Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 46
„Ég bý í New York“, sagSi Ro- bert. „Ertu giftur?“ spurði hún spennt. „Barbara", sagði Fíladelfíumað- urinn, „reyndu að haga þér til- hlýðilega“. „Ég spurði manninn bara ein- faldrar, vingjarnlegrar spurning- ar“, sagði stúlkan. „Hafið þér nokkuð á móti því, Monsieur?“ „Alls ekki“. „Ertu þá giftur?“ „Já“, svaraði Robert. „Hann á þrjú börn“, bætti Mac hjálpsamur við. „Sá elzti ætlar að reyna við forsetastólinn við næstu kosningar.“ „Ó, ekki var það nú amalegt“, sagði stúlkan. „Ég setti mér tak- mark i þessari ferð. Ég ætlaði mér að bitta ógiftan Fransmann“. „Þú hefur það áreiðanlega af“, sagði Robert. „Þrjú börn“, sagði stúlkan, „bjálpi mér, hvað ertu annars gamall?“ „Þrjátíu og níu ára“, sagði Ro- bert. „Hvar er konan þín núna?“ spurði stúlkan. „í New York. „Ófrísk“, sagði Mac enn hjálp- samari en fyrr. „Og hún leyfir þér að fara og vera á sldðum svona aleinn?“ spurði stúlkan tortryggnislega. „Já“, svaraði Robert. „Ef satt bezt skal segja, er ég í Evrópu í verzlunarerindum, en ég laumað- ist burtu í tíu daga fri“. „Hvaða verzlunarerindum ertu í?“ „Ég er demantasali“, svaraði Robert. „Ég kaupi og sel demanta“. „Þetta er einmitt maðurinn, sem ég vildi bitta“, sagði stúlkan, „ein- hver í demöntúm, en ógiftur“. „Barbara,“ sagði Fíladelfiu mað- urinn. „Reyndu að láta eins og þú sért dama“. „Ef ekki er hægt að tala einlæg- lega við amerískan samferða- mann“, sagði stúlkan, „við hvern er þá hægt að tala einlæglega?“ Hún leit út um margfalt gler skíða- lyftunnar. „Æi, finnst þér þetta ekki vera ógurlegt fjall? Ég er að farast úr hræðslu“. Hún sneri sér aftur að Robert og virti hann fyrir sér. „Þú líkist sannarlega Frans- manni,“ sagði hún, „afskaplega fágaður og kurteis. Ertu nú alveg viss um að þú sért giftur?“ „Barbara“, sagði sá frá Fíla- delfíu aumkunarlega. Robert hló og Mac og hinir Ameríkanarnir lilógu og stúlkan hló einnig undir lambsskinnshatt- inum sínum. Hún skemmti sér yfir sínuin egin bröndurum og var á- nægð með undirtektirnar sem hún fékk. Hinir í lyftunni, sem ekki skildu ensku brostu vingjarnlega og voru ánægðir, jafnvel þó þeir væru ekki með á nótunum, af þess- ari ungæðislegu kátínu. Þá heyrði Robert rödd gegnum hláturinn, fulla af iskaldri fyrir- litningu: „Sjáið þessi heimskulegu, amerísku andlit. Og þetta fólk hef- ur fengið þá flugu í höfuðið, að það sé útvalið til að stjórna lieim- inum.“ Robert hafði lært þýzku sem barn af afa sínum og ömmu i Els- ass, og liann skildi það sem sagt hafði verið, en þvingaði sig til að snúa ekki við til að sjá, hver hefði sagt þetta. Skapofsaár lians voru liðin, hann reyndi að telja sjálfum sér trú um að enginn annar i lyftunni hefði lieyrt þetta né skil- ið. Hann ætlaði ekki að verða til þess að þau kæmust að raun um það. Hann var hér til að skemmta sér og hann var ekki í bardaga- ham né vildi flækja Mac og hitt unga fólkið inn i þetta. Fyrir löngu hafði liann lært að loka eyrunum, þegar eitthvað líkt þessu var sagt, og það sem verra var, ef þýzkan þorpara langaði til að segja: „Litið á þessi heimsku, amerísku andlit. Og þetta fólk heldur að það sé útvalið til að stjórna heiminum" breytti það mjög litlu og fullþroska maður leiddi það lijá sér ef hann gat. Svo hann leit ekki við til að sjá hver hefði sagt þetta, þvi að hann vissi, ef hann gerði það og sæi hver það hefði verið, myndi liann ekki verða fær um að stilla sig eða segja og gera það sem hann vildi. Á þennan hátt, meðan hann vissi ekki hver röddin var, var hann fær um að leiða það hjá sér ásamt mörgu öðru, sem hann hafði heyrt Þjóðverjana segja. Hann átti erfitt með að líta ekki við og liann lokaði .augunum reið- ur sjálfum sér fyrir að truflast svona af illkvittnislegu slúðri. Þetta höfðu verið dásamlegir frí- dagar fram til þessa og það væri kjánalegt að láta eyðileggja þá fyr- ir sér, jafnvel lítillega, af ein- hverri rödd i þvögu. Ef maður fer á skíði i Sviss, hugsaði Robert, má alltaf búast við að hitta Þjóðverja. En á liverju ári fjölgaði þeim, þrekvöxnum og fyrirferðarmiklum mönnum og fýlulegum konum með þessum tortryggnissvip, sem ein- kennir fólk, sem heldur .alltaf að einhverjir ætli að lítillækkaþ'að eða svindla á því. Þýzku mennirnir og konurnar tróðust allt of mikið i lyftunum, það var eins og þannig kæmi fram einhver ópersónuleg eigingirni eða leiðindaýtni þeirra. Þegar þeir voru á skíðum voru lireyfingar þeirra allar eitthvað óþýðlegar, eins og þeir væru alltaf undir heraga. Á kvöldin, þegar þeir sátu við bjórdrykkju og skemmtu sér og slöppuðu af eftir daginn voru þeir næstum þvi enn meir ójiolandi en á daginn. Þarna sátu jieir rauðir i framan og æstir af bjórdrykkjunni, rekandi upp hlátraöskur af og til og öskrandi stúdentadrykkjusöngva. Robert hafði aldrei heyrt þá syngja söng- inn um Horst Wessel, en hann hafði veitt því eftirtekt, að þeir voru löngu hættir að látast vera Svisslendingar eða Austurríkis- menn, þeir viðurkenndu ekki held- ur að þeir væru fæddir i Elsass. Einhvern veginn tókst Þjóðverjun- um að gera skíðaiþróttina, sem er sérstaklega háð einstaklingnum og létt iþrótt og mikil æfing i mjúkum hreyfingum, að hópæfingu. Nokkr- um sinnum, þegar traðkað hafði verið á honum i skíðalyftupall- inum hafði hann látið gremju sína i ljós við Mac, en Mac, sem var langt frá því að vera nokkur asni, þótt það væri galsi í honum oft, sagði við Robert: „Eina ráðið er að láta þá algerlega vera, góður- inn. Það er bara þegar þeir hafa safnað sér saman í hópa sem þeir fara í taugarnar á þér. Ég liefi ver- ið í Þýzkalandi í þrjú ár og ég hefi liitt fullt af góðum strákum þar og stelpum". Robert viðurkenndi að Mac hefði líklega rétt fyrir sér. Innst inni vildi liann trúa að Mac hefði rétt fyrir sér. Hann hafði haft mjög mikið af Þjóðverjum að segja með- an á striðinu stóð, þannig að lion um fannst V-E dagurinn vera frelsisdagur sinn, eins konar út- skrifun úr skóla, þar sem liann hafði verið neyddur til að eyða löngum árum i að leysa eitt einasta, þreytandi, sársaukafullt vandamál. Hann hafði neytt sig til að trúa, að ósigurinn hefði snúið Þjóðverj- um til skynseminnar. Samfara léttiskenndinni að eiga ekki lengur á hættu að vera drepinn af Þjóð- verjum fór nú léttiskennd yfir hann að þurfa ekki lengur að hugsa um þá. Eftir striðið hafði liann liaft trú á stofnun eðlilegra sambanda við þá þýzku eins fljótt og liægt var, sem bæði var skynsamlegt stjórnmálalega séð og einnig frá mannlegu sjónarmiði. Hann drakk þýzkan bjór og keypti sér jafnvel Volkswagen, jafnvel þótt hann hefði ekki verið með þvi að láta þýzka hernum kjarnorkuvopn í té. í viðskiptasamböndum sinum liafði hann svolítil afskipti af Þjóðverj- um. Það var aðeins hérna i Grau- biinden þorpinu, þar sem þeim fjölgaði ár frá ári, að Þjóðverjarn- ir höfðu liaft truflandi áhrif á hann. En honum þótti mjög vænt um þetta þorp og tilhugsunin um að hætta þessum árlegu frium sin- um þarna vegna þess, hversu mjög var farið að bera á fólki frá Dússeldorf og Munich var honum mjög á móti skapi. E. t. v. mundi hann fara að koma á öðrum tím- um, i janúar í stað febrúar. Seinni hluta febrúar eða fyrri liluta marz, þegar sólin var heitari og skein þar til klukkan sex á kvöldin, var tími Þjóðverjanna. Þeir voru vit- lausir í sólina; alls staðar um fjallabrekkurnar var hægt að sjá þá bera niður áð mitti, sitjandi á steinum, étandi úr matarpökkum sínum, gráðugt sogandi að sér hvern sólargeisla. Það var líkast því, að þeir kæmu frá landi, þar sem aldrei sæi til sólar og allt væri þakið þoku, eins og á stjörn- unni Venusi, og yrðu að sjúga í Nivea lnnlheldur Eucerit — efnl skylt húðUtunm — frá þvi stafa hin góðu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núið Nivea á andlitið a« kveldi: Þá verður morgunraksturinn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látið NIVEA fuUkomna raksturinn. *!ív«4 V — VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.