Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 24
Einhvers staðar höfum við les- ið, að taugar mannslíkamans séu viðkvæm líffæri og þurfi ná- kvæmrar meðferðar og góðrar aðhlynningar, ef vel á að fara. Samt höfum við dæmi þess, að mannlegar taugar hafa þolað ofurmannlegt álag, en aðrir eru stöðug taugaflækja eða tauga- hrúga, eins og við segjum. Þetta og hitt snertir viðkvæmar taug- ar sumra, meðan aðrir eru taugalausir. Svo eru góðar taug- ar í sumum, meðan aðrir eiga enga nothæfa taug. Enn aðrir Fá bara taugagigt, og það er slæm veiki. Fæst okkar vita fyrir víst hvar þessar taugar eru, sem við erum alltaf að tala um. Við höfum óljósan grun um, að þær liggi ofan úr heila og út í hina ýmsu parta líkamans, eða kannski að það sé öfugt. Einu taugarnar, sem við vitum um fyrir víst, eru sjóntaugarnar bak við augun. En hvernig sem þessu er varið, er alltaf eitt og annað að fara í taugarnar á okkur. Það er að segja, okkur gremst eitt og ann- að, erum óánægð með ýmiss fyrirbrigði, og þá sláum við því föstu, að það séu taugarnar, sem gremjuefnið leggst á eins og farg. Hver og einn — að minnsta kosti allflestir, geta tal- ið upp mýmörg atriði, sem fara f taugarnar. En við spyrjum ekki um smámuni; við berum fram stóra spurningu og fáum 13 svör: Hvað fer allra mest f taugarnar á þér? GUÐRUN EGiLSON, blaðamaður PÉTUR ÞORSTEINSSON, bifvélavirki Þetta er óþægileg spurning fyrir manneskju með mína skapgerð. Stundum finnst mér allt vera gott og skemmtiiegt, en stundum fer beinlínis allt í taugarnar á mér. Þeg- ar ég hugsa málið held ég samt, að ég eigi erfiðast með að þola leið- inlegar nöldurskjóður, sem sífellt eru að gera veður út af kjánaleg- ustu smámunum, og sletta sér fram í annarra manna málefni. Sú eina ánægja, sem þessar vesalings mann- eskjur virðast hafa af lífinu er að finna að öðrum, jagast og baknaga alla þá, sem ekki hafa löngun til að lifa lífinu á sama hátt og þær sjálf- ar. Þetta eru mjög svo hvimleiðir eiginleikar, og þeir stafa kannski af öfund eða svipuðum kenndum, en orsökin skiptir ekki máli að mínum dómi, nöldurskjóður eru alltaf leið- inlegar, og þær fara í taugarnar á flestum, sem þurfa að umgangast þær. Ég hel, að heillavænlegast fyr- ir allar nöldurskjóður sé að finna sér önnur áhugamál en aðfinnslur, slettirekuskap og baknag, og þær eiga að skilja, að fólki er heimilt að lifa sínu lífi eftir eigin geðþótta, svo framarlega sem það gengur ekki í berhögg við lög, skyldur og al- mennt velsæmi. Endurtekning á því, sem búið er að segja áður. Ef einhver þarf að tvítaka það, sem hann segir, er það merki þess, að móttak- ari viðmælandans er ekki í lagi. EYVINDUR ERLENDSSON leikstjóri Andstyggðin er mörg og erfitt upp á milli að gera. Þó mundi það, hversu auðveldlega mönnum veitist trú á Guðið fylgi því gott brauð, vera andstyggða mest. 24 VIKAN I. tt)l.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: