Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 5

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 5
Þessir gegndu sérstökura hlutv. í guðþjónustunni, 0 t.f.v.: Kristinn Guðjónsson, klæðskeri, Ottó Mich- elsen, forstjóri, sr. Ólafur Skúlason, sóknarprestur, Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari, Guð- mundur Hansson, framkvstj., Jónas Hallgrímsson, skriístofumaður, Helgi Eysteinsson, verzlunarmaður. Hermann Ragnar Stefánsson í ræðustól. Hinn 17. október síðast liðinn var haldin leikmanna- mcssa í Bústaðasókn á vegum Bræðrafélags safn- aðarins. Tilgangur messunnar var að benda á á- byrgð allra safnaðarmeðlima í flutningi guðsþjón- ustunnar. Guðsþjónustan fór þannig fram, að einn las bænina í upphafi guðsþjónustunnar, annar stjórnaði víxllestri fyrir prédikun, þrlðjl las pistii- inn og fjórði flutti guðspjalllð, fimmtl prédikaði og sá sjötti stjórnaði víxllestri eftir prédikun. Sóknar- presturinn, séra Ólafur Skúlason, fór aðclns með blcssunarorðin undir lok messunnar. Messugjörð á þennan hátt er að formi til nokkuð frábrugðin vcnjulegum guðsþjónustum, til dæmls er ckkert tón í henni, og fleira mætti til telja. i stuttu viðtali við séra Óiaf sagði hann, að hann hefði kynnzt þessu formi guðsþjónustu, þegar hann var prestur í Ameríku, en í lútliersku kirkjunni þar eru leikmannasunnudagar árlega, og sagðlst hann langa til að koma því þannig á í sinni sókn. Nýbreytni þessi hcfði mælzt mjög vel fyrlr og kirkjusókn hcfði engu verið líkari en því sem tíðkast á aðfangadagskvöld. Hér á eftir fer prédikun sú, sem formaður Bræðra- félags safnaðarins Hermann Ragnar, danskennari, fiutti við þetta tækifæri: Hefur þú nokkurn tfma brotið heilann um, hvað sé eiginlega tilgangur lífsins? Hvernig lifum við hamingjusömu lífi? Hvað gefur líf- inu mest gildi? Er það auður og völd, eða ónægjan af samskift- um okkar við annað fólk? Já, hversu oft veltum við ekki þessu fyrir okkur, en finnum sjaldan hið rétta svar. Eg lagði þessa spurningu einu sinni fyrir unga kunningja mína. Einn svaraði: .,Ég vil njóta lífsins, gera það sem mér sýnist, án þess að taka tillit til þess hvað aðrir hugsa, lífið er mitt". Annar sagði: „Ég vil lifa í samfélagi við aðra menn til aö skapa betra mannfélag og með þvi einnig betri manneskj- ur". Sá þriðji sagði: „Trúin gefur lífi mínu gildi, ég vil hafa eitthvað, sem ég get reitt mig á. Ég veit að Guð er til, það veitir mér öryggi og líf- inu tilgang". Þetta voru nú svör minna ungu vina. Já, — hvar leitum við lífshamingjunnar? Napoleon öðlaðist allt, sem menn yfirleitt þrá, tignarstööu, völd og auðæfi. Þó sagði hann á St. Helena: „Ég hef aldrei verið hamingjusamur sex daga í röð". Aftur á móti skrifaði Helen Keller, sem var blind, heyrnarlaus og mállaus: „Lífið hefur verið svo dá- samlegt". Ég las fyrir nokkrum árum eftirfarandi setningu í bók: „Þú ert ekki það, sem þú heldur að þú sért, heldur það sem þú hugsar". Þessi setning festist mér svo í huga, að ég held ég gleymi henni aldrei. Lif okkar mótast vissulega af hugsunum okkar. Ef við hugsum fagrar hugsanir, verðum við hamingjusöm. Dapurlegar hugsanir gera okkur dapra, kviðvænlegar hugsanir gera okkur óttasleg- in. Ef við höldum að eitthvað fari út um þúfur, fer Leikmannamessa i Bústaðasókn það sennilega út um þúfur. Ef við veltum okkur í sjálfsmeðaumkun, munu allir fá leiða á okkur og forðast okkur. „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“, var lesið úr heilagri ritningu hér áðan. Hugsum við nógu oít um þessa þýðingarmiklu setningu úr biblí- unni, sem bendir okkur á svo ótvíræðan hátt á, hvernig við eigum að umgangast samferðamann- inn, eða þá sem við hittum á lífsleiðinni. Hvernig getum við bezt þroskað hugsanir okkar í þessa átt? Nýlega las ég í dagblaði einu hér í borginni dæmisögu, sem mér finnst lýsa þessu vel: Brezkur aðalsmaður hafði þjón, sem hvern sunnu- dag fór langa leið til kirkju, hvernig sem viðraði. Sunnudag einn um hávetur, þegar hríðarbylur var úti, segir aðalsmaðurinn við þjóninn, hvort það sé nú nauðsynlegt að hann fari til kirkjunnar í dag í slíku veðri. Þjónninn svaraði ekki strax, en gekk að arninum í stofunni og tók logandi kolamolann úr eldstæðinu og lagði á arinhilluna. Hinn rauð- glóandi kolamoli varð fljótt svartur. Þá mælti hann: „Til þess að halda trúnni á Guð minn vakandi, verð ég að fara til kirkjunnar. — Eins og kolamol- inn er svartur nú, gæti ég átt á hættu að trú mín dofnaði og hugsanir mínar stjórnast af þeim kær- leika, sem Jesús Kristur hefur búið 1 brjósti mínu, og þá gæti ég ekki þjónað yður eins og mér ber. Síðan lagði hann svartan kolamolann i eldinn aft- ur og bætti við: „Nú sjáið þér, hvernig eldur kvikn- ar í molanum aftur. Það sama gerist hið innra með mér hvern sunnudag, þegar ég fer til kirkju, og mér finnst ég ekki geta án þess verið". — Sagan var ekki lengri, að mig minnir. En segir hún okk- ur ekki margt? Eins og ég sagði áður, er þetta aðeins dæmisaga, en hún er vel þess virði að við hugleiðum hana. Ef maðurinn ætlar að uppskera eitthvað á hinum nauma tíma sínum, verður hann að hugsa og reyna að bæta hag sinn og annarra, þar sem farsæld hans er kom- in undir framkomu hans við aðra, og farsæld þeirra undir framkomu þeirra við hann. Ég á aðeins að ganga veg lífsins einu sinni. Það getur auðveldlega farið svo, að ég gleymi alveg að njóta augnabliks- ins, hinnar líðandi stundar. Lát mig þess vegna gera allt gott, sem ég get, og sýna alla þá vinsemd og kærleika, sem ég get, og lát mig gera það núna. Ef slík hugsun býr í huga okkar, lifum við llfinu velö Við getum verið þakklát við alla og allt. Þakklæti er ekki meðfæddur eiginleiki heldur á- unnin dyggð. Ef við viljum að börn okkar séu þakk- lát, verðum við að kenna þeim það. Minnumst þess, að eina leiðin til hamingju er að gefa af heilum hug, án þess að búast við þakklæti. Jesús sagði, að meginatriðf trúarinnar væru tvö: að elska guð af öllu hjarta — og náunga okkar eins og okkur sjálf. Sérhver, sem það gcrir, er trúaður, hvort sem hann veit það eða ekki. Kristin trú getur vissulega orðið til gagns. Jesús sagði: „Ég er kominn til þess, að þið hafið líf og hafið nægtir". Jesús hafnaði og réðst gegn þunnum kennisetningum og stirðnuðum helgisiðum, sem var látið heita trú á hans dögum. Hann var uppreisnar- maður. Hann boðaði trú af nýrri gerð — trú, sem búast mátti við að gjörbreytti mannslifinu. Þess vegna var hann krossfestur. Hann boðaði, að trúin væri vegna mannsins — ekki maðurinn vegna trú- arinnar, að hvíldardagurinn væri fyrir manninn, ekki maðurinn fyrir hvíldardaginn. Hann talaði meira um ótta en synd. Ónauðsynlegur ótti er synd — synd gegn því æðra, sælla og djarfara lífi, sem Jesús hvatti til. Það sem gerir mann kristinn, er hvorki fólgið 1 því að játa ákveðnar hugmyndir, né fylgja ákveðn- um reglum, heldur í því að vera gæddur ákveðn- um anda, eiga hlutdeild í ákveðnu lífi og að hugsa gott. Sá, scm það gjörir, cr sannkristinn. Hvert leitum við og hvar höfnum við, þegar erfið- leikarnir sækja að okkur eða leysa á vanda, sem okkur í fljótu bragði finnst óleysanlegur. Þar visa ég til frásagnarinnar af Eisenhower, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann fór flugleiðis til Englands, sem hershöfðingi í heimsstyrjöldinni síð- ari, til að taka við stjórn brezku og bandarísku herjanna. Meðferðis hafði hann aðeins eina bók — Biblíuna. Þú skalt elska Drottin Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og öllum huga þínum. Hugurinn ber okkur hálfa leið. Bænin er aflmesta tegund orku, sem hægt er að framleiða. Bænin hjálpar okkur til að koma nákvæmlega orðum að því, sem amar að okkur. Bænin veitir okkur þá til- finningu að við berum ekki byrði okkar ein. Bænin fær okkur til að aðhafast eitthvað. í hvert skifti, sem við snúum okkur til Guðs í heitri bæn, verðum við að betri manni. Hví skyldum við ekki sækja okkur nýjan þrótt daglega? Hví skyldum við jafnvel blða sunnudags- ins? Trúin er eitt þeirra afla, sem halda lífinu í mönnunum og skorti hana með öllu er ógæfan vls. Spurningunni, sem ég varpaði fram í upphafi máls míns hefur verið svarað. Svar unga mannsins: „Trú- in gefur lífi mínu gildi. Ég vil hafa eitthvað, sem ég get reitt mig á. Ég veit, að guð er til, það veitir mér öryggi og gefur lífinu tilgang. Sá, sem sigrast á sjálfum sér, er voldugri en sá, sem leggur undir sig heila borg. VIKAN 1. tbl. g

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: