Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 2
í FIILLiU HLVÖRU
BARA HREYFA EINN HNAPP oe
SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG
VINDUR ÞVOTTINN.
HA14A.FULLNIATIC
MA14AFULLNIATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. -
HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST.
SJÁLFSTÆÐ
ÞVOTTAKERFI
1. Suðuþvottur 100°
2. Heitþvottur 90°
3. Bleijuþvottur 100°
4. Mislitur þvotfur 60°
5. Viðkvæmur þvottur 60°
6. Viðkvæmur þvottur 40°
7. Stífþvottur/Þeytivinda
8. Ullarþvottur
9. Forþvottur
10. Non-lron 90°
11. Nylon Non-lron 60°
12. Gluggatjöld 40°
*
H/%t^%FULLMATIC
AÐEINS M/%14/%FULLIV1ATIC ER SVONA AUÐVELD í NOTKUN. SNÚIÐ EINUM SNERLI
OG H A K A SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT
HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. - TÆM-
ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉL-
IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ
GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL.
— ábyrgö
KOMIÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST
Arkitektarnir og
Breiðholtsskólinn
Einhverntíma á jólaföstunni
voru kunngerð úrslit í samkeppni
þeirri, sem borgaryfirvöldin
efndu til meðal arkitekta um nýj-
an barnaskóla í Breiðholtshverfi.
Þessi úrslit og ræðan, sem um
þau voru flutt í útvarpið, vakti
athygli alþjóðar fyrir þá sök,
að engin úrlausnanna þótti hafa
það til að bera sem sérstaklega
var leitað eftir. Þarna á að reisa
einfalda og ódýra byggingu og
veitir varla af að blað sé brotið
í þeim efnum. Milli tíu og tuttugu
arkitektar spreyttu sig á þessu
verkefni og sendu inn samtals
10 úrlausnir. Engin þótti góð,
sumar sæmilegar. Aðalatriði
málsins, lágur byggingakostnað-
ur og einfaldleiki, hafði annað-
hvort farið fram hjá þeim, eða
þá að þeir réðu ekki við að
leysa þann vanda.
Sú spurning vaknar óhjá-
kvæmilega við þessi tíðindi, hvort
íslenzkir arkitektar séu sínum
vanda vaxnir. Finnski arkitekt-
inn Saarinen færðist undan því
að láta álit sitt í ljós á íslenzkri
byggingarlist og margir þykjast
hafa lúmskan grun um, að þar
stöndum við ekki ýkja framar-
lega. Það sýnist í fljótu bragði
varla vera ærinn vandi að teikna
glæsilega byggingu, þegar ekki
þarf að taka tillit til kostnaðar-
ins. Sá arkitekt, sem ekki er
sýnt um að taka tillit til fjár-
hagshliðarinnar, hlýtur að verða
litinn hornauga hjá fátækri þjóð.
Eins og að líkum lætur, hefur
Vikan þurft að hafa talsvert
samband við arkitekta eins og
aðrar stéttir þjóðfélagsins. Því
miður verður það að viðurkenn-
ast, að samstarf við arkitekta
hefur gengið stirðar en við flesta
aðra og svo er helzt að sjá, að
þeir hafi hærri hugmyndir um
eigin menntun og hæfileika en
aðrir menntamannahópar. Það
hefur til dæmis verið hnýtt í
blaðið af þeirra hálfu fyrir að
hafa birt teikningar af húsum
eftir mann, sem „aðeins" er
byggingatæknifræðingur.
Þesskonar „dreissugheit“ sæma
varla menntuðum og víðsýnum
mönnum, en eftir þessa síðustu
afhjúpun er hætt við að gengi
þeirra og álit fari ef til vill eitt-
hvað lækkandi meðal þjóðarinn-
ar. Menn verða á öllum sviðum að
sýna það í verki, hvers virði þeir
eru, líka arkitektar. GS.