Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 14
Alice hafði beitt sér á hann, kom- ist mjög neerri því að breyta hon- um, en aldrei getað lokið því til fulls. Hann hafði grætt þessa pen- inga, og hann hafði teflt með dauð- ann að veði. Ef hann hefði gert það, sem Alice vildi, myndi það aldrei hafa komið fyrir, en nú var hann farinn sína leið og nú var hún ef til vill að deyja. Nú bar hann dauðann með sér, hvar sem hann fór. Lange, Rutter, Alice. Ef til vill kæmi röðin að Baumer fyrr en varði. Tessa var falleg, glöð, ekki mjög vel gefin, en hún tók áhætt- una með honum og tefldi á tvær hættur, vegna þess að hún elsk- aði hann. Hann gat ekki látið það viðgangast að hún dæi. A morgun Þetta fór vel við skeggið. Svo sagði hann Tessu hvað hún ætti að gera. Hann ætlaði að hitta Grierson einn. Maðurinn á stræitsvagnastöðinni sá hana koma hlaupandi út úr byggingunni með tösku í hendinni, fötin ( óreiðu, og þjóta í áttina að leigubílastæðinu. Utan úr myrk- um forsalnum sá Craig hvernig maðurinn hikaði, en hljóp svo að næsta leigubíl á stæðinu. Þegar leigubílarnir tveir hurfu fyrir horn- ið, ætlaði Craig að ganga út, en fraus kyrr í sömu sporum. Fiat fylgdi á eftir seinni leigubdnum og í honum voru tveir menn. Hann var viss um, að honum hafði ver- ið bent á annan þeirra í Marseilles, og á eftir höfðu honum verið fengn- sagði hann. — Ég verð að fara. Craig hringdi næst í Hakagawa, sem samþykkti undir eins að gera eins og Craig bað. Svo settist hann niður með bitterinn sinn og blað- ið. Þegar Tessa kom inn, fór hann út, skildi blaðið eftir. Fyrirmælin, sem hann hafði skrifað á það, voru auðskilin. Maðurinn með harðkúlu- hattinn og pípuna var ennþá að borga leigubílinn sinn, Fíattinn var hvergi sjáanlegur. Craig fór aftur heim að blokkinni. Fíatinn stóð á horninu og það var einn maður í honum, Puccelli. Craig fór inn um þjónustufólksdyrnar, fór í lyftunni upp á hæðina fyrir ofan íbúð Tessu og gekk mjög varlega niður. Dyrn- ar voru læstar og hann opnaði þær Framhaldssagan 6. hluti effir James Murtro myndi hann hringja í Grierson. Ef til vill myndi hann skrifa McLaren líka, láta hann vita hvernig hann hefði fylgt ráðleggingum hans. Craig geispaði og hlustaði á út- varpið. Þar var leikið þjóðlag frá ísrael: „Almonds and Raisins", hann reyndi að hugsa ekki um Baumer. 10. kafli. Þennan dag sagði hann Tessu, að hann væri að fara út. Það tók langan tíma og þolinmæði að sann- f®ra hana um, að hann myndi vera öruggur, en að lokum samþykkti hún, vegna þess að hún áleit að þetta væri bezt fyrir hann, gæti jafnvel bjargað lífi hans. Undan gluggatjaldinu svipaðist hann um eftir manninum, sem fylgdist með íbúðinni, miðaldra alvarlegum manni, með harðkúluhatt, pipu. Financial Times. Hann stóð á stræt- isvagnastöð og horfði á úrið sitt. Craig var klæddur í gallabuxur, ullarskyrtu og geitarskinnsjakka. ar myndir af honum, sem hann átti að horfa á, þangað til hann myndi aldrei gleyma honum. Puc- elli, franskur borgari, af Korsiku bergi brotinn, heimilisfastur í Norð- ur-Afríku. Böðull. Craig andaði hægt og djúpt þar til óttinn hvarf, svo fór hann út á götuna og keypti blað og hélt því næst i áttina að krá, þar sem Tessa hafði sagt, að væri sími. Hann bað um einn bitter og hringdi síðan í númerið, sem Grierson hafði gef- ið. — Grierson hér, var svarað. — Þetta er Craig. — Gott, svaraði Grierson. — Hvar getum við hitzt? — í Brewers Arms. Það er í Kensington High Street, klukkan eitt. Bíddu þar. Hann lagði á og Grierson gretti sig, þegar hann heyrði skellinn ( tólinu. Svo sneri hann fram í eld- húsið, þar sem stúlkan var í nátt- fatajakkanum hans að steikja egg. — Mér þykir það leitt, elskan, með lykli Tessu, varlega, varlega, hjartað í honum hringdi eins og vekjaraklukka á meðan. Svo dró hann skammbyssuna fram og kalt stálið róaði hann, meðan hann mjakaði sér inn í forstofuna. Maðurinn í svefnherberginu var stærri en Pucelli, þyngri, en þögull í hreyfingum, lipur og viss, þegar hann opnaði tösku Craig. Craig sagði lágt á frönsku: — Kyrr, eða ég drep þig. Maðurinn hlýddi andartak, síðan, þegar Craig kom skrefi nær, snerist hann á hæl og sló í áttina til hans, og fálmaði eftir byssunni. Craig sló með byssuhlaupinu en útglennt hönd mannsins breytti um stefnu og hitti Craig á öxlina. Hann greip andann á lofti, en kom aftur fyrir sig hnjám og hnefum og svo náði hann aftur taki með öðrum hand- legg utan um Craig og reyndi að fjötra hann. Annar handleggur Craigs, sá sem á byssunni hélt, var fastur, en vinstri höndin var laus og hann sló með handarjaðrinum á háls stóra mannsins. Að þessu sinni stundi hann upphátt og það slakn- aði á vöðvum hans; Craig sló aft- ur, losnaði og sló stóra manninn, rétt undir hjartastað, síðan einu sinni enn á hálsinn með ofsalegu júdóhöggi, hann féll ofan á rúmið og Craig rannsakaði innihald vasa hans í flýti, fór síðan að töskunum og setti peningana aftur í þær, síð- an nokkuð af fötum Tessu og hans sjálfs í aðra. Andardráttur manns- ins kom í snörlandi hviðum. Craig lét sem hann sæi hann ekki og fór, og setti öryggislæsinguna á, um leið og hann lokaði. Hann fór aftur út um þjónustu- fólksdyrnar, og beið þar þangað til Pucelli yfirgaf Fiatinn og gekk i áttina að aðaldyrunum. Þá tók hann leigubíl heim til Hakagawa og beið þar þangað til Tessa kom. Þegar hann kom inn, sagði hann henni ekkert nema það, að hún yrði að vera kyrr inni, þangað til hann kæmi aftur, hún yrði full- komlega örugg hjá Hak. Þaðan fór hann til British Museum og leitaði uppi nafnalista Glasgowháskólans. Það var fullt af McLaren, sjö lan McLaren, en aðeins einn var þrjá- tíu og níu ára gamall, með próf í heimspeki. Hann bjó í Chelsea. Það var heppilegt. Hann átti skilið að verða fyrir einhverri heppni. Craig skrifaði niður heimilisfangið og fór ( neðanjarðarlestinni til Kensington High Street. í Brewers Arms fékk hann sér bitter og borðaði kalda steik. Grier- son kom seint, en um leið og hann kom, hýrnaði yfir þjónustustúlkunni. — Þú ert seinn, sagði Craig. — Af margvislegum ástæðum, sagði Grierson og Craig hélt á- fram að éta. — Heyrðu, sagði Grierson. — Meðan við erum saman væri þér þá sama þótt þú hættir að stæla þögla töfftýpu? Ég get ekki kom- ið f veg fyrir að þú sért ókurteis, VIKAN 1. tW.

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: