Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 13

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 13
ur ekki eiga á hættu að ráða til sín iðnaðarmann sem vesri illa liðinn ( þorpinu. — Og svo vantar mig fatahengi, hélt Ethel áfram. — Maðurinn minn er bara ansi handlaginn þótt hann sé rithöfundur. Það er ágætt að gefa þeim upplýsingar, hugsaði hún, þá þurfa þeir ekki að spyrja. — Will Watson er sá bezti hér í grendinni, sagði búðarmaðurinn. — Hann vinnur fyrir flesta hér ( nágrenninu. Komuð þér akandi eftir Sand- ersonsgötunni ( þessari rigningu? — Já, auðvitað. Ethel fannst þessi spurning dálítið furðuleg. — Ég hafði mörg erindi til þorpsins ( dag. — Það er mikið í ánni í dag. Þeir segja að þegar vatnið hækki svona ört sé hætta á að . . . — Brúin hélt vörubdunum sem fluttu dótð okkar í gær, svo að hún hlýtur að halda mínum bíl ( dag. Okkur er eignlega alveg sama um rign- inguna, við höfum svo mikið að gera innandyra. — Já, sagði búðarþjónninn, — það getur enginn bannað ykkur að aka gamla veginn, ef þið viljið það sjálf. En ég þekki marga hérna sem mundu forðast hann eins og pestina, þegar rignlr. Þetta eru kannske kjaftasögur, en ég forðast þennan veg, ef ég get. . . — Já, vegurinn er dálítið forugur á svona rigningardögum, sagði Ethel samþykkjandi. — Það er andstyggilegt að fara að taka sl(kt með ( reikn- inginn, þegar maður býr úti ( sveit. — Það var nú eiginlega ekki það sem ég átti við, sagði búðarþjónn- inn. — Já, þér voruð að biðja um fatahengi, — ég er ekki viss um að við höfum nokkur í dag .. . í nýlenduvöruverzluninni keypti Ethel sinnep, þvottaefni, niðursoðnar gúrkur og hveiti. — Ég gleymdi því ( gær, sagði Ethel hlægjandi. — Er ekki erfitt að rata veginn ( þessu veðri? spurði kaupmaðurinn ( undrunartón. — Svo slæmt er það ekki, sagði hún og var hiésa á þessum spurning- um um veginn. — Ég er ekkert hrædd við svolitla rigningu. — Við ökum aldrei þennan veg ( vondu veðri, sagði kaupmaðurinn. — Það er mikið talað um þennan veg. — Aumingja vegurinn virðist hafa slæmt orð á sér hér í sveitinni, sagði Ethel hlægjandi. — Og þó er hann ekkert verri en aðrir vegir hér í nágrenninu. — Ég hefi þó alla vega varað yður við, sagði maðurinn, stuttur ( spuna. Ég hefi líklega móðgað hann, hugsaði Ethel. Ég sagði að vegirnir þeirra væru vondir. Sumir eru svo hreyknir af átthögum sínum. — Mér finnst vegurinn hræðilega leirborinn, en ég ek bæði hægt og varlega. — Þér skuluð bara vera róleg, sagði kaupmaðurinn, — hvað sem á dynur. — Ég er alltaf róleg og varkár, svaraði Ethel, gekk raulandi út að bdnum og sneri honum á torginu fyrir framan brautarstöðina. Henni fannst fólkið í þorpinu alltof umhyggjusamt. Það er líklega far- ið að kunna vel vð okkur strax, hugsaði hún. Það virðast allir hafa á- hyggjur af því að ég sé ekki nógu varkár. Við Jim erum einmitt fólk sem á heima í svona plássi, við mundum ekki þrífast í stórborg. Hér fær Jim vinnufrið og ég ætla að biðja einhverja af konunum hérna að kenna mér að baka reglulegt sveitabrauð. Ethel komst við þegar hún sá búðarpiltana í járnvöru- og nýlenduvöru- verzlunum koma út ( dyrnar og horfa á etfir henni, þegar hún ók af stað. Þeir eru með áhyggjur mín vegna, hugsaði hún. Þeir eru hræddir um að borgarstúlka eins og ég geti ekki klárað sig á þessum vondu veg- Framhald á bls. 31.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: