Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 49
hugsa um húsiS hér. Segja barnfóstrunni til, hússtýrunni og þjónunum,
án þess nokkurt þeirra viti deili á mér eða hver á barnið. Og jafnframt
þessu verð ég að skjóta upp kollinum hér og þar og halda til heima
hjá mér, svo engan gruni hvað ég er að gera. Ég fer inn um einar
dyr og leynilega út um aðrar og þegar ég fer að heimsækja vini mína,
verð ég fyrst að gæta þess að láta taka mér blóð, svo ég roðni ekki,
þegar ég lýg til svars við þeim spurningum, sem fyrir mig eru lagðar.
Ég vona að guð fyrirgefi mér. Lygi er minnsta fórnin í Þjónustu kon
ungsins.
Hún talaði með þessu góða skapi, sem alltaf gerði lítið úr öllum
hennar erfiðleikum. Angelique ímyndaði sér, að í hjarta sínu væri
hún harla ánægð yfir þessu nýja mikilvægi. Þrátt fyrir áhættuna var
staðan öfundsverð og veitti henni háan sess í lífi konungsins.
Barnið kjökraði og Francoise reis á fætur til að sinna því. Hún
strauk ábreiðuna og koddann, jafn húsmóðurlega og hún gerði alla
hluti. E'ins og margar konur, sem búa einar og fjarri veröld barn-
anna, voru tilfinningar hennar í garð barnsins ekki mjög nánar. Hún
hafði aldrei lært Þá list að leika sér við barn og láta fóstruna íá það,
þegar þurfti að sinna því. En það gat hver maður séð, að frá henni
myndi þetta barn fá allt, sem það þurfti til að þroska líkama, hug og
sál. Hún var fullkomin fósturmóðir.
— Hann gæti ekki verið hraustari, sagði hún við Angelique. Annars
var hann fæddur með ofurlítiðsnúinn fót, og sumir óttast, að hann
mundi haltra þegar hann vex. Ég minntist á þetta við lækni konungs-
ins, sem veit einnig leyndarmálið og hann sagðist álíta að lindarvatnið
í Béréges gæti hindrað slika vansköpun. Svo ég verð að fara með hann
þangað. Þú sérð að þetta starf mitt gefur mér ekki andartaks frí, og
það sem meira er, það verður fyrst verra, áður en það skánar. Bráðum
hef ég ábyrgð á tveimur.
—■ Svo orðsveimurinn um það, að Madame de Montespan sé ólétt
aftur, er sannur?
— Því miður!
— Hversvegna því miður?
— Athénais var mjög örvæntingarfull, þegar hún sagði mér það.
— Hún ætti heldur að blómstra. Er þetta ekki ný og óhrekjanleg
sönnun fyrir hylli konungsins?
— Því miður ekki, sagði Madame Scarron aftur, og starði á Angelique,
þangað til hún varð að líta undan.
öll réttindi áskilin — Opera Mundi Paris. Framhald í nœsta blaOi.
Hús og húsbúnaður
Framhald af bls. 21.
Það er vissulega ótrúlegur hlut-
ur að stjórnarvöld skuli láta
svona vinnubrögð viðgangast.
Hér er um hreinræktaðan slóða-
skap að ræða; það kemur varla
nokkur hlutur fram, sem til
framfara horfir, sízt af öllu frá
landsfeðrunum. Að vísu munu
einhverjar hræringar á ferðinni
í sambandi við loforð ríkisstjórn-
arinnar um stóraukið húsnæði til
handa lágtekjufólki, sem gefið
var við síðustu samninga við
Dagsbrún. En það sem alveg
vantar er það, að byggingafélög-
um eða fyrirtækjum sé gefinn
kostur á því að framleiða hús á
hagkvæman hátt. í byggingar-
iðnaðinum í dag er verksvit út-
lægt hugtak. Samhæfing er ekki
til. í þróuðum menningarlöndum,
þar sem byggingarkostnaður er
mun lægri en hér, er að minnsta
kosti sumstaðar sá háttur hafð-
ur á, að byggingafélög byggja
ýmsar gerðir af sýnishúsum og
sá sem fær lóð, kemur til þeirra
og velur það sem hentar. Hörð
samkeppni svo og hagkvæmni í
vinnubrögðum, gerir það að
verkum, að hús verða á þennan
hátt miklu ódýrari. Byggingar-
tíminn er aðeins brot af því sem
við þekkjum og þeim sem húsið
lætur byggja er hlíft við heilsu-
leysi og margháttuðum hrelling-
um. Víða er það svo, að venju-
legir menn láta sér ekki detta í
hug að bjástra sjálfir í bygging-
um, þar sem þeir hafa enga þekk-
ingu.
Handverksmenn töldu hlut
sinn skertan á tímum iðnbylting-
arinnar og iðnaðarmenn munu
ugglaust telja illa með sig farið,
ef farið væri að beita tækni og
einhverri hagræðingu við bygg-
ingar.
Líklega hefur ekkert önnur
eins áhrif á verðbólguna og
byggingarkostnaðurinn. Bygging-
arþörfin vex með hverju ári, en
byggingariðnaðinum fer ekki
snefil fram. Eftir því sem eftir-
spurnin vex, hækka yfirborgan-
ir og kostnaðurinn vex frá mán-
uði til mánaðar. Það mun jafn-
vel vera tómt mál að tala um
uppmælingartaxta lengur; nú
dugar ekki minna en 20 — 30%
ofanálag á hann. Og þegar upp-
mælingartaxtinn verður „lag-
færður“ næst, þá helzt ofanálegg-
ið, sannið til.
Hér eru iðnaðarmennirnir sjálf-
ir varla í sökinni. Það er mann-
legt og eðlilegt að hverfa úr
vinnu frá þeim sem borgar
hundrað krónur á tímann, til
annars sem borgar ef til vill
hundrað og þrjátíu krónur. Að-
stæðurnar skapa mennina eins
og þeir eru. Ef iðnaðarmenn eru
svikulir og hvikulir, þá er það
ástandið sem hefur gert þá þann-
ig. Hitt er örðugra að skilja, að
stjórnarvöld þessa lands hafa
fram til þessa lítið gert til úr-
bóta. Á hverju ári koma til
starfa nýbakaðir byggingaverk-
fræðingar og arkitektar, en ekki
heyrist, að þeir hafa neitt nýtt
fram að færa. Það sýnist eðli-
legt, að ábendingar kæmu frá
þeim og stjórnarvöldin létu
hrinda þeim í framkvæmd.
★
STANZIÐ í TÍMA!
Gerið þér yður Ijóst hve mikil ábyrgð hvílir á yður í
umferðinni? Akið þér samkvæmt því?
Ökumenn, sem þekkja ábyrgð sína og taka ekki ó-
þarfar áhættur í umferðinni, eru velkomnir í trygg-
ingu til ÁBYRGÐAR. Ábyrgir tryggingartakar stuðla
að bættri umferð og lægri tryggingarkostnaði.
ATHUGIÐ, að segja þarf upp eldri tryggingu fyrir 1.
febrúar, ef flytja skal tryggingu milli félaga.
ÁBYRGÐ tryggir aðeins bindindisfólk og býður þess-
vegna lægri iðgjöld. ÁBYRGÐ kappkostar að veita
góða þjónustu.
ÁBYRGÐP
TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISFÓLK.
Skúlagötu 63. — Símar 17455 og 17947.
VXKAN 1. tbl.