Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 44
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF STUTTUM OG
SÍÐUM SAMKVÆMISKJÓLUM
Laugavegi 59. — Sími 18646.
segi að hún sé íslendingur. Hún er
Ijóshærð og bláeygð og bráðmynd-
arlegur kvenmaður, jafnvel á vík-
ingamælikvarða, og þó ég sé alls
ekki búin að gefa þá hugmynd upp
að Island eigi að fá að njóta þeirr-
ar góðu landkynningar sem Leifur
heppni er, þá er ég fegin að Hulda
og hennar fjölskylda eru hér, því
þau eru ágætis landkynning á sína
eigin vísu.
Hulda var ráðin til að syngja í
„The Orbit Room'' í tvær vikur,
en nú eru liðnir meira en tveir
mánuðir síðan hún byrjaði þar,
sem mun gefa einhverja hugmynd
um vinsældir hennar. Hún kemur
þar fram þrisvar á kvöldi, öll kvöld
nema sunnudagskvöld, og syngur
þrjú lög í einu, en slíkt lætur ekki
Hulda sér í augum vaxa, enda
vantar ekki fjölbreytnina í henn-
ar söng, þar sem hún syngur á
ensku, dönsku, þýzku og íslenzku,
og annast hún sjálf sinn undirleik
á gítarinn. „Ríðum, ríðum, rekum
yfir sandinn", hljómar unaðslega í
eyrum eins og Hulda fer með það,
enda er röddin góð og vel til með-
ferðar söngvanna vandað.
Dægurlagasöngur er ekki það
eina svið tónlistar sem Hulda hef-
ur áhuga á, því hún er meðlimur
í kór óperu Houston. Þar er verið
að æfa, meðal annars, fyrir flutn-
ing á Hollendingnum fljúgandi, sem
hefja á í janúar. Svo syngur Hulda
í kirkjukór og er að læra að spila
á píanó. Dóttir hennar, Birna, er
að læra á fiðlu, sonurinn, Ingvar,
á klarinet. J janúar hefur svo Hulda
tónlistarnám á þeim stærsta af
6 háskólum Houston's, University
of Houston, með það fyrir augum
að gerast tónlistar- og söngkennari
í barnaskóla.
Þau hjónin Hulda Emilsdóttir og
Guðjón Pétursson búa í leiguíbúða-
byggingu sem heitir Voss Village,
og er mjög skemmtileg tveggja
hæða bygging, þannig samansett
að byggingin umlykur torg, sem á
stendur eldgömul klukka á turni.
Sundlaug, saunabað og klúbbhús er
þar líka, leigjendum til þrifa og
skemmtunar. í byggingunni eru f-
búðir allt frá eins svefnherbergis
upp í fjögurra svefnherbergja
tveggja hæða „studio" íbúðir. Að
sjálfsögðu hafa allar fbúðirnar öll
nýjustu þægindi, svo sem fullkomna
kælingu, sem kölluð er „Central
Airconditioning" og er þannig fyr-
ir komið að vélarnar, sem fram-
leiða kalda loftið fyrir allar fbúð-
irnar, eru úti á þar til gerðum
stað, þannig að íbúar íbúðanna
þurfa ekki annað að gera en að
stilla hitamæli einn lítinn á vegg
hjá sér á það hitastig sem æski-
legt þyktir, og streymir þá kalt
loft inn um þar til gerða ventla
í öllum herbergjum. Á vetrum fæst
svo heitt loft inn á sama hátt. Eld-
húsin eru svo útbúin öllum nauð-
synlegum þægindum og þar á með-
al uppþvottavél og hakkavél í vask-
inum (garbage disposal) til að
hakka rusl, svo auðvelt sé að losna
við matarleifar og annað.
íbúð þeirra Huldu og Guðjóns
hefur tvö svefnherbergi, tvö bað-
herbergi, gang, forstofu, eldhús og
stóra bjarta stofu. Einn veggur stof-
unnar er úr gleri, og á honum eru
gler rennihurðir, sem liggja út á
stórar svalir. Á svölunum hefur
Hulda komið fyrir stórum kassa,
sem í vaxa blóm, þar á meðal
rósarunni og benti hún mér hreyk-
in á 6 knúppa, að þvf komna að
springa út, í desember!
Eg var í heimsókn hjá þeim á
laugardagseftirmiðdag, sem er ann-
ar af tveim dögum vikunnar, sem
hægt er að ná í þau hjónin sam-
tímis, þar sem Guðjón vinnur á
daginn, en Hulda á kvöldin og
börnin, Ingvar 8 ára og Birna 12
ára, eru heima frá öllum þeim
skólum sem þau stunda, þvf fyrir
utan áðurnefndan fiðluleik, sem
Birna er að læra, er hún einnig að
læra balletdans í dansskóla.
Guðjón og Ingvar voru þó frekar
uppteknir, því þeir voru að þvo
bíla fjölskyldunnar, alla þrjá. Svo
stóð á að Guðjón var nýbúinn að
kaupa nýjan Ford, en ekki búinn
að selja gamla Chevrolettinn enn-
þá, og svo eiga þau Volkswagen
sem Hulda notar mest. Þeir gáfu
sér samt tíma til að koma inn f
eftirmiðdagskaffi með rjómatertu
og öllu tilheyrandi á íslenzka vísu.
— Hvernig kunnið þið við ykkur
hér í Houston?
Hulda: — Alveg prýðilega, nema
hvað ég sakna að hafa engin fjöll
í kringum mig.
Guðjón: — Ágætlega, framtíðar-
möguleikar hér í Houston eru al-
veg ótrúlegir, það er svo mikið
verið að gera hér. Samt er ég orð-
inn leiður á hitunum. Það er eins
og maður sé að koma úr gufubaði,
þegar maður er búinn að vera
úti á sumrin, rakinn og hitinn er
svo mikill. Ég vildi gjarnan búa í
Norðurríkjunum af þeirri ástæðu.
— Hvernig kunnið þið við að búa
í svona íbúðabyggingu?
Hulda: — Alveg Ijómandi. Það
sem ég kann einna bezt við, er að
við þurfum ekki að vesinast í að
borga neina reikninga, svo sem
rafmagns, hita o.s.frv., því við borg-
um bara fasta leigu mánaðarlega
og svo sér húseigandinn um hitt,
nema símagjaldið. Við erum samt
að svipast um eftir húsi, þvf við
þurfum meira pláss, a.m.k. 3 svefn-
herbergi. Ég er alveg ákveðin, að
ef við kaupum hús, eiga öll þau
þægindi, sem við höfum hér, að
vera f þvf. Annars er nóg úrval af
húsum hér, en við verðum að velja
gott nágrenni með góðum skólum
nálægt. Til dæmis er svo komið hér
í þessari íbúðabyggingu, að það
eru engar gangstéttir meðfram göt-
unum hér fyrir utan og umferðin
er mikil, svo þó skólinn sé ekki
mjög langt f burtu, þá þarf ég að
keyra með börnin f skóla á hverj-
um morgni og sækja þau á daginn,
og eins hvert annað sem þau fara.
Borgin skaffar skóla-strætisvagna,
en bara fyrir börn sem búa meira
en 2 mílur frá skólanum. Vegna
^ VIKAN 1. tbl.