Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 20
Næstum allir þekkja af eigin raun, hvernig það er að vera tauga- óstyrkur. En það er ekki víst, að hægt sé að sjá það á fólki. Það lýsir sér með innri spennu, sem kemur fram sem órói eða ótti, sem brýzt fram á ýmsan hátt. Sumir eiga erfitt með að vera kýrrir. Þeir fitla óstyrkir með höndunum, ganga fram og aftur og hreyfa sig ónauð- synlega á marga vegu. Aukist spennan verður óttatilfinningin sterkari og þá fylgir oft skjálfti, máttleysi í hnjáliðunum, þurrkur í munní, sviti og hjartsláttur. Sá, sem t. d. ætlar að tala opinberlega og er óvanur því, byrjar löngu áður að aka sér í stólnum og hreyfa fæturna meira en venjulega, hjartslátturinn eykst og hann verður þurr í munninum. Þegar hann svo kemur í ræðustólinn, getur verið að hann missi rödd- ina eða geti ekki haldið samhengi í því, sem hann ætlar að segja. Þetta er svonefndur leikskjálfti og er stundar óstyrkur eða jafnvægistruflun. En taugaspenna getur einnig komið öðru- vísi fram, og sjást þá engin ytri einkenni hennar, heldur beinist hún öll inn á við- Þá verður árangurinn höfuðverkur eða svimi, kvalir í hjarta eða maga, og aukist spennan enn að mun, getur hún orsakað hækkaðan blóðþrýsting eða magasár. Öll erum við undir venjulegum kring- umstæðum í vissu jafnvægi. Öll líkams- starfsemin stendur í réttu hlutfalli inn á við, þannig að jafnvægi ríkir í heildinni. Tökum jafn einfalt dæmi og líkamshitann. Það er sama hvort verið er úti á heitum sumardegi eða köldum vetrardegi, líkams- hitinn er alltaf í kringum 37 stig. Það gildir það sama um sálræna jafnvægið. Heilbrigður maður er venjulega í rólegu skapi, en ef eitthvað sorglegt, hneykslan- legt eða skemmtilegt kemur fyrir, verður hann hryggur, hneykslaður eða glaður. En þessi geðbrigði eru ólík, eftir því hver á í hlut. Sumir verða viti sínu fjær af sorg eða hoppa hátt í loft upp af gleði. Þá raskast jafnvægi sálarinnar mikið. Við köllum þetta fólk skapmikið, og eigum við þá við að viðkomandi hafi fjörmikið, viðkvæmt eða breytilegt skap, því að öll höfum við auðvitað jafnmikið skap, ef litið er almennt á það. Sumir eru bráðir og fljótir að skipta skapi, en aðrir eru seinir til viðbragða, eða láta sig fátt máli skipta. Öll skapbrigði hversdagslífsins eru hinar venjulegu jafnvægistruflanir, sem lýsa sér í því, að fólk verður sorgbitið og þunglynt, þreytt og uppstökkt eða í slæmu skapi. Maður er illa fyrirkallaður eða eins og sumir komast að orði — hefur farið meðn rangan fót fyrst útúr rúminu. Ef allt er eðlilegt, lagast þessar truflanir fyrr en varir og maðurinn kemst aftur í sitt venjulega skap. Margir eru óvenjulega viðkvæmir og eiga þar að auki oft erfitt með að komast í samt lag aftur. BRÁÐLYNDI OG VEIKLYNDI GETUR VERIÐ FULLKOMLEGA EÐLILEGT. Bráður maður eða viðkvæmur á oft lík skapgerðareinkenni í ættinni. Hann getur hafa eríc það frá föður sínum eða móður og er ekkert sjúklegt við það. En fólk með öra og viðkvæma skapgerð kemst frekar úr jafnvægi. Önnur orsök taugaveiklunar og jafnvægisleysis eru ófullnægðar óskir og þarfir. Sá maður, sem er metnaðargjam, en þjáist samtímis af minnimáttarkennd e. t. v. vegna strangs uppeldis, er móðgunar- gjarnari og finnst frekar vera gengið fram hjá sér en sá, sem hefur nægilegt sjálfsöryggi og ekki eins ríka metnaðarþrá. Maður með ríka kynþörf, sem hann getur ekki fengið fullnægt, verð- ur frekar fyrir vonbrigðum á því sviði en maður með litlar þarfir í þeim efnum. Líkamlegir sjúkdómar eiga oft mikinn þátt í taugaveiklun og jafn- vægisleysi. Heilahristingur, bólgur, eitranir (t. d. af alkóholi) og annað óeðlilegt álag á líkamann, geta veikt viðnámsþrótt sálarinnar. Þjáist maður af kvefi samtímis því að hafa óvenju mikið að gera og fá tæki- færi til hvíldar og svefns, getur það orsakað jafnvægistruflanir, sem eiga upptök sin í þreytu mannsins. Þreyta af ýmsu tagi er algengasta orsök geðillsku, bráðlyndis og leiðinda. GALLAR SAMFELAGSINS. Það er rétt, sem almennt er álitið, að slæmar taugar og alls konar jafnvægistruflanir stafi af ýmsum meinum nútíma þjóðfélags, hraðan- um á öllu, fjárhagsáhyggjum, hjóna- bandsvandræðum og erfiðleikum í sambandi við starfið. Því er haldið fram, að taugabilanir séu algengari nú á tímum en áður fyrr, og þó erf- itt sé að sanna það, má þó slá því föstu, að margs konar taugatruflanir eru algengari nú á dögum. Sé minnsta samfélagsheildin tekin sem dæmi, en það er heimilið og fjöl- skyldan, sem er kjölfesta hvers manns, þá verður það að segjast, að þar ríkir meiri upplausn en áður tíðkaðist. í sveitaþjóðfélagi fyrri tíma var f jölskyldan sterk heild, þar sem húsbóndinn réði öllu. Áður fyrr bjó miklu fleira fólk í sveit en í kaupstað, en nú er því hlutfalli snú- ið við og í stórum borgum verður oft erfitt fyrir einstaklinginn að þekkja sjálfan sig og sætta sig við hlutverk sitt í fjölmenninu. Vald húsbóndans er nú í höndum yfir- valdanna, sem fela það alls konar stofnunum og nefndum. Margir þjást af einmanakennd og öryggisleysi, þrátt fyrir bætt lífskjör. Flestir hafa meiri tekjur en áður tíðkaðist, elli- lífeyrir, barnalífeyrir, sjúkrasamlög og fleira gerir tilveruna öruggari og ópersónulegri. En hvers virði er all- ur heimurinn þeim, sem glatar sálu sinni? Kröfur okkar aukast með aukinni velmegun og nútímamann- eskjan lifir lífi fjöldasálarinnar, þar sem aðaldriffjöður lífsins er kapp- hlaupið um að komast áfram. Þetta verður mikið álag á taugakerfið og hefur ameríska orðið „stress“ náð fótfestu í flestum málum sem tákn fyrir þetta ástand. HVAÐ ER STRESS? Það má segja að stress sé líkam- leg og andleg spenna, sem myndast getur af ólíkum orsökum. Má þar nefna til dæmis mjög mikinn hita eða kulda, alltof þeytandi og krefj- andi vinnu, alls konar hávaða, sem tekur á taugarnar, bakteríur eða veirur, sem ráðast á líkamann, eitur, áverkar eftir slys, of miklar kröfur, sem aðrir gera til mannsins og alls konar áreynsla önnur. Viðbrögð líkamans við þessum árásum eða hótunum, eru yfirleitt svipuð. Sérstök varnarstöð tekur til starfa og hefur kanadiski vísinda maðurinn Hans Selye flokkað starf- semi hennar í þrjá flokka, sem eru: viðvörunarstigið, mótstöðustigið og þreytustigið. Viðvörunarviðbragðið örvar starfsemi vissra hluta heilans og þar myndast hormónar, efni, sem í flýti geta komið boðum um allan líkamann. Þannig kemst hann í varnarstöðu og þá byrjar mótstöðu- stigið, en með því skapast aðstaða fyrir stress að setjast að. Það má líka orða það svo, að nú sé komin spenna í líkamann og starfsemi hans. Þessi spenna getur leitt til þreytu, sem stafar af tauga- veiklun, eða annarra stress sjúk- dóma, svo sem magasárs, hækkaðs blóðþrýstings og margs fleira. Sá, sem er haldinn þessari spennu, viðheldur henni oft með kapphlaupi um frægð og frama, eða með óhóf- legum skemmtunum. Líka getur 20 — VJtKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.