Vikan - 14.01.1965, Side 23
< Arnarmamma Helena me8 Helenu aðra, dótt-
ur Roy's. „Yndislegt barn og alltaf til ónægju".
< Bræðurnir Horace og Roy. Horace var eins
og faSir hans og afi, hélt meira upp ó bækur
en bókhald. Roy eins og móðir hans, frá byrjun
heillaður af æsandi ævintýrum viSskiptalífsins.
<;<; Táknrænn morgunn hjá Helenu Rubinstein.
Einkaritarinn kl. 8, bréf lesin fyrir yfir morgun-
verSar-bakkanum, stjórnarfundur viS rúmstokk-
inn, þar sem bréf eru lesin, ákvarSanir teknar
um áætlanir og framkvæmdir dagsins.
Einn af frumdráttum Graham Sutherland's af
tveim málverkum sem hann málaSi af „þeirri
gömlu meS arnaraugun" (sjálfslýsing Helenu
Rubinstein).
STEjW
fegrunarsérfræðingsins
u Rublnstein - 2. hlutí
las og lærði hjá frægum prófessor-
um.
í Vín kynntist ég þekktum kven-
lækni, dr. Emmie List, sem varð góð
vinkona mín og síðar kom til að
vinna með mér í London. Einn af
kennurum mínum frá þessum tíma
sagði að ég væri svo nákvæm að
ég gerði aldrei vitleysur. Það er
ekki rétt, mér hefir oft skjátlazt,
en ég hefi verið mjög heppin.
Þegar ég að lokum sneri aftur
til Ástralíu, var ég með hugann full-
an af áformum, og ég var viss um
að þetta líf var mikið betra en
hjónaband. Það hélt ég þá . . .
Ég hefi altlaf verið mjög ná-
kvæm með alla hluti, og þótt ég
hafi fjölda fólks í vinnu hjá mér
og treysti því fullkomlega, verð ég
alltaf sjálf að vita hvaða aðferðir
eru notaðar og hvort ég á rétt á
þeim peningum, sem ég krefst fyrir
vörur mínar.
Hingað til hafði ekkert truflað
mig frá vinnu minni, fólkið sem ég
þekkti hafði nóg að starfa sjálft;
þangað til dag nokkurn að kunningi
systur minnar í Krakow kom í heim-
sókn til mín. Hann var amerískur
blaðamaður af pólskum ættum og
hét Edward William Titus. Hann
hafði ferðazt víða, var greindur og
skemmtilegur og átti marga vini í
bókmennta- og listaheiminum.
Ég var himinlifandi og við vor-
um mikið saman. Dag nokkurn sagði
hann: — Helena þú ert ákveðin (
þv( að byggja upp keisaradæmi,
gifstu mér, og við skulum hjálpast
að.
Síaðn ég fór frá Krakow hafði
mér aldrei dottið gifting ( hug. Ég
var að verða ástfangin og ég vissi
að yrði ég kyrr í Ástralíu, myndi
það enda með þv( að ég giftist Ed-
ward, og það gat truflað fyrirætlan-
ir mínar. Ég varð að flýta mér f
burtu og ákvað að fara til London,
sem þá var miðstöð alls þess bezta
og dýrasta í menningar-, lista- og
tízkuheiminum. Þar vildi ég koma
mér fyrir.
Næsta dag pantaði ég farseðil
til Southamton. Edward varð alveg
ær. Hann sagðist elta mig, og ég
svaraði, að ef hann gerði það,
skyldi ég giftast honum, þegar ég
væri búin að koma á fót fyrstu
snyrtistofu minni ( London.
Vinkona mín, Eugenia Stone sagði
við mig: — Vertu eins og þú ert
núna, þá getur þú eignazt milljón
á þægilegan hátt, en ef þú ferð
til London, verður þér slátrað. — En
ég vildi ekki trúa þv( að enskar
konur, sem ég hafði svo góð kynni
af ( Ástralíu, væru svo afleitar (
heimalandi sínu.
London var þá, á dögum Edwards
sjöunda, á hátindi glæsileikans. [
stóru, ffnu húsunum í Mayfair og
Belgrave, sem ég dáðist að, þegar
ég gekk um göturnar, bjuggu r(k-
ustu konur þessa heims, fagrar, sið-
spilltar og frekar. Allt þetta fólk
safnaðist utan um hinn skemmtana-
sjúka konung og hina fögru drottn-
ingu hans, Alexöndru.
Mikið var ég einmana, lítil og
stundum hrædd, þótt ég ekki vildi
viðurkenna það fyrir sjálfri mér.
Ég tók á leigu þriggja herbergja
íbúð, með stúlku, sem ég hafði
kynnzt á skipinu. Og svo fór ég að
leita að húsnæði.
Ég vissi að hér þýddi ekkert að
hugsa um smáíbúð með bambushús-
gögnum, einhversstaðar í borginni.
Nei, ef eitthvað vit átti að vera í
þessu, varð ég að fá pláss ( May-
fair.
Oft var ég svo þreytt og einmana,
að ég fór ( leikhús bæði um eftir-
miðdaginn og á kvöldin, til að stytta
mér stundir.
Leikhúsin f London voru stórkost-
leg. Þarna voru samankomnar allar
frægustu listakonur heims, Ellen
Terry, Pat Campell, Lilie Elise, Kate
Rorke, Isadora Duncan og fleiri og
fleiri. Og ég fékk að sjá þær allar
og vonaðist til að fá þær fyrir við-
skiptavini, með tið og tfma.
Dag nokkurn frétti ég að hús
fyrrverandi forsætisráðherra, Lord
Salisbury, væri til leigu, fyrir fimm
þúsund pund á ári. Ég spilaði hátt
og tók húsið á leigu, og nú vbr ég
aftur ánægð og átti ekki eina ein-
ustu frístund. Þetta var tuttugu og
sex herbergja hús, svo að það tók
langan tíma að lagfæra það.
Og á meðan málarar og smiðir
voru að verki skrapp ég til Parísar,
Vínar og Berlínar, sumpart til að
stytta tímann, meðan ég beið eftir
húsinu og sumpart til að fullvisa
sjálfa mig um að ég vissi nú um
allar nýjungar f faginu.
Ég fékk vinkonu mína í Vín, dr.
Emmie List, til að koma með mér
til London, og svo gat ég keypt
nokkrar nýjar uppskriftir af nýjum
snyrtivörum og fegrunarlyfjum. Ég
var nú heldur ánægð, þegar ég hélt
aftur til London.
Nokkru síðar var ég að ganga
upp Graftonstræti á leið til snyrti-
stofunnar. Þá sá ég kunnuglega
veru standa fyrir utan húsið mitt,
og horfa með vandlætingarsvip á
gulggana. — Þetta var Edward
Titus. Hann hafði haldið loforð sitt
og elt mig til London. Eins og hans
var von og vísa, komu fyrstu orð
hans mér á óvart. Hann sagði: —
Þau eru ansi falleg þessi hvítu
brókaðitjöld, en ef þú ætlar að
setja London á annan endann, verð-
urðu að lesa upp og læra betur.
Komdu með mér á rússneska ballett-
inn ( kvöld, þá skaltu sjá nokkuð
sem vit er í. . .
Þetta kvölþ fór ég með Edward
og sá rússneska ballettinn, sem
Serge Diagilev stjórnaði. Ég var auð-
vitað stórhrifin af Nijinsky og öllum
flokknum, en ég var næstum því
eins hrifin af leiktjöldunum, sem
Leon Bakst og Alexandre Benois
höfðu búið til. Ég var vön þessum
hefðbundnu Ijósu baunablómalitum
þeirra tíma, fínum gólfteppum og
pottaplöntum, sem alltaf voru not-
uð á leiksviðum Evrópu þá. En nú
varð ég töfrum lostin þegar ég sá
þessa æsandi litasamsetningu, fjölu-
blátt, rautt, gult, svart og gyllt, ég
dáðist að þeim þá og geri enn.
FRAMHALD
Á BLS. 34.
VIKAN 2. tbl. 23