Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 35
NSU-PRINZ FÁLKINN H.F. Laugavegi 24 — Reykjavík. LÍTILL, EN RÚMGÓÐUR RÖSKUR OG RAMMBYGGÐUR LEIKANDI LIPUR, STÖÐUGUR BER 5 MENN OG FARANGUR ÞÆGILEGUR OG BJARTUR SPARNEYTINN OG YANDAÐUR ÓSKABÍLL FJÖLSKYLDUNNAR KOMIÐ, O G SKOÐIÐ PRINZINN Yerð kr. 119.700.- SÖLUUMBOÐ Á AKUREYRI: LÚÐVÍK JÓNSSON & CO. hann gerði sig heimakominn og hringaði sig á ábreiðunni fyrir fram- an rúmið. Mamma læsti svefnher- bergisdyrunum, við afklæddum okk- ur í skyndi og komum okkur í rúm- ið og slökktum Ijósið. Ég fékk að sofa hjá mömmu þessa nótt; okkur leið í rauninni eins og bezt varð á kosið, mér þótti bara leiðinlegt að kisulóra mín skyldi ekki vera þarna líka með alla kettlingana sína. En mamma hló þegar ég fór þess á leit við hana að ég mætti sækja kisu, og síðan sofnaði ég. Mamma lá vakandi enn um hríð og hlustaði eftir marrinu í hjólun- um á vagni pabba. En loks sofnaði hún líka. Um miðnætfi hrökk hún upp; hafði verið að dreyma að pabbi væri kominn heim og stæði fyrir utan dyrnar. Hún reis upp við dogg og hlustaði — og það kom heim, hún heyrði fótatak úti fyrir á ver- öndinni. Hún var ekki fyllilega vöknuð, þegar hún brá sér fram úr rúminu, hljóp niður stigann og mundi ekki neitt hvers vegna hún hafði læst útidyrunum, heldur sneri lyklinum í skránni og hratt upp hurðinni. — William, kallaði hún. — William, ertu kominn ... En allt í einu rak hún upp of- boðslegt hljóð. Ég hrökk upp og stökk niður stigann, niður í eldhús- ið. Og þar stóð mamma á miðju gólfi og hafði gripið höndunum að hálsi sér, en flækingurinn stóð á þröskuldinum. Það munaði minnstu að hann fyllti út í dyrnar, svo mik- ill var hann vexti, og svo var hann fólskulegur á svipinn, að andlit hans ásótti mig í martraðardraumum mörg á eftir þetta. En allt í einu lýsti svipur hans ofsahræðslu og í sömu andrá tók hann til fótanna. Um leið þaut eitt- hvað framhjá mér, svo leifturskjótt að ég mátti ekki auga á festa; ég heyrði grimmdarlegt urr, og í sömu andrá réðist einhver formavna skepna á flakkarann, kastaði hon- um kylliflötum niður á gólfið úti á veröndinni og flaug á hann í flökt- andi bjarmanum frá skriðljósinu. Ég heyrði flækinginn æpa og öskra af hræðslu og sársauka, og loks heyrði ég mömmu kalla: — Komdu, Hvutti minn komdu Hvutti minn .. • Og þar með lauk bardaganum úti á veröndinni. Hvutti hlýddi kalli mömmu, en flækingurinn flúði laf- hræddur niður þrepin og lét nátt- myrkrið skýla sér. Ég hafði staðið grafkyrr, lamaður af skelfingu, en fékk nú máttinn aftur og hljóp í fangið á mömmu, sem vafði mig örmum og hneig svo niður á gólfið, titrandi af ekka. Ég hvíldi höfuðið við öxl henni og grét líka, en þá fann ég eitthvað svalt og rakt við vanga mér, og þegar mér varð litið upp, horfði ég inn í dökk og skær hundsaugun. Það var hundurinn, sem lagði trýnið að mér. — Sjáðu bara, mamma, sagði ég. — Hvutti hefur engu gleymt. Sjáðu bara ... nú leggur hann höfuðið í keltu þína, eins og hann gerði alltaf, þegar hann hafði hrakið einhvern í burtu. Góða, elsku mamma, get- urðu ekki náð í litla, rauða stólinn? Ég er viss um að hann hoppar upp á setuna og hringar sig þar, eins og hann var vanur ... já, ég er viss um að stóllinn er ekki of lítill fyr- ir hann . .. ELLMAN leit á okkur. -— Og þá opnaði mamma augun og virti Hvutta fyrir sér. Aldrei hef ég séð hana eins undarlega á svipinn. Hún festi á hann sjónir, eins og hún gerði sitt ýtrasta ... ekki beinlínis til að sjá, heldur öllu fremur til að stilla sjónina í samræmi við það sem hún sá. Og ég held að heimur raunveruleikans hafi riðað á grunni í vitund hennar á þessari stundu, meðan hún starði á þetta, sem gat alls ekki verið raunveruleiki, þótt hún sæi það eigin augum. — Hvutti litli ... hvíslaði hún. — Hvutti litli ... Hundurinn horfði í augu henni, og allt í einu reisti hann annað eyr- að, en hitt lafði. Svo lyfti hann höfðinu úr keltu hennar og gekk skref frá okkur. — Mamma, hvíslaði ég. — Láttu hann ekki fara. Segðu honum að hann eigi að vera hjá okkur ... Mamma reyndi að lyfta hendinni, en hún féll eins og máttvana aftur niður í kjöltu hennar. Eitt andartak nam Hvutti staðar á þröskuldinum, leit til okkar og augu okkar mættust. Og þá varð mér það einhvern veginn ljóst, að það stæði ekki í okkar valdi að halda honum hjá okkur. — Vertu sæll, Hvutti litli, kjökr- aði ég og fól andlitið við barm móð- ur minnar. Þegar ég leit upp aftur, vorum við ein. En utan úr myrkrinu heyrði ég gnýinn í vagnhjólum, og rödd pabba, sem kallaði glaðlega inn um dyrnar og spurði hvort nokkur væri heima ... + SYEFNTREYJA. Framhald af bls. 15. Lykkjurnar sem eftir eru (10) eru felldar af í einni umferð. Prjónið aðra ermi eins. Takið nú stykkin, gangið frá end- um, leggið þau síðan á þykkt stykki, nælið form þeirra út með títu- prjónum, leggið rakan klút yfir og látið þorna. Saumið treyjuna saman á öxlun- um og ermar í handvegi. Saumið með þynntu ullargarninu og aftur- sting. Takið upp fyrir hálslíningu, 22 1. á hvoru framstykki og 19 1. af þræð- inum á bakstykkinu. Prjónið 1 umf. með prj. nr. 8 og 1 umf. með prj. nr. 10. Prjónið nú 4 1. af þræðinum, fyrir útáhneppu, prjónið á prj. nr. 3V- með garðaprjóni, þar til lengjan nær. hálsmáli. Prj. eins hinum megin. Bætið nú þessum 4 1. báðum meg- in, við hálsmálið og prj. (71 1.) 4 umf. garðaprj. með prj. nr. 3’/j. Fellið af. Saumið garðaprjónuðu lengjurnar við framstykkin. Á hægri barm eru saumuð 7 lítil hnappagöt, sem mótað er fyrir með því að stinga í prjónið með blýanti. Festið hnappa á vinstri barm, gagnstætt hnappagötunum. Dragið satínbandið í opnu um- ferðina í hálslíningunni og festið það mjög vel við miðju að aftan. ★ VIKAN 22. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.