Vikan - 20.08.1964, Side 18
Sfeinsfyttan hans Manoiis
leita skjóls í. Hvað átti hann að gera? Hann
átti ekki annars kost en að ganga á hið tak-
markaða skotsilfur, sem hann hafði meðferðis.
Götusali einn vlsaði honum til vegar að
smáhýsi einu við rætur Akrópólis. Þar bjuggu
rosknar systur, sem leigðu honum húsaskjól gegn
vægu gjaldi. Hjá þeim átti hann fyrir höndum
að vera I meira en ár.
Manólis eyddi dögunum í endalausar göngu-
ferðir um gangstéttirnar í Plaka. Hvergi sá hann
andlit sem hann þóttist geta treyst. Hann varð
smám saman altekinn þeirri hugmynd, að jafn-
skjótt og hann sýndi einhverjum kaupmanninum
kúkluna, myndi sá hinn sami reyna að hafa hana
af honum fyrir einn tíunda eða einn hundraðasta
hluta sannvirðis.Og hvernig átti hann, einfaldur
og óreyndur sveitadrengur að geta prúttað um
verðið, þegar hann hafði ekki hugmynd um
hvað hann gæti fengið fyrir myndina?
Og ef hann sýndi einhverjum myndina og
neitaði tilboði hans, gæti sá hinn sami hefnt
sín á honum með því að framselja hann lög-
reglunni.
Þegar peningar hans voru nærri gengnir til
þurrðar, sá hann að ekki þýddi að hika lengur.
Hann valdi úr eina búðina og skoðaði sýningar-
gluggann í von um að sjá eitthvað, sem hann
gæti spurt um verðið á — til að hafa einhverja
átyllu. í þessum tilgangi valdi hann litla, reyk-
sverta helgimynd af Sánkti Nikulási.
Eitt af því fyrsta, sem hann sá er hann kom
inn í búðina, var stytta ekki með öllu ólík
hans eigin. En jafnvel hann gerði sér strax Ijóst
að hún var ekki viðlíka eins mikið listaverk.
Hann tók hana upp og virti hana fyrir sér.
— Þetta er allra þokkalegasti smáhlutur,
lagði eigandi búðarinnar til málanna. — Að
vísu ekki mjög gömul, annars væri hún ekki
hér. Hann nefndi hina klassísku frummynd, sem
styttan hafði verið gerð eftir.
— Og verðið?
Dimitri gamla nefndi upphæð sem fékk Man-
ólis til að grípa andann á lofti. Hversu mikils
virði myndi þá hans eigin kúkla vera, hún sem
var ekta?
— Hve mikið borgaðirðu bóndanum, sem
fann hana? spurði hann og þóttist sína mikla
kænsku.
— Ég kaupi ekki verðlaust rusl af bændum,
svaraði gamli maðurinn stygglega. — Þessa
hérna fékk ég á uppboði á fyrsta flokks hóteli.
En svo breytti hann skyndilega um tón og
lymskuglampi kom ( augun. Ungi maðurinn
hafði sagt „fann hana". Aldrei var það úti-
lokað að einhver bóndinn kæmi einn góðan
veðurdag blaðskellandi með verðmætar forn-
minjar. — Hefur þú eitthvað til sölu? spurði
hann. Án þess að bíða eftir svari benti hann
Manólis á stól, kallaði á dreng, sem var að
sópa bakherbergið, og bað hann hlaupa út
eftir kaffi fyrir tvo.
Manólis fór að verða órólegur, því nú vissi
hann að stórfelld viðskipti fóru í hönd. Þeir
settust, og eins og til var ætlazt, sagði Manólis
gamla manninum hver hann væri og hvaðan,
og hvað hann væri að gera í Aþenu. Hann
sagði auðvitað ekki allan sannleikann.
Þegar hann hafði lokið máli sínu, leit forn-
salinn undirfurðulega á hann. — Þá komstu
ekki hingað til að kaupa kúkluna þá arna?
— Nei, frændi sæll.
— Þú hefur þá kannski eitthvað til 5Ölu?
Manólis hugsaði sig um. í þeirri svipan sá
hann Dimitri kreppa hnefann græðgislega og
fann þá skyndilega að h'ann gæti ekki treyst
honum.
— Nei frændi sæll, ég hef ekkert til sölu,
svaraði hann. — Ég var að hugsa um að kaupa
helgimyndina af Sánkti Nikulási, sem stendur
þarna í glugganum, en nú efast ég um að ég
hafi efni á því.
Vinsemd Dimitris var nú mjög á förum. Hann
gekk að glugganum og sótti helgimyndina. Svo
hófst prúttið, sem tók óralangan tíma. Manólis
fann, að hann var kominn í klípu, sem hann
gæti ekki dregið sig út úr án þees að missa and-
litið. Þetta endaði með því að hann keypti helgi-
myndina fyrir fjörutíu drökmur, helming þeirra
peninga er hann átti eftir. Svo gekk hann út úr
búðinni með Sánkti Nikulás undir hendinni,
öskureiður við sjálfan sig.
— Hún er frá sjálfum hinum helgu munkum
á Aþosfjalli, kallaði Dimitri á eftir honum.
Jafnvel það var honum lítil huggun.
Þannig lauk tilraunum Manólis til að selja
kúkluna, að minnsta kosti í bráðina. Hann bauð
helgimyndina af Sánkti Nikulási hvarvetna til
sölu, í von um að hagnast á henni, en til einskis.
Að tveimur—þremur dögum liðnum ákvað hann
að reyna fyrir sér lengra í burtu. Hann fór til
Píreus, en varð ekki heppnari þar.
Örvona gekk hann niður að höfninni og
horfði á bátana, sem verið var að losa. Það var
alltaf gaman að sitja í sólskininu og horfa á
aðra vinna, hugsaði hann dálítið angurvær.
Hann minntist fyrri tíma, sem nú virtust svo
löngu liðnir, þorpsins síns og Evfrósýnu Efstra-
tíú . . .
— Halló, þú þarna!
Hann hrökk til baka inn í nútíðina við köll
lítils, gamals manns, sem veifaði í áttina til
hans. Hann var að líta eftir flutningi á fyrir-
ferðarmiklum kassa, sem tveir sterklegir náung-
ar strituðu við að færa úr stað.
— Réttu okkur hönd, sagði sá gamli, — þú
ert sterkur að sjá.
Manólis spurði hvað hann fengi fyrir. Þókn-
unin var mjög lág, en hann var ekki í aðstöðu
til að forsmá fáeinar drökmur. Hann lagði helgi-
myndina frá sér og fór að hjálpa mönnunum
með kassann.
Manólis vann allan daginn, fékk laun sín
greidd um leið og aðrir verkamenn og tilboð
um vinnu daginn eftir. Svo gekk hann þangað
sem hann hafði skilið helgimyndina eftir, en hún
var þá horfin.
Hann hafði stritað klukkutímum saman í
steikjandi sólskini fyrir eins dags launum, en
misst sem svaraði heillar viku kaupi í staðinn.
Hann varð gripinn efa. Eftir alltsaman myndi
hann ekki snúa aftur til þorpsins sem ríkur
maður.
Skyndilega datt honum kúklan ( hug. Hann
hafði skilið hana eftir ( herberginu hjá systrun-
um, og varð nú hræddur um að hún kynni
að vera horfin líka. Án þess að skeyta meira
um hvarf Sánkti Nikulásar flýtti hann sér út á
torgið og fékk far með vagni einum til Aþenu.
Kúklan var á sínum stað í vaðsekknum, vaf-
in inn í það litla, sem hann átti af nærfötum.
Hann tók hana fram og horfði lengi á hana.
Brosið minnti furðumikið á Evfrásýnu, og honum
fannst það fela í sér gullin fyrirheit um auðæfi,
$em honum myndu þrátt fyrir allt falla í skaut.
Manólis hélt áfram að vinna við höfnina,
og dag einn var hann kallaður inn á skrifstofu
til tals við Nikulás Demetríades, gamla, þurr-
lega manninn sem kallað hafði á hann fyrsta
daginn. Einn verkstjóra hans hafði hætt, og
nú bauð hann Manólis stöðuna.
Staðan þýddi heldur hærri laun, svo að Man-
ólis hók hana að sér. Hann var að ganga út,
er hann kom auga á helgimyndina af Sánkti
Nikulási, sem hékk á veggnum uppi yfir Deme-
tríadesi. Þetta var hans eigin helgimynd. Á því
var enginn vafi.
— Þetta er helgimyndin mín! hrópaði hann
furðulostinn. — Hvernig er hún hingað komin?
— Þín helgimynd? Ekki heitirðu þó Nikulás?
Manólis sagðist eiga helgimyndina eigi að
síður; hann hefði lagt hana frá sér daginn sem
Demetríades kallaði á hann.
— Geturðu sannað að þú eigir myndina?
— Ég get farið með þér til búðarinnar, þar
sem ég keypti hana.
— Ég fann hana, sagði Demetríades þrjósku-
lega. — Nú, jæja, ég býst við að þú sért heiðar-
legur, svo að ég tek þig trúanlegan. Viltu þá
selja mér myndina?
— Hvað borgarðu? spurði Manólis.
Eftir stutta umhugsun bauð gamli maðurinn.
tuttugu og fimm drökmur. Manólis heimtaði
hundrað og fimmtíu.
— Hundrað og fimmtíu fyrir helgimynd, sem
er svo gömul og dökk að maður sér varla and-
litsdrætti dýrlingsins! æpti Demetríades og fórn-
aði höndum.
— Því dekkri sem þær eru, þv! eldri. Þessi
helgimynd, sagði Manólis og minntist nú nokk-
urs, sem hann næstum var búinn að gleyma,
— er frá sjálfum hinum heilögu munkum á
Aþosfjalli. Hundrað og fimmtíu, eða — þar sem
ég met þig mikils — hundrað og tuttugu.
Þeir prúttuðu lengi, en svo fór að Demetríades
borgaði hundrað og tuttugu. — Þú ert harðsnú-
inn í viðskiptum, viðurkenndi hann með tregðu.
Uppfrá þessu hafði Demetríades nánar gætur
á verkstjóranum sínum nýja. Ungi maðurinn
vann af kappi, drakk ekki og átti enga konu
til að eyða fyrir sér laununum. Hann var jafn
forsjáll og hann var iðinn. Demetríades, nirfill-
inn, vissi auðvitað ekki að lífsástríða Manólis
var bundin við steinbrúðu, og taldi hann líkan
sjálfum sér,- að hann lifði fyrir það eitt að
vinna og elskaði ekki annað en peninga.
Þegar Manólis neyddist til að flytja úr bú-
stað sínúm, af því að systurnar tvær urðu að
hýsa þá þriðju, sem orðin var ekkja, bauð
Demetríades honum húsnæði ú hæðinni ofan
við vörugeymsluna, hvað hann þáði með þökk-
um.
Gamli maðurinn lagði það brátt í vana sinn
að líta inn hjá honum á kvöldin. Manólis hafði
lítið stundað skóla það sem af var ævinnar,
og ekki leið á löngu áður en sá gamli fór að
hjálpa honum við að vinna það upp. Að vísu
var Demetríades ekki mjög hámenntaður sjálf-
ur, en hann kunni nóg til að hafa auga með
skrifstofumönnum sínum tveimur og tryggja að
þeir færu ekki ( kringum hann. Og hann lét
yngri manninn njóta góðs af þekkingu sinni.
Nú leið og beið unz það rann upp fyrir
Manólis, að hann hafði starfað hjá Demetríadesi
Framhald á bls. 33.
18
VIKAN 34. tbl,
Vikan veitir eins og kunnugt
er verðlaun fyrir rétta ráðningu
á krossgátunni. Alltaf berast
margar lausnir. Sá sem vinning-
inn hefur hlotið fær verðlaunin,
sem eru
100 KRÓNUR.
Veittur er þriggja vikna frest-
ur til að skila lausnum. Skulu
lausnir sendar í pósthólf 149,
merkt „Krossgáta".
Margar lausnir bárust á 29.
krossgátu Vikunnar og var dreg-
ið úr réttum ráðningum.
HREFNA BJARNADÓTTIR,
Tugnguvegi 48, Rvík.
hluat verðlaunin, 100 krónur, og
verða þau send til hennar.
Nafn
Heimilisfang
Lausn á 29. krossgátu er hér
til hliðar.
+ + + + kœraata*í+ódaun
+ + + + eöa + áar + rh + áss +
+ + + + s + g örn + ravel + af
+ + + + keng + na + rerais*e
nœringarefni + ritari
á öaÆi + ra+ég + errlurk
+ agn + s + rœningi + aö + n
ern + lœk + + + + og + höfn +
r + + koll + + + + tj<5a + éli
+ k r a n g i + + + + + ay»ú + + n
eros+œö + + +eg + nóttin
kátt + tugbolludagurg
i + +ei + + ol + ing + + rann
+ meira + pláss+geötog
mattfarnar + +ell + átu
œsa + a+ óa + bolla + apar
lk+snót + kókó + t ekiö +
t ekt + stokka + lagaöir
VIKAN 34. tbl. — JQ