Vikan


Vikan - 12.09.1963, Page 10

Vikan - 12.09.1963, Page 10
Fólk á|; fförnum < Síðari hluta júlímánaðar óku blaðamaður og ljósmyndari Vik- unnar fram á þennan bíl, þar sem hann stóð — eins og sjá má — nokk- urn veginn upp á endann 70—80 metra utan vegar austur í Skaftár- tungum. Ökumaðurinn svaf í aftur- sætinu. Honum sagðist svo frá, að hann hefði verið þarna á ferli um nóttina, orðinn syfjað- ur, og ók út fyrir veginn til þess að leita sér að stað, þar sem hann gæti sofið í friði. Vonandi hef- ur honum orðið næðissamt i gjót- unni; hann virtist að minnsta kosti vera allsæmilega út sofinn, þegar hann fannst. í sumar var Vikumaður á ferð norður á Tjörnesi, þar sem þessi bíll stóð utan vegar og hafði greinilega endastungizt á mikilli ferð. í b'lnum var enginn — hvorki sofandi né vakandi. Það er ótrúlega mikið um það, að skemmtiferðir úti um landið endi með því, að bílarnir fara annað hvort upp á endann eða upp í loft, og sjaldnast er neinu um að kenna öðru en ökumanninum sjálfum. Þótt sumarferðatímanum sé nú lok- ið á þesTu ári, er rétt að athuga þess- ar tvær myndir og festá þær sér vel í minni, því til þess eru vítin að varast þau. « < Hann kemur sennilega oftar til Akureyrar en nokkur annar, ef frá eru taldir b'lstjórarnir hjá Norðurleiðum og flugmennirnir hjá Flug- félagi íslands. Enda er maðurinn uppalinn á Akureyri. Faðir hans, Sigurður Guðmundsson var skólameistari við menntaskclann bar. Jú, þetta er hann örlygur, listmálari, rithöfúndur, húmoristi 03 selskaps- maður. Það er aldrei logn í kringum hann örlyg, enda er maður- inn málgefinn. En það gerir ekkert til, hann er svo orðheppinn og skemmtilegur. — Þessa rissmynd gerði Ragnar Lár. um daginn, en þarna er Örlygur stadd- ur í nýja Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri. Hjá Skútustöðum í Mý- vatnssveit hittum við þessa tvo menn — á förn- um vegi. Þetta eru þeir Ásgeir Norðdahl, ráðs- maður á vinnuheimilinu Reykjalundi (með hattinn) og Þráinn Þórisson, skóla- stjóri á Skútustöðum og söngvari. Ásgeir var þarna staddur í sumarfríi sínu, og greip Þráinn tækifærið til þess að fá hann til þess að reisa með sér snúru- staura. Og nú eru staur- arnir komnir upp, svo að Fkindum blaktir ilmandi þvottur á snúrum við Skútustaði um þetta leyti [> (ef ekki verður komin rigning fyrir norðan). A Hér áður fyr, þótti enginn vinnumaður með mönnum, nema hann ætti hest. Ennþá er þetta svipað, en munurinn sá, að nú er bifreiðin komin í stað hestsins, en gegnir vissulega sama hlutverki. Einn þeirra manna sem hafa tekið bifreiðina framyfir hestinn er vinnumaðurinn á Gautlöndum í Mývatnssveit. Hér sjáið þið svo Mannsa með fólksvagninn sinn. Við náðum þessari mynd af honum er hann skrapp til Skútustaða einn góðviðrisdaginn í sumar. Og á förnum vegi á síldar- plássunum finnum við svona myndir. Þegar komið er í hús í bæjunum eða bæi í sveit- unum, tefst myndataka alltaf um stund, meðan heimafólk- ið er að greiða sér og snurfusa, en á síldarplássunum lætur fólkið sér fátt um ljósmynd- ara. Þar skiptir engu máli, þótt hægri lokkurinn sé kom- inn yfir til vinstri, það er síld- in sem öllu máli skiptir. [> Myndin þarfnast ekki náinnar útskýringar, en þetta eru þeir „félagarnir" Sonny Liston og Floyd Pattersson. Varla þarf að taka fram hvor er hvað, en myndin er tekin þegar þeir hittust síðast, eða réttara sagt, þegar Sonny hitti Floyd. 10 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.