Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 20.08.1964, Qupperneq 13

Vikan - 20.08.1964, Qupperneq 13
anum og margsinnis var ég viss um, að jeppinn með kerruna kæmist ekki þessa leið, a.m.k. ekki fram og til baka. En drengurinn, sem oftast ók jeppanum, var slíkur snilldar ökumað- ur, að leitun er ó öðrum betri, og hann fór allt með sína kerru, sem hin- ir fóru lausbeizlaðir. En það hefðu ekki allir farið í för- in hans. Mér fannst stöðugt vera að kólna úti. Eg þóttist fara allvel klæddur af stað, þótt ég væri ekki í stórúlpu, en sannreyndi það einu sinni enn, að ég kann mig ekki í góðu veðri að heim- an búa. Og verst var það með vettl- ingana. Eg er handkaldur í verunni, og gæti þess venjulega að hafa vettlinga. Og ég man, að ég só vettling einhvers staðar í dót- inu mínu, óður en ég lagði af bóla tjaldið niður og bera ó það nægi- legt grjót, og þó var okkur orðið svo hlýtt af baksinu, að heilinn var aftur kominn i samband. En við þurfum að éta, en það þurfa Þingeyingar ekki nema með höppum og glöppum, a.m.k. voru þeir óðara roknir burtu, þegar þeir höfðu reist tjöld sin. Að lokum vorum við aðeins eftir fjórir, Vikumenn tveir og svo Eyþór og Hróar, sem höfðu beðið eftir okkur. Mér þótti eiginlega hart, að ekki skyldi vera haft meira samflot, úr því þetta var nú einu sinni hópferð, svo ég hugðist nó mér niðri á Þingeyingum með því að stela vettlingum, ef ég fyndi þá einhvers staðar. Eg stakk mér inn í Húsavíkur- jeppann, — og viti menn — þar fann ég þessa indælu belgvettlinga með tveimur þumlum! Með handklæðið mitt fyrir trefil, og Framliald á bls. 28. VIKAN 34. tbl. — stað, en síðan hefur ekki til hans spurzt. Loks varð ekki lengra komizt í bílum. Við stönzuðum á meldragi undir melhól, og það voru melar allt í kring. Heldur óyndislegur tjaldstaður. Samt var ekki um annað að ræða en að tjalda, dragið var þó heldur í skjóli og annað betra tjald- stæði ekki að fá í nágrenninu, nema kannski með því að bera allt sitt hafur- task svo og svo langt. Mannskapurinn var heldur krympuleg- ur, að undanteknum fáeinum hetjum, sem hvorki bítur eldur eða kuldi. Fáir létu þó veðrið minna á sig fá en Eyþór grasa- maður. Hann er Ijómandi ferðafélagi, alltaf léttur og kátur og sér bjartar hlið- ar á öliu, jafnvel í brúnamyrkri. Hann hafði komið þarna einu sinni áður, og varð þá að flýja undan snjó og hríð án þess að koma fram erindi sínu, og kall- aði það ekki ömmu sína, þótt dálítið gustaði um hann nú. Hann sneri sér há- syngjandi að því að grýta niður tjaldið sitt og moka upp á brúnirnar. Það var gott að fá heitt kaffi, þegcir kalt var úti. ÞaS var oft fjölmennt og kátt í tjaldi Vikumanna, þar sem log- aði seint og snemma á gastækinu hvort sem var .... •O' Við Vikumenn fórum að dæmi hans, en vorum ekki með hýrari há en svo, að við höfum báðir steingieymt því, hvernig á að tjalda. Við byrjuðum á því að setja upp súlurnar og festa niður toppstögin, með þeim árangri, að allt ætlaði hvað eftir annað að fjúka út úr höndunum á okkur. Að lokum höfðum við þó af að Við sæluhús Ferðafélags Akureyr- ar í Herðubreiðarlindum. Herðubreið gnæfir á bak við, hrein og tíguleg. Ú Heimasæturnar frá Svartárkoti og Víðikeri voru hvergi bangnar, og stóðu karlmönnum (a. m. k. sumum) full- komlega á sporði.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.