Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 36

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 36
Gömlu dansarnir: Laugardaga og fimmtudaga. TPöhSCG’Qte' Nýju |jansarnjr; Sunnudaga, mónudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga. K V 0 L D I H V E R J U Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ slysi ó veginum, svaraði hún. — Á gamla Sandersonsveginum? Hendur búðarmannsins stöðvuðust á borðinu. — Slysi? Ethel opnaði munninn, en lok- aði honum strax aftur. — Jó, ég var næstum orðin fyr- ir slysi, sagði hún svo. — Bíllinn rann . . . — Við notum yfirleitt ekki þenn- an veg, sagði búðarmaðurinn. Ethel ætlaði að spyrja hann um eitt- hvað, en hætti við það. — Þessi vegur hefur vont orð á sér hér í sveitinni, sagði hann. — Hvað vantar yður í dag? Ethel hugsaði sig um, svo sagði hún: — Þvottaklemmur, ég held mig vanti fleiri þvottaklemmur. En svo að við tölum aftur um Sandersons- veginn .. . — Já? Búðarmaðurinn sneri baki ( hana. — Það var ekkert, sagði Ethel. — Þvottaklemmur, já, gjörið þér svo vel. Hann lagði kassa á borð- ið. — En meðal annarra orða, ætl- ið þið hjónin að koma á kirkju- bazarinn annað kvöld? — Já, það getið þér bókað, sagði Ethel Slone. '★J Skjaldmeyjarnar í Dahomey Framhald af bls. 17. fengu þær til umráða þau beztu skotvopn, sem fáanleg voru. Þær sem ekki áttu kost á byssum voru vopnaðar sverðum, spjótum, söx- um og bogum. Oðruhvoru leigðu konungarnir einhvern evrópskan ævintýramann til að betrumbæta þjálfun þessa uppáhaldsliðs síns. Aginn í því var ekki síður strang- ur en hjá frönsku Utlendingaher- sveitinni; var þeim með öllu fyrir- boðið að umgangast karlmenn í hernum nema í orrustum. Endrum og eins bauð konungur amerískum og evrópskum viðskipta- vinum sínum neðan af ströndinni til að fylgjast með hinum árlegu heræfingum skjaldmeyjanna. Þess- ir gestir, sem mestanpart voru út- þvæld fórnardýr hitasóttar þeirrar, sem mjög hrjáði hvíta menn þar um slóðir og gegnsósa af gindrykkju, komu til baka með æsandi sögur af leggjalöngum skjaldmeyjum, hverra brjóst nakin og yndisleg risu og hnigu í takt við fótaburð þeirra á hergöngu. Þó voru þeir enn hrifnari af þeim erótísku döns- um, sem hinar nöktu valkyrjur stigu, sveiflandi stöfum og grímu- búnar, þegar hefja skyldi herleið- angur. Væru skjaldmeyjarnar afbragð af konum að vera, þá var þó ágæti þeirra enn meira á sviði hernaðar- íþróttarinnar. Þær voru óþreytandi á hergöngum og afburða leiknar að smjúga gegnum víglínur fjand- mannanna. Meginmarkmið her- ferða þeirra varð um sfðir að her- taka fólk til hneppingar í þræl- dóm. Þær læddust gegnum runn- ana, umkringdu þorpin að nætur- lagi og réðust á þau í dögun. Ár- ið 1892 voru þær að vísu færri en stundum áður, en vígleikni þeirra hafði hvergi dvínað. En liðsmenn Útlendingahersveit- arinnar, sem lögðu upp frá Oran, voru sannfærðir um að allt væri þetta lýgi. Þeir sigldu út á milli stöpla Her- kúlesar og suður eftir grænu At- lantshafinu, framhjá háum tindi Teneriffa sem flaut í himninum eins og fjöður. Framhjá belti storms og stillu, framhjá Palmashöfða og austur með ströndinni, sem mörk- uð var þremur línum brims, fjöru og frumskógarjaðars. Þann tuttug- asta og þriðja ágúst varpaði skip þeirra akkerum, og daginn eftir reru hermennirnir gegnum organdi brimið á eintrjáningum. Þegar upp á ströndina kom, slógu þeir tjöld- um í nágrenni smáþorps að nafni Cotonou og fundu sig þá stadda í allt annarri Afríku en Útlendinga- herdeildin hafði séð til þessa. Handan fjörunnar voru svört lón og víðáttumikil mangróvefen, og handan fenjanna tók' við þéttur frumskógurinn, rakur af gufu. í þessum vota hita var suðið í billj- ónum skordýra nánast óþolandi hávaði í eyrum manna, sem vanizt höfðu þögn eyðimerkurinnar. Þeg- ar nótt gekk í garð varð þessi há- vaði enn geigvænlegri, því þá bættu hann upp drunur ( krókódílum og ýlfur í öpum, auk músatísts og uglu- væls. Yfirmaður alls leiðangursins var Alfred Dodds hershöfðingi, múlatti fæddur í Senegal. Hann hafði á- kveðið landgönguna á því tímabili, sem varð hvað þurrviðrasamast þar á ströndinni, en því lauk nálægt miðjum september. Þegar hér var komið sögu, var þegar farið að draga úr blæstri hinna þurru vinda og hið raka mistur yfir lónunum varð þykkra með hverjum degi sem leið. Og með hverju kvöldi sem leið urðu rjóma- og appelsínugulu ský- in, sem þöktu mikinn hluta himin- hvolfsins, fyrirferðarmeiri og öðru hvoru leiftruðu eldingar meðal þeirra. Þegar þessir skýrisar hefðu náð saman yfir allt himinhvolfið, myndi hellirigna í strandhéruðun- um. Af miklum dugnaði safnaði Dodds að sér á skömmum tíma um fimm þúsundum afrískra burðar- manna, og síðasta dag ágústmán- aðar silaðist óralöng lest leiðsögu- manna, farangursher, liðsmanna úr Útlendingahersveitinni, tirailleurs og nokkurra franskra herflokka út úr Cotonou. Afrískir njósnarar fóru fremstir, en fast á hæla þeim kom deildin úr Útlendingahersveitinni. Dodds vissi vel, að engir vígamenn franska hersins stóðu þeim görp- um á sporði, hvort heldur var ( sókn eða vörn, og þessvegna hafði hann óskað eftir þeim í lið sitt. Á eftir þessari framvarðarsveit lið- aðist svo afgangur lestarinnar eins

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: