Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 20.08.1964, Qupperneq 31

Vikan - 20.08.1964, Qupperneq 31
hagar nú leiknum ó ýmsa vegu. Ymislegt má í leik, sem ekki má í alvörunni, t.d. henda leirkúlu í litla bróður eða jafnvel ráða niður- lögum hans. Þegar sálfræðingnum fer að verða Ijós framvinda leiksins leiðir hann barnið, án þess þó að grípa inn í leikinn, til skýrari leik- tjáningar, og fyrr eða síðar kem- ur að því, að hann getur farið að túlka fyrir barninu hvað það er að gera — hvers vegna það leikur sér svona. Aðalvandaverk hans er nú að finna hið rétta augnablik til þess að skjóta túlkun sinni inn og reyna að færa hið ómeðvitaða upp á yfir- borðið. Takist það, er mikilvægum áfanga náð á leiðinni til fulls bata. Hættan er sú, að sálfræðingurinn verði of seinn, missa af því, sem barnið er að segja eða verði of fljótur á sér, það sé ekki tilbúið til að taka á móti túlkuninni. Með því er átt við, að leikurinn sé enn ekki kominn svo langt, að barnið geri sér grein fyrir því, sem það er að gera og skýringin eða túlk- unin fellur þá um sjálfa sig. Skjóti sálfræðingurinn inn ótímabærri túlk- un, furðar barnið sig ef til vill á því hvað hann sé undarlegur eða skrítinn og botnar ekki neitt í neinu. Sér barnið aftur á móti um það bil að fá innsýn í leiktjáningu sína, en herzlumuninn vantar á, að það viðurkenni fyrir sjálfu sér, það sem það er farið að gruna, kann það að hræðast eða fyrtast við túlkun sál- fræðingsins, og lækningasambandið skaðast um stundarsakir. — Túlkar hann leik barnsins með berum orðum? — Það þarf alls ekki að vera. Barnið segir sína sögu í leiknum á merkjamáli, og allt eins heppi- legt getur verið, að hann tjái sig á sama hátt. — Sér svo sálfræðingurinn fljót- lega merki um bata? — Auðvitað er það ákaflega misjafnt. Meira að segja getur það oft komið fyrir, að sjúkdómsein- kenni barnanna virðast aukast fyrst eftir eða á einhverju skeiði eftir að merðferð er hafin. Þetta mega for- eldrar ekki láta villa um fyrir sér, því slíkt er einmitt merki um, að lækningasamband sé að komast á milli sálfræðingsins og barnsins. — Allir þekkja dæmið um það, að sótt- hitinn hækkar um stund, þegar lyf- ið byrjar að verka — að vissu leyti má segja að þetta sé hliðstætt. — En hvenær er túlkunin tíma- bær — hvað er rétta augnablikið? — Þegar barnið getur sætt sig við að viðurkenna túlkunina. Það gerir sér sem sagt nógu Ijósa grein fyrir því, að leikur þess er tjáning á vandamálinu. — En er túlkunin þá ekki orðin hreinn óþarfi, þegar barnið gerir sér sjálft grein fyrir því, sem um er að ræða? — Nei. Jafnvel þótt það hafi á tilfinningunni hvað sé um að vera og sé reiðubúið til þess að viður- kenna það, hefur það enn ekki náð endunum saman — komið til dyranna eins og það er klætt, ef svo má orða það. Þá er það sál- fræðingurinn, sem verður að leggja spilin á borðið fyrir það, þannig að fullkomin gagnkvæm staðfest- ing fáist á því, að útkoman sé rétt. — Er barnið þar með endanlega læknað? — Ekki endanlega, þótt einum áfanga sé náð. Vandkvæði þess eru venjulega flóknari en svo, að fullum bata sé náð, þótt einkenni hugsýkinnar hverfi. — Hver er þá hinn endanlegi bati? — Þessu er vandsvarað. 1 raun- inni myndi leikmaður einatt hneigj- ast til að álykta sem svo, að um fullkominn bata sé að ræða, þegar ytri einkenni meinsins hafa verið numin í burtu, en þá kann enn að vanta mikið á að komizt hafi verið fyrir rætur þess. í dæminu, sem við höfum verið að reifa heldur barnið áfram að leika sér, þangað til sál- fræðingurinn getur merkt það af öllum leik þess og tjáningu, að hin- ir samslungnu þræðir hugsýkinnar hafa verið raktir til uþpruna síns og barnið finnur það sjálft, að það þarf ekki lengur hjálpar hans við. Nú fer því fjarri, að lækningin takist ávallt eins og í þessu dæmi. Aðeins örfá börn hafa útskrifazt frá deildinni sem fullbata, enda gerum við ströngustu kröfur um, að öll skilyrði fyrir því, að hægt sé að tala um fullan bata, séu uppfyllt — og þó er ef til vill tæplega á nokkurs manns færi að ákveða það í orðsins fyllstu merkingu hvenær fullum bata er náð. — Er starfsemi deildarinnar ein- göngu bundin við beina þjónustu við þá, sem til hennar leita? — Alls ekki. Til þess að stofnun sem þessi nái tilætluðum árangri, en koðni ekki niður í erli dagsins, þarf hún jafnframt að vera lifandi rannsóknarstöð. Fræðilegar rann- sóknir hafa hingað til að mestu setið á hakanum vegna ónógs starfsliðs og mikillar aðsóknar. Deildin vinnur nær eingöngu á grundvelli erlendra rannsókna, ef frá er skilið greindarpróf Dr. Matthíasar Jónassonar, sem er að sjálfsögðu ómetanlegt. Það er aug- Ijóst mál að mikill munur er á ís- lenzku þjóðlífi og aðstæðum ann- ars vegar og i þeim löndum, sem þessar rannsóknir koma frá hins vegar. Ófært er að notast við þær til langframa. Við erum því stöðugt að auka þann tíma, sem við verjum til grundvallarrannsókna. — Hvers eðlis eru þessar rann- sóknir helzt? — Mest aðkallandi er að staðla á íslenzkum börnum þau sálfræði- leg próf, sem við notum. En einnig erum við að gera frumdrög að mikilli rannsókn á geðheilsu ís- lenzkra barna, en hún mundi sýna m.a. hversu afbrigðileg þau börn eru, sem leitað er með til deildar- VIKAN 34. tbl. — gi

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.