Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 20.08.1964, Qupperneq 34

Vikan - 20.08.1964, Qupperneq 34
Hrein frísk heilbrigö húð Það skiptir ekki máli, hvernig húð þér hafið! Það er engin húð eins. En Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzt. Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hún þarfnast af fitu og raka. Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og Nivea-snyrta húð. __ VIKAN 34. tbl. Markakis tók kúkluna upp og lét sem hann dáðist að henni. Hann valdi orð sín vandlega. — Hún verður ekki metin til pen- inga, sagði hann. Manólis var ánægður. TÓMATAR Framhald af bls. 40. Flysjið tómatana og liakkið þá. Hakkið lika laukinn og steikið hann fyrst ljósbrúnan á pönnunni, bætið síðan tiómöt- unum í og kryddið með salti, pipar og timian. Látið það malla saman í 10 mín. Steikið svina- kóteletturnar á þurri pönnu, kryddið þær með salti og pipar og liellið svolitlu vatni á og látið þær steikjast áfram i þvi í nokkrar mínútur. Leggið 'kótel- etturnar ofan á grænar baunir, sem hafa verið breiddar á fat. Hellið svo soðinu i tómatmaukið og jafnið því ofan á kótelett- urnar. Berið nýjar kartöflur með og grænt salat. Tómatsalat. Tómatar, laukur, salt, pipar Saxið laukinn mjög smátt og skerið .Itómatana í Isneiðar. Leggið það saman í skál með salti og pipar. Látið standa góða stund svo að lögur mynd- ist á þvi. Tómatar með dillrjóma og sardínum. Skerið lok af tómötum og skafið innihaldið úr þeim. Fyll- ið þá með þeyttum rjóma, sem hefur verið blandað töluvert af dill í. Rúllið sardínu ofan á hvern tómat og skreytið með persilju. Tómatar með skinkublöndu. Tómatar, reykt og soðin skinka og e. t. v. svolítið af pyls- um, harðsoðið egg, graslaukar eða persilja, svolítill rjómi, sinn- ep. S’kerið lok af tómötunum og skafið innihaldið úr þeim. Sker- ið skinkuna og pylsuna í smáa Inta, saxið eggið og graslauk- inn. Blandið svolitlu sinnepi i rjóma og hrærið öllu saman og fyllið tómatana með blönd- urini. Sveppafylltir tómatar. Skerið lok af tómötmn og skafið innan úr þeim. Búið til fyllingu úr: 5 tómatar, 3 hg. sveppir, 1 laukur, feiti, 2 matsk. tómatmauk rjómi, 1—2 eggja- rauður, salt, pipar, rasp. Saxið saman laukinn og svepp- ina og steikið þá i nægri feiti í 15—20 mín. Bætið tómatmauk- inu (annað hvort tómatpurré úr dós eða innihaldið úr tóm- ötunum) saman við og svolitl- um rjóma. Slökkið undir pönn- unni þegar það er fullsteikt og bætið eggjarauðunum í. Fyllið

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.