konar brúð- kaupsferð fljúgandi í TF LÓU. Ég hafði lengi haft hug á að heimsækja æskustöðvarnar í flug- vél. Fljúga alla leið austur í Skriðdal, lenda á túninu, og sýna fólkinu flugvél. Þann 9. ágúst 1939 lögðum við af stað frá Sandskeiði. Veðrið Agnar K. Hansen, Sigurður Jónsson, flugmaður og Björn Eiríksson, flugmaður. Þó mikið frjálsræði væri á þessum árum, þá voru erfiðleikarnir sízt minni. Við urðum að gera allt sjálfir. Ef eitthvað bilaði, þá urðum við að gera við það sjálfir, því flugvirkjar voru ekki til. Við Albert á Vífilsstöðum áttum TF LÓU, sem var þetta „neðanskráða loftfar", sem um gat. Lóan var alltaf að brotna meira og minna og þá var logsoðið saman ög sett bót yfir dúkinn. Vélin var nefnilega smíðuð úr nokkurskonar vatnsrörum úr járni, sem síðan var klætt yfir með dúk. Þetta bjargaðist alveg furðanlega. Einu sinni var Albert á Vífilsstöðum að lenda vélinni uppi á Sandskeiði. Honum hlekktist á og stakkst hún framyfir sig. Skrúfan rakst í jörðina og það brotnaði af blaðendanum, Nú voru góð ráð dýr. Engin skrúfa til í land- Kýrnar sóttu svo í að sleikja flugvélina, a3 það varð að girða í kringum hana. Myndin í opnunni hér að framan er tekin uppi í Borgarfirði. Sænski ljósmyndarinn Carlén lagðist á bakið á brautarendann og Björn settist eins nærri honum og hann þorði. g — VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.