Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 50
SölumaSur dauðans
Kryddsíld með súrum rjóma.
2 kryddsíldarflök, 1 dl. þeyttur rjómi, 1 matsk. sítrónusafi, 2 matsk. söxuð
púrra, 2 harðsoðnar eggjarauður.
Skerið flökin í bita á ská. Þeytið rjómann og Dætið sítrónusafanum í og setj-
ið ofan á síldina, en látið rjómann ekki þekja hana alveg. Eggjarauðumar
saxaðar og lagðar eftir endilöngu, en söxuð púrran utan með báðum megin.
Yzt t.h. á myndinni.
Salat úr reyktri síld.
4 reyktar síldir, 100 gr. hvítkál, 3 harðsoðin egg, 100 gr. majones, 2 tesk. þurrt
sinnep (duft), 1 tesk. salt. 1 matsk. edik, eitthvað grænt til að skreyta með,
t.d. karsi eða persilja.
Reykta síidin skorin í lítil stykki. Hvítkálið saxað mjög smátt, eggjarauð-
urnar saxaðar og hvort tveggja, ásamt síldinni sett i majones, sem krydlduð
hefur verið með sinnepinu, saltinu og edikinu. Hálft egg og dálítið af káli
tekið frá til að skreyta með síðast, en kálið er þá sett utan með og eggið skor-
ið í báta og sett ofan á (sjá mynd í miðju).
Síldarsalat.
1 egS, 1 matsk. hveiti, 2 dl. mjólk, salt, pipar, 100 gr. majones, 1 bolli soðn-
ar makkarónur, 1 bolli söxuð, útvötnuð saltsíld, 1 bolli söxuð epii, 1 bolli sax-
aðar, niðursoðnar rauðbeður, Vz bolli saxaðar, soðnar kartöflur, Vz bolli sax-
aðar súrar gúrkur (litlar úr dós eða pakka), bolli saxaður laukur, 2 matsk.
sinnep, ca. 2 tesk. sykur, 2 — 3 matsk. lögur af rauðbeðunum.
Eggið þeytt og hveiti og mjóik blandað í það og það síðan hitað að suðu-
marki og hrært stöðugt í, salt og pipar bætt i. Þegar það er kalt er majones
og öllu hinu, nema sykrinum og rauðbeðuleginum, bætt í. Þegar búið er að
blanda því vel saman, er það bragðbætt með sykrinum (eftir smekk), og rauS-
beðuleginum, en varizt að þynna salatið of mikið með honum.
Sænsk síld.
2 saltsíldarflök, 1 gulrót, 2 laukar, 1 piparrót, 3 lárviðarlauf, 8 — 10 pipar-
korn, Vi tesk. gult sinnep, Vi tesk. ailrahanda, 100 gr. sykur, 3 dl. edik, 3
matsk. vatn.
Saltsíldarflökin hreinsuð vel og útvötnuð, skorin í 3 cm. löng stykki. Gulrót
Og piparrót skorin í smábita og laukurinn í þunna hringi. Síldin, sem þarf að
skolast vel, til þess að lögurinn verði ekki gruggugur, er Iögð f háa krukku
og kryddið (laukurinn, piparrótin og gulrótin) inn á milli. Edik, vatn og syk-
ur soðið saman, og þegar lögurinn er næstum kaldur, er honum hellt yfir
síldina, létt pressa sett ofan á og allt látið standa í nokkra daga. Borið fram
í krukkunni.
Sinnepssíld mcð rjóma.
2 kryddsíldarflök skorin á ská í smástykki. 1 matsk. sinnepsduft hrært með
1 matsk. ediki og 1 matsk. sykri og því blandað varlega í hálfpela af þeyttum
rjóma, en þetta er svo breitt yfir sildarflökin.
Framhald af bls. 15.
og hin er sú, sem þeir kalla úti-
lokun óæskilegra óhrifa. Með ó-
æskilegum áhrifum á hann við þig
og þína líka, og með útilokun á
hann við morð, og hann er fjandi
fær I sínu fagi. Þú ert sá fyrsti, sem
hann hefur misst tvisvar. Hann náði
Rutter í fyrsta skipti.
— Þú vilt láta mig drepa hann,
sagði Craig.
— Einmitt, sagði Loomis. — Ég
hef reynt allt annað, og það hefur
ekki haft nein áhrif. Mið-Austurlönd
eru púðurtunna, og hann situr á
henni miðri, flissar og fleygir (
kringum sig eldspýtum. Fyrirskip-
anir mínar eru að stöðva hann.
Hvernig ég geri það, er undir sjálf-
um mér komið. En þú átt allt und-
ir dauða hans, sonur sæll.
— ^Hversvegna getur hann ekki
gert það? spurði Craig. Hann
hnykkti höfðinu í áttina til Grier-
son.
— Aha, sagði Loomis. — Ég átti
von á að þú spyrðir um það. Það
er dálítið erfitt að komast að St.
Briac. Hann hefur lífverði og mik-
inn viðbúnað. Ég á við, að þú get-
ur ekki bara hringt í hann og mælt
þér mót við hann og skotið hann f
tætlur. Þú verður að ná til hans.
Og það ætti að vera barnaleikur
fyrir þig. Hann hefur verið að
reyna að ná til þín vikum saman.
Þú þarft ekki annað en segja hon-
um, að þú viljir eiga viðskipti við
hann, og þú ert kominn f færi. Svo
er það annað. Þig langar að drepa
hann.
— Þú ert búinn að segja það,
sagði Craig.
— Það þolir endurtekningu, sagði
Loomis. — Hann drap Lange. Hann
drap Rutter. Fyrr eða síðar mun
hann einnig drepa Baumer. Hann
hálfdrap konuna þína og hefur
tvisvar sýnt þér tilræði, og einu
sinni vinsfúlku þinni. Að drepa hann
er eina leiðin til að öðlast frið.
Framhald í næsta blaði.
Jón Hákon Gunnarsson
APPELSÍN
SÍTRÓN
LIME
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
Kryddsíld í majones.
Hrærið rjóma, sítrónusafa og kínverska soyu í majones og bætið smásöx-
uðu epli, smásöxuðum lauk og saxaðri súrgurku í og leggið á síldarflök. Strá-
ið papriku og saxaðri, harðsoðinni eggjahvítu yfir.
Saltsíld með ostasósu.
3 saltsíldar, 2 dl. edik, 1 matsk. sykur, 1 stór laukur, 2 lárviðarlauf, 6 — 7
heil piparkorn, 1 dós góðostur, 2 — 3 matsk. rjómi, 1 tesk. edik, pipar, salt,
1 púrra, diil.
Leggið síldina í bleyti yfir nótt, flakið hana og látið liggja í. sósu úr edik-
inu, sykrinum, laukhringjunum, lárviðarlaufunum og piparkornunum yfir nótt.
Hrærið ostinn mjúkan með rjómanum, kryddið með ediki, pipar, salti og sax-
aðri púrru. Látið renna vel af síldunum áður en þær eru lagðar á fat og ost-
blöndunni raðað á þær. Dill, ef það fæst er sett ofan á.
SíwjíesK
Síld í ís.
Leggið síldarflök í sósu: 1 dl. edik, 75 gr. sykur, 2 matsk. matarolía, >,4 glas
sherry eða portvín og svolítill nýmalaður pipar. Síldin veidd upp úr eftir eina
nótt og lögð á fat, sem þakið er smágerðum ísmolum. Laukur, persilja, pipar-
hulstur og harðsoðin egg, allt saxað, er lagt í ræmu ofan á síRlina, en græn
salatblöð utan með.
Framhald af bls. 25.
dultrúarrugl, ómerkilegar endur-
minningar, og fjórðaklassa ást-
arsögur, það er hrein tilviljun ef
t.d. góð og kunn erlend bók er
gefin út. Til að vernda þennan
háþróaða „kúltur“ þá notum við
afturhaldslegar aðferðir, sem
m.a. fela í sér að banna allt sem
„hættulegt“ er. Við megum ekki
horfa á erlent sjónvarp, við meg-
um ekki lesa áfengisauglýsingar
í blöðunum, þrátt fyrir að himdr-
uð erlendra rita með slíkum aug-
lýsingum í, séu seld hér. Við
megum ekki drekka bjór, eins og
frændur vorir og átrúnaðarboð
á Skandinaviu gera. Er ekki kom-
inn tími til að við reynum að
komast í takt við tuttugustu öld-
ina?
50
VIKAN 1. tbl.