Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 45
hinum í brautunum. Sá frá Fíladelfíu, sem stóð rétt hjá Róbert sagði við hann um leið og lyftan sveiflaðist liátt yfir bratta, snæviþakta fjallshliðina: „Þú hefur verið á skíðum hér áður, er það ekki?“ „Jú, svaraði Robert, „nokkrum sinnum.“ „Hvaða braut er bezt á þessum tíma dagsins?“ spurði Fíladelfiu- maðurinn. Hann hafði þennan langdregna, flata tón þess manns- sem er skólagenginn frá Nýja-Eng- landi, sem Evrópumenn nota, þeg- ar þeir vilja eftirlíkja og henda gaman af heldri stétt Bandaríkja- manna. ' „Þær eru aRar góðar í dag“, svaraði Robert. „Hvaða hraut er það, sem öllum finnst svo góð?“ spurði Fíladelfíu- maðurinn aftur, „Keisara •— Keis- ara-eitthvað“. „Keisaragarðurinn“, svaraði Ro- bcrt. „Það. er fyrsti skorningurinn til vinstri, þegar þú ert kominn upp á toppinn". „Er hún erfið?“ spurði ungi pilturinn. „Hún er ekki fyrir byrjendur". „Þú hefur séð þennan hóp þarna“, sagði drengurinn og benti til áréttingar orðum sínum. „Held- urðu, að þeir geti farið þá braut?“ „Ja,“ sagði Robert og dró seim- inn með efasemdasvip, „það er þröngt, bratt gil, fullt af stöllum, þegar maður er hálfnaðúr, og það eru einn til tveir staðir, þar sem ráðlegt er að detta ekki, vegna þess að þá áttu á liættu að renna alla leiðina niður.“ „Við verðum að taka áhættuna," sagði sá frá Fíladelfíu. „Það verð- ur bara gott fyrir þau. StúRiur minar og drengir“, sagði hann og hækkaði röddina, „hinum liuglausu er hoRara að dvelja á toppnum og fá sér miðdegisverðarbita; hinir hugrökku skulu fylgja mér. Við ætluin að fara niður „Iveisaragarð- inn“. „Francis“, sagði ein stúlknanna, „ég held það sé fyrirfram ásetn- ingur þinn að ganga að mér dauðri i þessari ferð“. „Svo slæint er það nú ekki“, sagði Robert og brosti til stúlkunn- ar. „Heyrðu“, sagði stúRean og lvorfði full áhuga á Robert, „liefi ég ekki séð þig einhvern tíma áður?“ „í þessari skíðalyftu, sjálfsagt“, sagði Robert. „Nei“, stúlkan hristi höfuð sitt. Hún var með svartan lambsskinns- hatt, hún leit út eins og gagnfræða- skólagála, sem var að reyna að likj- ast Önnu Karenínu. „í fyrradag, einhvers staðar, getur það ekki verið?“ „Ég sá þig i Stowe“, viðurkenndi Robert, „á jólunum“. „Ó, já, það var þar“, sagði hún, „ég sá þig á skíðum. Þú ert mjög fær.“ Mac rak upp ofsalilátur af lýs- ingunni á skíðaliæfni Roberts. „Hugsaðu ekkert um hann“, sagði Robert og nant aðdáunar stúlkunnar, „hann er ruddalegur hermaður, sem er að reyna að hrjóta fjöllin til lilýðni við sig á heldur gról'legan hátt.“ „Heyrðu, mér finnst þú tala svo skringilega", sagði stúlkan, „ertu Amerikani?“ „Já, ég er það núna“, svaraði Robert, „ég fæddist í Frakklandi.“ „Ó, það útskýrir það“, sagði stúlkan, „þú ert fæddur í fjalla- héraði“. „Ég fæddist i Paris“, sagði Ro- bert. „Býrðu þar núna?“ spurði stúlkan. VIÐSKIPTAVINI vora, gamla sem nýja bjóSum vér velkomna í hið nýja aðsetur vort, að Borgartúni 1. í þessum nýju húsakynnum batnar öll aðstaða vor, til bættrar þjónustu, til mikilla muna. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? I»að cr alltaf sami lcikurinn í hénni Ynd- isfríð okkar. Ilún hefur falið örkina hans Nóa einhvcrs staðar i blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. VerÍJlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af hezta konfekti, og framleiðandinn cr auðvitað Sœlgætisgerð- in Nóio Síðast er dregið var hlaut yerðlaunin: Nafn Heimili Örkin er á bls. GRÉXA STEFÁNSDÓTTIR, Strandgötu 25B, Akureyri.' Eins og áður bjóðum vér yður allar hugsanlegar tryggingar með beztu fáanlegum kjörum. VIKAN 22. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.