Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 32
AVON VEKUR
FEGURÐÍNA
AF DVALA
ALLA ÞÁ FEGURÐ, SEM ÞÉR VISSUÐ
AÐ ÞÉR ÁTTUÐ.
Hulin fegurð, sem þér vissuð að þér áttuð, kemur í
ljós rið snertingu Avon. Blómstrar við snertingu
Avon makeup. Springur út við hlýju hinna nýju
varalita og naglalakka.... Og svo að lokum gerir
Avon augna makeup fegurð yðar fulikomna. Það
geta allir séð. Það þarf Avon töfra til að fegurðin líti
dagsins Ijós.
íéJIP •» wL aSaSÍMl Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú ert únægður með vel unnið verk, ekki sízt vegna þess að góður árangur þess hefur fært þig nær settu marki. Þú lendir í leiðinlegu rifrildi, lík- lega á vinnustað.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Gamall samstarfsmaður þinn léttir mikið undir með þér. Þú færð nokkra reikninga sem þú hefur á- Lyggjur af. Þér vegnar vel í starfi þínu. Vertu sem mest heima á kvöldin.
tf Jvíburamerkið (22. maí — 21. júnf): Þú færð r.okkra umbun fyrir aukaálag sem þú hef- ur haft vegna fjarveru annarra. Sambýiismaður þinn styttir þér marga stund. Heillatala er fjórir og happalitur grænn.
Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Ungur fjölskyldumeðlimur kemur talsvert við sögu þína. Þú veröur mjög önnum kafinn, en gefðu þér samt tíma til aS sinna verkefnum sem bíða þíri heima. Skemmtu þér ekki mikið.
Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst); Þú átt nokkuð erfitt með að sætta þig við sérvizku ákveðinnar persónu sem þú verður að umgang- ast og gæti orðið alvarlegur ágreiningur ykkar í milli ef þú hagar þér ekki skynsamlega.
Méyjarmerkið (24. ágúst — 23. september):- Þú nagar þig í handarbökin fyrir hugsunarleysi þitt í garð ákveðins kunningja þíns sem þér hefði ver- ið í lófa lagið að rétta hjálparhönd. Það verður nokkur gestagangur á heimili þínu.
Vogarmerkið (24. september — 23. október); Einhver breyting hefur orðið heima hjá þér sem veldur öllum aðilum mikilli ánægju. Um helgina verður mjög skemmtilegt hjá þér. Veldu þér ekki einveruna, leitaðu þér félagsskapar.
Drekarrterkið (24. oÖfóber — 22. nóvembeð! Þú verður að grípa til leikhæfileika þinna og með- fæddrar og áunnar kurteisi til þess að komast vel af í leiðinda samkvæmi serh þú verður að mæta í vegna ytri aðstæðna. Heillatala er þrír.
BogamannsmorklÖ (23. nóvombor •* 21. dos.): Fjármálin verða ekki upp á marga fiska framan af mánuðinum en þú munt fá verkefni sem verða til að drýgja tekjur þínar nokkuð. Haltu smákunn- ingjaboð, það mun veita þér þarfa tilbreytingu.
£ Steingeitarmerklð (2Í. dojomber — 20, janúar): Þú ert fremur illa upplagður vegna mikils álags sem á þér hvílir. Reyndu aö hagræða starfi þínu betur og leitaðu hjálpar, það eru margir sem gætu auðveldlega létt undir með þér.
VatnsberamerklÖ (21. fanúqr — 19 fobrúa'r)i Gættu þess að láta ekki blanda þér inn í neinar deilur, vertu eins hlutlaus og þú getur þegar hita- mál ber á góma. Nærvera ákveðinnar persónu verð- ur til þess að draga nokkuð úr ánægju þinni.
FiskamerkiÖ (20. fobriiar — 20 marz): Maður sem kemur nokkuð við sögu þína verður fyrir miklum vonbrigöum í starfi sínu og kemur þar af leiðandi fram nokkur óbein breyting á hög- um þínum. Gerðu kunningja þínum greiða.
g2 VIKAN 1. tbl.