Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 25

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 25
HARÁLDUR HAMAR, . blaSamaSur Ég er búinn að sjá og heyra það margt, að ég er hættur að hleypa lífinu í taugarnar á mér. Að vísu geðjast mér misjafnlega vel að mönn- um og málefnum eins og gengur, en í taugarn- ar á mér fara þeir einir, sem láta allt fara í taugarnar á sér. GUÐRÚN HELGADÓTTIR, rektorsritari ... taugarnar á mér? Ennþá eru þær í mér og eftirtalið ertir þær, ýfir og særir: Ljót íslenzka, vondar bækur, kommúnismi, íhald, stjórnmála- flokkar eins og þeir eru reknir á íslandi, meðalmennska, of- stæki, heigulsháttur, heimska, fordómar, ruddamennska, upp- þvottur, gyðingakökur, áhugamál kvenna, kjötsúpa, kjaftasögur, sóðaskapur, höfðingjasleikjur (hef þó lítið af þeim að segja), væmni, fals og mest, þegar ég segi, geri og finn til þessa sjálf. ÖLAFUR KARLSSON, prentari Ég veit varla hvernig á að svara þessari spurningu. Ýmislegt er að vísu miður æskilegt, og verður til að gera manni grammt í geði, svo sem vissir atburðir og samskipti við einstaka menn. Þetta getur gert mann ergilegan um stundarsakir, en þegar frá líður kemur jafnan hin spaugilega hlið málsins í ljós og þá verður atburðurinn eða maðurinn kannski skemmtilegur. Sjálfur er ég nógu heilbrigður til að vera laus við ofnæmi eða hvern annan andlegan og líkamlegan „terror“. Svar mitt verður því: Það fer ekkert í taugarnar á mér, hreint ekki nokk- ur skapaður hlutur. JÓN HÁKON GUNNARSSON, forstjóri Ég er orðinn uppgefinn á þessu endalausa menning- artali í okkur íslendingum, eða þessu sem mætti kalla menningarkjaftæði. Við erum í tíma og ótíma, að reyna að sannfæra sjálf okkur og aðra um hve mikil menningarþjóð við séum, og notum öll tæki- færi til að vitna í samanburðarhlutföll við aðrar þjóðir. Það kemur ekki svo maður í útvarpið að hann þurfi ekki að þrefa um menninguna, og hvernig við eigum bezt að efla hana, og tryggja gegn „erlendum áhrifum". Á meðan á þessu stendur, lætur þjóðin sér nægja úrelt skólakerfi og kennsluaðferðir, og að engin sómasamleg bókasöfn séu til í landinu, fyrir utan það að bókaútgáfa landsmanna snýst í kringum Framhald á bls. 50. VIKAN I. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: