Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 16
Sennilega hefur löngunin til þess að fara til hreindýraveiða búið með mér frá því ég var smástrákur, og amma mín var að segja okkur krökkunum sögur og œvintýri, jafnvel heilar skáldsögur, eins og Pilt og Stúlku, Kapitólu og Mannamuninn en þar var einmitt einhver Óli hreindýraskytta. Frásagnastil! hennar var afar lifandi; œtíð fannst manni hún vera að sejja frá atvikum sem væru, eða hún hefði séð og reynt, en ekki að endursegja sögur sem hún hafði lesið á stuttum tómstundum fyrir nærri hálfri öld austur í Hreppum. Það var fyrst sumarið 1960 sem þessi bernsku- draumur varð að veruleik, að komast á hrein- dýraveiðar til öraefanna eystra, og eins og við mátti búast; það sem er löngum ævintýri getur orðið ástríða við veruleikans kynni. Eða þannig fór fyrir okkur gömlu veiðifélögunum, Guð- mundi Bjarnasyni, og mér. Það er sagt að flest- um sé nóg að setja í einn lax til að vera ævi- langt haldinn þeirri sýki sem laxveiðidella nefn- ist, og verður því magnaðri sem meira er reynt til læloinga, og svipað hefur farið fyrir okkur. Við höfum veitt saman rjúpur og gæsir, seli og refi, silung og lax en síðan austfirzku öræfin náðu tökunum, hefur spurning sumarsins verið hvort ekki væri kleift að komast austur í ár ef vel stendur á vegna starfsins, ef leyft verður að veiða, ef veðrið gerir ekki allar torfærur að ófærum, ef, ef. ef.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.