Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 22
efftip Sergeanne Goloo — Ó, vesalingurinn! hrópaði Angelique og vissi ekki, hvort hún átti að hlæja að honum eða vorkenna honum. — Vesalings litli djákninn minn, hvað þetta er erfitt fyrir yður, ég verð endilega að losa yður héðan. — Hafið ekki áhyggjur Madame, ég veit að Florimond þarf að komast áfram, og hér hefur hann tækifærið. Ég reyni aðeins að verja . hann og styrkja skapgerð hans. Allt er mögulegt, þegar sálin er sterk, og þegar guðs hjálpar er leitað. Það er min raunverulega skylda sem kennara hans, er ekki svo? — Að sjálfsögðu, en þér hefðuð ekki þurft að samþykkja það að fara með hann hingað. — Það er erfitt að ganga í berhögg við ákvarðanir konungsins, Madame. Þar að auki sýndist mér, að hætturnar, sem hann myndi mæta hér, gætu verið minni en þær, sem biðu hans í Versölum. — Hvað eigið þér við? Djákninn litaðist varlega um, og kom síðan til hennar. — Ég er viss um, að honum hefur tvivegis verið sýnt banatilræði. — Þér vitið ekki hvað þér eruð að segja, drengur minn, sagði Ange- lique og yppti öxlum. — Yður liggur við sturlun af þeirri hugmynd að verið sé að ofsækja nemanda þinn. Hver myndi vilja sækjast eftir lífi barns á þessum aldri, yngsta og frægasta drengsins við alla hirðina? —• Líf hirðsveins, sem segir stundum óþægilega hluti einum of hátt með einum of skýrri röddu. — Ég vil ekki heyra meira. Ég er viss um að þetta er bara rugl í ykkur. Þið hafið lesið of margar draugasögur og trúað þeim. Duc- hesne hefur orð fyrir að vera heiðarlegur maður. — Hafa ekki allir við hirðina heiðarlegt orð, Madame? Hver myndi þora að stimpla annan þorpara eða glæpamann? — Þér málið fjandann á vegginn. Ég efast ekki um, að þér séuð varðengill Florimonds, en mér þætti vænt um, ef þér vilduð draga ofur- litið úr heilaspuna hans og yðar eigin um leið. Fyrst um sinn ætla ég ekki að trúa herra Florimond, tvö hundruðasta og síðasta sveininum í vínþjónustu konungsins. Það er fáránlegt. — Að trúa ekki hirðsveini sem er yðar eigin sonur, Madame? Ó, Madame, ég bið yður. Snúið ekki baki við þeim, sem óumdeilanlega eru tryggir yður. Vitið þér ekki, að þér eigið marga óvini? Óvini, sem kysu ekkert fremur en að þér félluð í dulda gröf! Látið einskis ó- frestað til að verja yður. Ef eitthvað kæmi fyrir yður, myndi ég deyja úr sorg. — Yður skortir ekki orðfimina, djákni litli, sagði Angelique vin- gjarnlega. — Ég verð að mæla með yður við Monsieur Bousset. I- myndunaraflið er gott þegar um er að ræða að semja predikanir. Ég held, að þér eigið framtíð fyrir yður á því sviði og skal gera mitt bezta til að hjálpa yður. — Ó Madame, hversvegna látið þér eftir yður að beita sömu kald- hæðninni og hinar hirðmeyjarnar? — Þetta er ekki kaldhæðni, drengur minn, en mér þætti vænt um ef þér gætuð staðið með báða fætur i einu á jörðinni. De Lesdiguiéres djákni opnaði munninn til að mótmæla einu sinni enn, en i sama bili kom einhver inn I herbergið og truflaði þau. Hann hneigði sig og hvarf út í leit að nemanda sínum. Angelique fór aftur inn í setustofuna. Allar dyr voru galopnar til að hleypa inn fersku vorloftinu. I fjarska grillti í París. Samkvæmt ráðleggingu konungsins, sendi Madame einkaþjón sinn til að bjóða Madame du Plessis til að dveljast næsta dag i Saint-Cloud. Angelique þáði boðið. Þrátt fyrir þokkann og íburðinn, var hirð Mon- sieur vafasöm og óraunveruleg. Konur prinsins höfðu jafn slæmt orð á sér og gleðidrengirnir hans. Angelique rakst þarna á allt það fólk, sem hún hafði reynt að forðast í Versölum. Frekar og fallegar konur, flestum löstum búnar og jafnvel þvi sem var verra en lestirnir, þær skemmtu Monsieur með rifrildi og innbyrðis svikum og hann saup í sig dónalegar kjaftasögur þeirra eins og húsráðsmaður. Hann var ekki heimskur, og hafði sýnt, að hann var hugrakkur i bardögum, en hann var svo ístöðulaus, að hann sneri þegar í stað aftur til síns spillta líf- ernis, þegar hans þurfti ekki lengur við í hernum. Angelique reyndi að koma auga á hinn illa prins í Sódómu — fagran eins og engil á málverki — Chevalier de Lorraine, sem um árabil hafði verið eftirlætisvinur Monsieur og hafði óbeint lagt undir sig öll yfirráð i Palais Royal og Saint-Cloud. Henni til undrunar fann hún hann hvergi. Hún spurði Lady Gordon, skozka konu, sem henni geðj- aðist vel að og var í hirðliði Madame, hvað hefði orðið af Chevalier de Lorraine. — Hvað þá? Vitið þér það ekki? Hvar hafið þér verið? Lorraine er í ónáð. Fyrst var hann settur í fangelsi, en síðan hefur hann dvalið í útlegð í Róm. Þetta var mikill sigur fyrir Madame. Árum saman hafði hún barizt við að ná yfirhönd yfir sinum versta óvini, og nú að lokum hefur konungurinn bænheyrt hana. Hún bað Angelique að dvelja um nóttina í forsalnum, þar sem hún svaf ásamt öðrum hirðmeyjum, og þar sagði hún henni alla söguna af orrustunni, sem Madame hafði nú að lokum unnið. D’Ayan greifi hafði handtekið Lorraine í svefnherbergi prinsins, þrátt fyrir að hann var umkringdur af lífverði Monsieur. Monsieur hafði æpt og grátið af örvæntingu og rekið Madame til Villers-Cotteréts til að losna við hana, en síðan hafði allt farið á betri veg. Monsieur grét að vísu tölu- vert, en hann gat ekkert gert gegn Madame, vegna þess að konungur- inn var á hennar sveif. Meðan Angelique var að sofna, glumdi í eyrum hennar hin hneyksl- anlega saga. Hún hafði stórar áhyggjur af Florimond, og ósjálfrátt fannst henni að þúsund púkar sæktu að henni úr öllum áttum. I dögun glaðvaknaði hún, þegar barið var laust á dyrnar, sem hún svaf upp við. Þegar hún opnaði, stóð Madame þar, vafin í sítt sjal, og brosti við henni. — Mig langaði til að hitta yður, Madame du Plessis. Gætuð þér hugsað yður að koma í gönguferð með mér? — Ég er yðar konunglegu hágöfgi til þjónustu, svaraði Angelique. Þær gengu niður þögla stiga hallarinnar, þar sem verðirnir drógu ýsur og studdust fram á atgeirana. Angelique datt í hug kastali Þyrni- rósar. Dögunin var að breiða sig yfir döggvotar grasflatirnar. I fjarska svaf París á bak við morgunmistrið. Það var svo svalt, að Angelique var fegin að hafa þrifið með sér skikkju. — Ég veit ekkert skemmtilegra en að fara í gönguferð i morguns- árið, sagði prinsessan, meðan þær gengu hratt burt frá höllinni. — Ég ias mestan hluta næturinnar en þegar ég hélt, að ég væri loksins að sofna, vaknaði ég við dagsbirtuna. Þykir yður gaman að lesa? Angelique játaði, að hún hefði sjaldnast tíma til að líta í bók. — Jafnvel ekki þegar þér eruð í fangelsi? spurði Henriette d’Angle- terre og hló. Þetta var ekki illkvittni, hún var að gera að gamni sínu. — Ég þekki svo fáa hér, sem hafa gaman af Því að lesa. Tökum til dæmis mág minn konunginn. Honum er meinlega við, ef skáldsögu- eða leikritahöfundur gefur honum ekki frumútgáfu verks síns, en honum dettur aldrei í hug að lesa aukatekið orð af þvi. En ég les mér til á- nægju. Mig myndi langa til að skrifa líka. Eigum við að fá okkur sæti? Þær settust á marmarabekk á hringtorgi þar sem margar götur mættust. Prinsessan hafði lítið breytzt síðan Angelique var tíður gestur í spilaveizlum hennar í Louvre. Hún var lítil, og hafði álfameyjarþokka. Postulínshörund hennar gerði hana fíngerðari í útliti en skyldmenni hennar af ættum Búrbona og Habsborgara og hún gagnrýndi opin- berlega grófa framkomu þeirra og vanþekkingu. Hún át eins og fugl og svaf jafnvel enn minna, og áhugi hennar fyrir ýmiskonar listum var ósvikinn. Hún hafði verið fyrst til að uppörva Moliére og siðan hafði 22 VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: