Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 28

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 28
V 1 Hún gekk að handlauginni og sneri baki við honum, þegar hún svaraði: „Þú hefur getið þér til um sitt af hverju varðandi mig og til- finningar mínar, Andy. Leyfist mér nú að geta aðeins einu sinni, að því er þig varðar?" „Ég held, að þú ættir ekki að gera það. Þá átt á hættu, að þú hæfir sjálfa þig ...“ „Þú hefur ekki borið upp bón- orðið við hana enn. Ekki í alvöru.“ Vitanlega hef ég ekki gert það, hugsaði hann gramur. Það var Pat- ricia, sem spurði, hvort við ættum að ganga í hjónaband. Frá upphafi hefur það verið hún, sem sótti á mig. En upphátt svaraði hann ein- ungis: „Trúlofun okkar mun verða opinberuð, jafnskjótt og Patricia óskar þess.“ „Jæja, þá sendi ég Timmie bréfið daginn þann, sem ég les um trúlof- unina í blöðunum.“ Júlía sneri sér frá handlauginni og þerraði sér um hendurnar. Hann horfði með aðdáun á öruggar, ró- legar hreyfingar hennar. Einungis skurðstofuhjúkrunarkona getur gert svo mikið með svona fáum, óþörf- um hreyfingum, hugsaði hann. Og einungis sú kona, sem maður fellir hug til, getur komið beina leið úr uppþvotti og fengið hjarta manns til að taka viðbragð. „Er þetta hótun, Júlía — eða við- skipti?" „Þú getur gefið því það nafn, sem þig langar til,“ svaraði hún. „En þar til ég hef lesið um trúlofun þína í blöðunum, geri ég ráð fyrir, að þú tilheyrir okkur — mér og Timmie. Ekki henni! Og komdu nú ekki aftur og segðu, að ég geri mér of háar hugmyndir um þig — því að ég vil ekki hlusta á þvílíkan þvætting.“ Hún gekk hvatlega til dyra. „Ég verð að fara og athuga verkfærin — ef þú óskar þá eftir því, að ég aðstoði þig, eins og um var talað.“ Það mun ég alltaf gera, hugsaði hann með sjálfum sér — og lét hana vfirgefa vígvöllinn, hnarreista og glæsilega. Dæmalaust var gott að sitja þarna aleinn — þetta yrði vafalaust síðasta rólega andartakið, sem hann fengi að njóta, þar til vinnudagur væri á enda. Þegar hann gekk inn í skurðstof- una t'u mínútum síðar, var hann alveg óþreyttur og öruggur. Lækna- vísindin eru sannarlega blessuð huggun fyrir okkur flónin, sem kunnum ekki að koma reglu á ævi okkar, hugsaði hann. JACKIE svaf vært vegna áhrif- anna af sprautunni, sem honum hafði verið gefin til undirbúnings svæfingarinnar vegna skurðaðgerð- arinnar. Andy fór í huganum yfir alla sjúkdómsmyndina og tók eftir því, hvernig háttbundin hrynjandi sjúkrahússins náði ósjálfrátt tökum á honum, meðan aðstoðarmenn hans skipuðu sér umhverfis hann, reiðu- búnir til að leggja til atlögu við þetta innsta virki lífsins. Menn gera í rauninn of mikið úr hjartaaðgerðum, hugsaði hann. í raun réttri. er hjartað seig og hug- vitssamlega smíðuð vél — oft sterk- ari en sá vesalings líkami, sem það heldur lífi í. Það var ekki hinum litla sjúklingi hans að kenna, að eitthvað hafði farið öðru vísi en ætlað var mörgum mánuðum áður en hann var í heiminn borinn ■— ef til vill á sama andartaki og hann var getinn. Þrátt fyrir miklar framfarir vís- indanna gat enginn gefið skýringu á því, hvers vegna lítill drengur eins og Jackie hafði ekki verið bú- inn eðlilegri og heilbrigðri blóðrás. í rauninn var hjartað með tveim framhólfum sínum og sleglunum tveim kraftaverk út af fyrir sig: Hægri hólfin tóku við súrefnis- snauðu blóði, sem barst um bláæð- arnar frá líkamanum, en vinstri hólfin tóku við súrefnisríku blóði frá lungunum og sendu það með sterkum slögum út um slagæðarnar til hverrar sellu í líkama mannsins. En hvers vegna hafði Jackie verið svikinn um þetta kraftaverk? Skilrúmið milli hjartahólfa hans hafði aldrei þroskazt eðlilega, og slagæðin sem lá frá hægra hjarta- hólfi til lungnanna, var samanherpt, svo að um hana komst aðeins ör- lítill blóðstraumur. Þetta hafði ver- ið Jackie til trafala alla hans skömmu ævi, svo að hann hafði hvorki getað leikið sér né reynt á sig á annan hátt, án þess að nota samstundis allan súrefnisforða sinn. Hann hafði svo að segja lifað öll- um stundum á þröskuldinum milli l:fs og dauða. Þar til fyrir skemmstu hafði engin von verið til fyrir börn eins og Ja^kie; flestir hjartasjúklingar urðu aðeins tveggja eða þriggja ára gamlir, og ef þeim varð lengra lífs auðið, urðu þeir venjulega að lúta í lægra haldi fyrir einhverjum til- FRAMHALDSSAGA EFTIR FRANK G. SLAUGHTER 10. HLUTI SÍCILDAR MEÐ MYNDUM FÁST í NÆSTU YERZLUN. Hann horfði með aðdáun á öruggar, rólegar hreyfingar hennar. Einungis skurðstofuhjúkrunar- kona getur gert svo mikið með svona fáum, óþörfum hreyfingum, hugsaði hann. 2g — VIKAN a. tWL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.