Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 3
I ÞESSARI VIKU i Útgefandi Kíilmir li. t. Eltstjóri: ( Gísii Sigcf-ðsson (áfcm.). Auglýsingastjóri: Jóna SigurjónsdóUÍE'. Blaðaraenn: Guðmvinclur Karisson og Sigurður KreiSar. ÍHlitsteikning: Snorri FriSriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320. 35321, 35322, 35323. Pósthólí 149. Afgreiósla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavogi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð i lausasölu kr. 20. Áskriftarverð er 250 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h. f. Mynda- í NÆSTA BLAÐI HVAÐ Á AÐ GERA í SUMAR? Vikan bendir á ýmislegt til gagns og gamans fyrir sumarfríið. FÓLKIÐ OG LÍFIÐ í CHELSEA. — Kristmann Guðmundsson, rithöfundur, skrifar um Chelsea, sem er listamanna- hverfi í London. MEÐ BLÁ AUGU OG HVlT AUGNA- HÁR. Niðurlag smásögu eftir Irwin Shaw. Fyrri hlutinn er í þessu blaði. UNGT FÓLK Á UPPLEIÐ. Kjartan Sveinsson, byggingartæknifræðingur, hefur afkastað miklu verki, þrátt fyrir ungan aldur. Grein og myndir. FARÐU GÆTILEGA, FRÚ MÍN GÓÐ. Spennandi og skemmtileg smásaga eftir Inge Schee. EIGINMAÐUR í ELDHÚS VERKUM. Húmor í miðri viku eftir G.K. VERÐLAUNAGETRAUN VIKUNNAR. Frjálst val um Volkswagen eða Land- Rover. — 7. hluti. Framhaldssögurnar — Miðglugginn og Dægur óttans. — Bílaprófun og tækni. FLJÚGÐU NÚ BÆÐI LÁGT OG HÆGT sagði gamla konan við Björn Pálsson flugmann, þegar hann var á sinni brúðkaupsreisu, auðvitað fljúgandi. Jónas Guðmundsson skrifar um fyrstu flugár Björn Pálssonar og aðstöðuna til flugs á íslandi á þeim dögum. MEÐ BLÁ AUGU, LJÓS AUGNAHÁR. Hann var á skíðum í Sviss, þegar hann rakst aftur á mann, sem fyrir mörgum árum sýndi honum kaldrifjað banatilræði. Öll þessi ár hafði hann þráð stund hefndar- innar. En mennirnir þurfa ekki alltaf að hefna síns sjálfir. Skemmtileg og spennandi smásaga. KYÖLDSTEIKIN í DAUÐAFÆRI. Á þeim tíma árs, sem leyfilegt er að fækka hreindýrum á íslandi, fer margur á kreik til þess að ná sér í gómsætt hreindýrakjöt og falleg horn. Einn þeirra manna, sem slíka ferð fór á síðasta hausti er Egill Jónasson frá Stardal á Kjalarnesi, og segir hann nú ferðasöguna. HYERS YEGNA BILA TAUGARNAR? Þótt fólk sé hraustbyggt og sýnist vera rólynt, getur Jiað verið taugabilað. Orsökin er venjulega kapphlaupið um betri lífskjör. Nýjar kröfur kalla á aukna áreynslu, og einn góðan vcðurðag brestur þrekið. CflDCÍD A &| hafið rétt fyrir ykkur; þetta er Bjöm Pálsson, flug- I Vlly 111 §\ p| maður. Ljósmyndarinn okkar, Kristján Magnússon, tók þessa mynd af honum rétt um það leyti, sem hann fékk nýju Lóuna sína, svo það er ekki neitt undarlegt, að Björn er vonglaður á svipinn. Gamla vélin verður að sjálfsögðu í förum áfram. Litlu myndirnar eru af flugvélum Björns og sú neðri er af Agli Stardal með feng sinn, en hann skrifar um hreindýraveiðar í blaðið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.