Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 7
astur við að gera svona sögur skemmtilegri. Mikið er mann- garmurinn skemmtilegur, eða hvað? Hvað öðru viðvíkur hefur undirritaður aldrei heyrt um það talað, að Vestfirðingar væru minni hestamenn en aðrir, svo að við sleppum nú hinum viður- kenndu Skagfirðingum. Vissu- lega eru fáir hestar á Vestfjörð- um í dag, en þeir eru samt nógu margir til þess, að Ásgeir Jakobs- son gæti hæglega ferðazt (með farangur sinn) á hestbaki um firðina og séð, að það eru nokkr- ar hestlengdir á milli fjallanna þar. Gættu þín Ásgeir að detta ekki af baki. Kannski væri betra fyrir þig að fara heldur á ruggu- hesti. Þú fengir eflaust einhvern smiðinn vestra til að smíða hann. Svo til ykkar Vikumenn, birt- ið nú þessi skrif og gerið ykkar athugasemdir. D'Artagnan Vt. Við látum þetta alveg athuga- semdalaust. Ásgeir er Vestfirð- ingur og þekkir þetta ugglaust, en við erum frekar ókunnugir í þcssum landshluta. Ásgeir segir hvergi hestlengd milli fjalla, en á þér er að skilja, að það séu bara þó nokkrar hestlengdir með köflum. Gott væri að fá fleiri Vestfirðinga til að segja sitt álit á hestamennsku og vegalengdum í fjörðunum. 1. 2. 3. 4. 5 ... f dbl. Vís. 1.1.65, bls. 7 birtist grein, sem á vissan hátt er und- irrót þessara orða, þótt hún standi fleiri rótum. Hún er eftir Sig. Vigf., og er svar við út- skýringu sr. J. Auð. á vítum á- kveðins kirkjufundar á þá, sem tala gálauslega um þá klerka og kennimenn landsins, sem „fara óyggjandi rétt með guðs orð“. Það er ekki efni greinar Sig. Vigf., sem máli skiftir, heldur hitt, hvernig hún er skrifuð. Hún er ekki ýkja löng, og fjall- ar víst um andleg efni, en er svo útbíuð af stærðfræðitáknum, að furðu sætir. T.d. er í miðd. eftirf. klausa: 1. Mós. 3 Jes. 43, 27 Róm. 5.2. Kor. 11,2,1. Tím. 2, 14.1. Kor. 15,22. Svo mörg eru þau orð. Þessi talnad. eru til þess eins að sanna lesandanum, að greinarh. hafi les- ið bibl. og rati á þá staði hennar, sem hann „fer óyggjandi rétt með“. Kannski væri réttara fyrir bókstafstrúarmenn að sleppa töl- vísi sinni, svo vantrúarhundar fari að blaða í bibl. í von um að geta rekið ofan í þá staðleysur; hver veit, nema þeir fari að lesa fleiri og kannski trúa. A.m.k. yrðu skrif þeirra þá aðgengilegri, þegar minna væri í þeim af raðt. og frumt. og spámannlegum skammst. Því þessi tákn gera les- málið fráhrindandi. Einn þeirra manna, sem fer ..óyggjandi rétt með guðs orð“ sagði einu sinni í útvarpsprédik- un, 5, 6, 7, 18 for. 20, 21, 23, 64 aft., að bibl., væri bara síma- skrá, þar sem maður gæti fund- ið bænasímanúmerið og náð beinu sambandi við guð. Sé þetta rétt, I.2.3.4.5.6. eins og maður vonar, 7.8.9.10.11. slær það mann elveg út af laginu 1,3,5,7,9, að fá þessi furðulegu talnadæmi upp- leyst í blaðagrein. Þessi maður sagði, 2,4,6.8. að eins og maður gæti ekki hringt t.d. í Kol og salt nema fletta fyrst upp í síma- skránni, 10, 9, 8, 7, 6, gæti mað- ur heldur ekki beðið til guðs nema fletta fyrst upp í bibl. Ég geri ráð fyrir, að þetta eigi að skilja sem líkingu, 8,9, 6.7. 10, en eftir að glugga í skrif bók- stafstrúarmanna hlýtur maður að einblína á furðuleg tölutákn og enda með að fá út úr þeim vit- laust númer. Nú má enginn skilja orð mín svo, að mér sé ekki 1,5,10,15,19,20, H.U.B. meinlítið við bókstafstrú- armenn. Þeir abbast ekki upp á mig að ráði, 43, 53, 60. sem betur fer, en ég er áreiðanlega ekki 1 um þá skoðun, að fleiri myndu kynna sér það sem frá þeim kemur, ef það væri ekki svona 67, 83, 94, 5. súrrað 1 Kór. í töl- um og skammst. Með beztu kveðju. Karl XIX Svo mikið er víst og satt, að það er crfitt að lesa þetta tölubíaða bréf. En númer bókstafstrúar- mannanna er sönnunin, maður, og hver getur trúað án sannana? Er ekki tryggara að hafa allt á hreinu? NILFISK verndar gólfteppin - því að hún hefur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚPHREINSAR jafnvel þykkustu teppi full- komlega, þ.e. nær upp sandi, steinkornum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem berast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er á þeim, sarga undirvefnað- inn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki teppunum, þar sem hún hvorki burstar né bankar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. hreinsar hátt og lágt - því henni fylgja fleiri og betri sog- stykki, sem nó til ryksins, hvar sem það sezt, frá gólfi til lofts, og auka- lega fást bónkústur, hárþurrka, málningarsprauta, fatabursti o.m.fl. þægilegri - því hún hefur stillanlegt sogafl, hljóðan gang, hentuga áhaldahillu, létta, lipra og sterka slöngu, gúmmístuðara og gúmmfhjólavagn, sem „eltir" vel, en hægt er að taka undan, t.d. f stigum. hreinlegri - því tæmingin er 100% hreinleg og auðveld, þar sem nota má jöfnum höndum tvo hreinleg- ustu rykgeyma, sem þekkjast ( ryksugum málm- fötu eða pappírspoka. traustari - því vandaðra tæki fæst ekki — það vita þær, sem eiga NILFISK — og jafnvel langömmur, sem fengu hana fyrir mörgum áratugum og nota hana enn, geta ennþá fengið alla varahluti á stundinni, því þá höfum við og önnumst við- gerðir á eigin verkstæði. Gömlu NILFISK ryk- sugurnar voru góðar, en þær nýju eru ennþá betri. NILFISK HEIMSINS BEZTA RYKSUGA! Vegleg jólagjöf - nytsöm og varanleg Sendum um allt land. O. KORME RU P H AMf EIH S í M I 2-44-20 SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK Undirrit. óskar að fá sendan NILFISK myndalista með upplýsingum um verð og greiðsluskilmála. Nafn: ............... .................................................... Heimili: ................................................................ Til: FÖNIX S.F. Pósthólf 1421, Reykjavík. V-1 VIKAN 1. fbl. IJ

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: