Vikan

Issue

Vikan - 14.01.1965, Page 12

Vikan - 14.01.1965, Page 12
Seytján ára ökumaður - hann hlaut au Jimmy Franklin vissi ekki hvernig slysið vildi til. Hann hafði ekið varlega. Seytján ára unglingur, sem áður hafði vald- ið tveimur smáslysum, varð að aka gætilega. Svo var hann líka nýbúinn ag fara framlijá árekstri á Lake Boulevard — lögreglu- bílum, sjúkrabil og mannfjölda — og umhugsunin um það hélt fcrðinni niðri og athyglinni vak- andi. Kvöldið var heiðskírt, ávalar beygjurnar á hæðununum á Dutcli Road voru þurrar og það var lítil umferð. Hann ók fram á nýjan og dýran bil á um tutt- ugu og fimm mílna hraða. „Mrs Murphy“ sagði liann. Hann þekkti bílinn og þekkti öku- manninn. Hún var gift bezta viðskiptavini föður hans. Hann ók á eftir henni dálitla stund og velti því fyrir sér, hvers vegna hún væri að læðast þetta áfram. Svo jók hann hraðann og fór fram úr henni, en gaf nánar gætur að hverri hættu, sem von gæti verið á við næstu beygju. Hann beygði í tæka tið yfir á hægri akreinina. Hún var með framljósin á háa geisla og þau glömpuðu á speglinum hans og blinduðu andartak, en ekki nógu lengi til að valda honum vandræðum. Það kom enginn bill á móti, svo að það var engin ástæða til að flýta sér yfir. Hann hafði far- ið að öllu rétt og með gát, en þó var hann varla kominn yfir rákina á miðjum veginum, þeg- ar eitthvað skall á bílinn hans með ofurþunga. Hann hljóðaði, orðlaust skelf- ingaróp. Hann missti stjórn á bílnum, hjólin sörguðu þurrar steinhellurnar og stýrið snerist í höndum hans. Jimmy gat ekki hugsað i örvæntingu sinni, hann gat aðeins barizt af eðlishvöt og örvilnan, en sú barátta var háð af kappi. Billinn var næstum farinn á hliðina, en mcð herkjnm tókst honum að halda jafnvæginu. Þá byrjaði bíllinn að hendast af einni vegarbrúninni á aðra, aft- urendinn kastaðist fram og aft- ur, en framendinn virtist leita af ákefð i skurðina meðfram veginum báðum megin. Hann áttaði sig á því, að framljós höfðu glampað á víð og dreif um trjákrónurnar á hægri helmingi vegarins, og nú heyrði hann skell bak við sig. Honum varð óglatt eins og hann hefði orðið fyrir högginu, en hann var of önnum kafinn við að halda bílnum á réttum kili til þess að gefa því frekari gaum. Loks hætti bíllinn að liendast vikan 2. tbl. ekki. „Þér getið meitt hana illa.“ „Hún er þegar hættulega meidd! Hún er....“ Jimmy ruddist fram hjá mann- inum og beygði sig inn i bilinn. Sjónin fyllti hana ógleði, og fæt- urnir riðuðu undir honum. Mrs. Murphy hafði verið mjög lag- leg kona, tuttugu og fimm eða sex ára, með sítt, Ijóst hár og dimmblá augu. Hún hafði verið leikkona eða eitthvað þvílikt, og það hafði verið talað mikið um hana eftir að hún giftist Mr. Murphy. Jimmy liafði ekki lagt eyrun við þvaðrinu, hann lagði ekki mikið upp úr öllu sem fóllc sagði, og það var að minnsta kosti ekki mikilvægt á þessari stundu. Andlit hennar hafði lent á stýrinu. Hún hálflá í sætinu, meðvitundarlaus og andaði þungt. Það var mikið blóð á sæt- inu, í hári hennar og framan í henni, og enn blæddi úr henni. Jimmy stóð þarna máttvana af skelfingu og fálmaði út í loftið án þess að vita hvað hann gerði. En svo áttaði hann sig skyndi- lega. Hann dró höfuðið út úr bílnum og sneri sér að litla manninum. „Kallið á lækni!“ sagði hann. „Náið í sjúkrabíl!“ „Hvers vegna ég? Ég....“ SLYS A HRAÐBRAUTINNI EFTIR JOHN OG WARD HAWKINS fram og aftur. Þegar hann rann aftur beint fram, notaði Jimmy bremsuna — ekki snögglega, steig varlega á hana — og stanz- aði bílinn tvö hundruð metra frá slysstaðnum. Titrandi og máttlaus af áfallinu gat hann ekki hreyft sig andartak. Svo fékk hann aftur fullt vald yfir sér. „Mrs. Murphy“ sagði liann liásum rómi. Hann opnaði bílhurðina með liörðu höggi, kastaði sér út um hana og reikaði út á veginn. Bak við hann var vegurinn myrkur og auður. Hann hrópaði nafn konunnar aftur og hljóp í þá átt — grannur og renglulegur piltur með hraða örvæntingar- innar. Bíll konunnar liafði far- ið út af veginum hægra megin, runnið niður dálítinn halla og lent á trjáþyrpingu. Hann hafði skollið hart á tvö tré. Krómi skreytt framhliðin var beygluð, og löng og gljáandi vélarhlífin stóð opin móti himnir.um. Fram- ljósin loguðu ekki lengur og voru öll í molum, en stefnuljósin lýstu dauft i myrkrinu. Þegar Jimmy leit niður af vegarbrúninni, sá liann að maður var kominn að bílnum. „Er hún særð?“ kallaði hann óttasleginn. Maðurinn hallaði sér inn i bil- inn. Hann rétti úr sér og horfði á Jimmy. „Já, hún er særð.“ Hann sneri sér aftur að bílnum. Jimmy gekk niður brekkuna óstöðugum, löngum skrefum. Það var næg birta innan úr bílnum og frá stjörnunum og nýju tungli til þess að sjá manninn, sem hafði orðið á undan honum að bílnum. Iiann var í verkamanna buxum, vesti og stutterma skyrtu — lítill, visinn maður, nærri fimmtugu. Hann var að reyna að draga hreyfingarlausan lík- ama konunnar út úr bílnum. Jimmy þreif í öxl hans. „Hreyfið liana ekki!“ Hann hafði lært lijálp í viðlögum í skólanum og vissi, að slíkt mátti „Vegna þess að ég má ekki fara héðan!“ öskraði Jimmy til hans. „Það er húsaþyrping hinum megin við veginn! Farið þangað og komizt i síma! Seg- ið þeim að koma á Dutch Hill Road, rétt við Fertugustu og sjöundu. í guðs hænum, flýtið yður!“ Maðurinn starði á Jimmy með opinn munn, snarsneri sér svo við og klifraði upp brattann. Hann komst upp á veginn og byrjaði að hlaupa. Jimmy sneri sér aftur að særðu konunni. Hann reyndi af öllum mætti að vinna bug á skelfingu sinni, og hugsa skýrt. Blæddi úr slagæð? Nei, svo virtist ekki vera. Jimmy reif sig úr jakkanum og breiddi hann ofan á liana. Hann fór úr skyrtunni og reif liana i ræm- ur, sem hann notaði til að þerra andlit konunnar. Bílarnir þutu framhjá uppi á veginum, ökumenn þeirra gáfu sér ekki tima til að gefa gaum að þeirri sögu, sem lá að baki

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.