Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 43
DÆGUR ÓTTANS. - Frh. stjórn, sem þyrði að hafa í hótun- um, gæti ef til vill gert það. En að auki þyrfti einlæga trú á Guð!“ ,,Og hver á þá að vísa veginn? Þjóðþingið eða hinar sameinuðu kirkjur Bandaríkjanna?" ,,Þú ert mjög beiskur í skapi í dag, Andy.“ „Því fer fjarri. Ég er einungis forviða á því, hvað þú ert skyndi- lega orðinn trúaður. Ég hef alltaf haldið, að þú værir örlagatrúar, en nú virðist svo sem þú sért kristinn maður.“ „Ég held að minnsta kosti, að maðurinn sé ódauðlegur,“ svaraði Dale og benti í áttina til opinnar hurðar að líkskurðarstofunni, þar sem lík annars mannsins, sem beðið hafði bana af völdum brunaslyssins, lá og beið undir hvítu laki. „Það á einnig við um þessar aumlegu líkamsleifar þarna — hvernig svo sem maðurinn hefur varið lífi sínu. Of ef maðurinn verður að glata sálu sinni til að finna hana ... Ef þú hefur gleymt því, sem þú lærðir í kristnum fræðum forðum, þá skal ég gjarna skýra þér frá því, hver er höfundur þessarar heimspeki.“ „O, ég get vitnað í Biblíuna ekki síður en þú,“ sagði Andy, og Dale undraðist, hvers vegna rödd hans hljómaði allt í einu svo gremjulega. „En hefur hún hindrað leikfélaga okkar handan Atlantshafið í að viða að sér og geyma banvæn efni? Og mun það koma í veg fyrir, að hinir hyggnu menn okkar varpi fyrstu sprengjunni, ef þeir geta ekki fund- ið betri leið úr vandanum?" „Þú ert sannarlega beiskur í lund, vinur minn. Táknar það, að þú haf- ir þrátt fyrir allt ákveðið að ganga að eiga dollaraprinsessuna þína?“ Andy gekk frá smásjánni. „Farðu til fjandans! Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um nokkurn skapaðan hlut.“ „Þá þjáist þú af kvalræði óviss- unnar — það er enn verra. Það er sama óvissa og kemur okkur til að telja hjartaslög okkar hér á jörðu — og sjá okkur um hönd í skyndi, áður en við hverfum í reykský.“ „Þú getur vel orðað þetta þannig, ef þú hefur löngun til þess,“ sagði Andy dapur í bragði. „Líklega ligg- ur þannig í málinu, að ég þoli ekki þann vinnuhraða, sem sjúkrahúsið krefst — ekki þegar frá líður. Ef til vill mundi ég bókstaflega fagna snöggum endalokum ...“ „Viltu þá ekki hugga þig með dá- litlum trúarskammti áður?“ „Þakka þér fyrir, Dale, maður getur ekki tileinkað sér trúarbrögð- in, eins og maður fær sér í nefið.“ „Nei, en ég held nú samt að trú- in —- eða trúarþörfin — leynist djúpt í sálu okkar allra.“ „Veiztu ekki, að allir læknar eru trúleysingjar — einkum þeir, sem starfa við krufningar." Dale leit aftur í átt til kyrrlátu verunnar í næsta herbergi. „Ég trúi því, að til sé æðri máttur utan sjálfs mín. Máttur, sem hefur gefið mér möguleika til að hugsa, og hefur fundið upp ástina og blásið lífs- neista í þennan vesalings dusthrauk Sjon er sögu ríkari 0M0 skilar Sjón er sögu ríkari-þér hafið aldrei séð hvitt Ifn jafn hvítt. Aldrei séð litina jafn skæra. Reynió sjálf og sannfærizt. OJVáO sparar þvottaefnið 0M0 er kröftugra en önnur þvottaefni, og þar sem þér notió minna magn, er OMO notadrýgra. Reynió sjálf og sannfaerizt! hvítasta bvottinum! X-OMO þarna. Og sama máli gegnir um þig, Andy. Annars mundir þú aldrei hafa ákveðið að framkvæma hjarta- aðgerðina klukkan fimm í dag.“ „Ég skil ekki, hvað þú átt við.“ „Samkvæmt starfsreglunum áttu að vera laus klukkan fimm ■— og þar sem þú átt að minnsta kosti viku eftirvinnu að baki, hefur þú fullkomna heimild til að taka þér frí og njóta þess — ég á við utan sjúkrahússins, þar sem þú getur skemmt þér með hinum ríka erf- ingja. Þess í stað verður þú um kyrrt hér og heldur áfram að strita með okkur hinum. Á ég að segja þér, hvernig í þessu liggur?" „Hvernig ættir þú að geta það — þegar ég veit það ekki einu sinni sjálfur?" „Vitanlega veiztu það! Þú verður hér um kyrrt í kvöld, af því að þú treystir á æðri máttarvöld innst inni.“ „Farðu til fjandans!“ „Þú varst búinn að segja það einu sinni áður,“ svaraði Dale mildri röddu. „Þá hefur líka verið ærin ástæða til þess,“ svaraði Andy — og gekk hröðum skrefum út úr rannsókna- stofunni. Dale Easton brosti, þegar hurðir. féll að stöfum. Andy hafði sagt honum allt, sem hann langaði til að fræðast um. Framhald í næsta blaði. Hvers vegna bila taugarnar? Framhald af bls. 21. Hann er hættur að borða reglulega og suma daga borðar hann sama sem ekki neitt, en drekkur þá þess meira. Hendur hans eru byrjaðar að titra, en það tekur hann nærri sér. Hann sefur orðið mjög illa. Eftir að hafa neytt mikils áfengis að kvöldi, sofnar hann stundum mjög fast, en vaknar þá eftir nokkra klukkutíma og líður þá illa, er hræddur og sveittur. Hann fær oft martröð og eina nóttina vaknar hann mjög óttasleginn. Honum finnst hann hafa heyrt einhvern hávaða í íbúðinni, en konan hans hefur ekki heyrt neitt. Þetta end- urtekur sig, en eina nóttina kemur annað til. Honum finnst að her- bergið hafi fyllzt af rottum, kanín- um og fuglum, sem hlaupa og fljúga um allt herbergið. Nú er hann bú- inn að fá delerium, sem er skyndi- legur geðsjúkdómur. Hann er flutt- ur á sjúkrahús þar sem hann fær rétta meðferð, og eftir viku er hon- um batnað. En taugarnar eru jafn slæmar og áður og það er ekki fyrr en eftir nokkrar vikur, að honum líður það vel, að hann geti unnið fullan vinnudag. Þetta er nú í stórum dráttum sag- an af venjulegri taugatruflun, sem þróaðist upp í viðvarandi sjúkdóm VIKAN 22. tbl. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.