Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 31
Á heimleið
Framhald af bls. 13.
um þeirra, sem líklega eru mikið
verri á veturna. En mér er óhætt,
því að nú er ég orðin sveitakona.
Hún yfirgaf þorpið og aðal-þjóð-
veginn og beygði svo inn á mold-
arveg sem hlykkjaðist milli akra
og smábýla og lá svo út að ánni,
sem var ört vaxandi og svo sveigði
hann til hliðar, upp að Sander-
sonshúsinu. Ethel sá húsið þegar
hún kom að brúnni. A sumrin var
útsýnið lokað af laufskrúði trjánna.
Þetta er fallegt hús, hugsaði hún,
stolt yfir því að eiga það. Hún var
í mjög góðu skapi. Þarna beið
þetta fallega hús eftir henni.
Fyrir löngu síðan hafði Sander-
son selt lóðir öðru megin við hæð-
ina. Þar voru smákofar og niður-
nídd bændabýli. Fólkið sem bjó
þeim megin notaði neðri veginn.
Ethel fann til dálítilla ónota þegar
það rann upp fyrir henni að landið
við efri veginn tilheyrði þeim og
engum öðrum, svo að það var eng-
inn annar sem þurfti að nota efri
veginn. Hann var líklega álitinn
einkavegur. Þegar hún ók yfirbrúna
leit hún upp og horfði á húsið. —
Húsið mitt, hugsaði hún. Nei, hús-
ið okkar. Og þá sá hún þau allt f
einu, mannverurnar við veginn. Þau
stóðu við vegbrúnina, hljóð og nið-
urlút í rigningunni.
Drottinn minn, hugsaði hún, að
þau skuli láta sér detta í hug að
standa þarna í þessari rigningu.
Hún stöðvaði bílinn.
— Viljið þið ekki aka með mér?
spurði hún, þegar hún var búin að
renna rúðunni niður. Hún sá í gegn-
um rigninguna að þetta var gömul
kona og lítill drengur, og regnið
helltist yfir þau þarna sem þau
stóðu við veginn. Ethel sá að dreng-
urinn var örvilnaður, hann grét og
skalf af kulda, svo að hún sagði
reiðilega við konuna: — Flýtið ykk-
ur inn í bílinn. Þér getið ekki látið
barnið vera mínútu lengur úti í
þessu óveðri.
Þau störðu á hana, konan
skuggaleg, og sögðu ekki orð. Ef
til vill var konan heyrnarlaus, hugs-
aði Ethel og fór út úr bílnum. Hún
var vel varin gegn vætunni, en
hana langaði ekkert til að snerta
þau. Hún gekk fast að konunni og
sagði með skipandi róm: — Kom-
ið þér, flýtið yður með barnið inn
í bílinn, það er þó þurrt þar. Ég
skal aka ykkur hvert sem þér vilj-
ið.
Ethel sá, sér til mikillar skelfing-
ar, að barnið var vafið í teppi ut-
an yfir þunn náttföt, og hún varð
heitvond, þegar hún sá að barnið
stóð berfætt í leðjunni.
— Svoná nú, farið strox inn f
bílinn, sagði hún, og opnaði hurð-
ina að aftursætinu. — Skiljið þér
mig ekki, farið þér inn í bíiinn!
Þegjandi rétti gamla konan barn-
inu höndina. Augu henncr voru
galopin og störðu framhiá tthel.
Barnið gekk að bílnum og gamla
konan fylgdi eftir. Ethel varð æst,
þegar hún sá litlu beru fæturna
vaða í gegnum leðjuna, og hún
sagði við konuna:
— Þér ættuð að skammast yð-
ar. Ég er viss um að barnið verð-
ur dauðveikt af þessu volki!
Hún beið með að setjast, þang-
að til þau voru komin inn í aftur-
sætið, þá skellti hún hurðunum aft-
ur. Hún reyndi að virða þau fyrir
sér í speglinum, en þau settust svo
langt út í hornið að hún gat ekki
séð þau. Hún sneri sér við. Barnið
hjúfraði sig upp að gömlu kon-
unni. Hún horfði beint fram og and-
litið var skuggalegt, einna líkast
steingervingi.
— Hvert ætlið þið að fara?
spurði Ethel. — Hvert á ég að aka
ykkur? Barnið verður að komast
sem fyrst í húsaskjól og fara (
þurr föt. Ég skal aka ykkur hvert
sem þér viljið. Segið bara til.
Gamla konan opnaði varirnar og
röddin var þreytuleg og hljómlaus:
— Til Sandersons hússins.
Til Sandersons, til okkar, hugs-
aði Ethel. Til að heimsækja okkur?
Svo datt henni í hug að gamla
fólkið á þessum slóðum kallaði auð-
vltað alla landareignina Sander-
son, öll litlu húsin, og hún var
hreykin með sjálfri sér. Rödd henn-
ar var miklu þýðari þegar hún
spurði:
— Eruð þið búin að standa lengi
þarna?
— Já, svaraði gamla konan, og
rödd hennar var fjarræn og von-
leysisleg.
Líf þeirra hlaut að vera ákaf-
lega aumlegt. Að hugsa sér hvað
það hlaut að vera raunalegt að
vera svona gömul og þreytt, og
standa svo úti í þessu óveðri, til
að bíða eftir að einhver aki fram-
hjá.
— Þið skuluð komast fljótlega
heim, sagði hún hlýlega og setti
bílinn í gang. Hann spólaði ( slepj-
unni, en svo komst hann 6 fast og
hún ók hægt upp hæðina. Vegur-
inn var hræðilegur, rigningin jókst
og afturhluti bílsins var ótrúlega
þungur.
Eins og hann væri hlaðinn járni,
hugsaði Ethel.
— Hvernig líður drengnum?
spurði hún og reyndi að koma auga
á þau í speglinum. Hún varð að
beina allri athyglinni að akstrinum
svo hún þorði ekki að líta við.
— Hann vill komast heim, sagði
gamla konan.
— Það skil ég vel. Segið hon-
um að þess verði ekki langt að
ADVOKAT
VIMILAi; - NtlÍTIYIM.AIt
Advokat vindill :Þessi vind-
ill er þægilega oddmjór;
þó hann hafi öll bragðein-
kenni góðs vindils, er hann
ekki of sterkur. Lengd:
x 12 mm.
Advokat smávindill: Gæð-
in hafa gert Advokat einn
útbreiddasta smávindil
Danmerkur.Lengd: 95 mm.
SKANDINAVISK TOBAKSKOMPAGNI
Leverandor til Det kongelige danske Hof
VIKAN 1. tbl.