Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 45
þessa gætum við varla komizt af
með minna en tvo bíla. Hér fer
enginn neitt nema í bíl. Ég vildi
gjarnan geta farið í göngutúra, en
til þess þarf ég að keyra fyrst
út í þar til gerðan lystigarð, sem
nóg er af, en ég vil samt hafa
gangstéttir í nágrenninu sem eitt
skilyrðið við húsakaupin. Það ætti
ekki að vera erfitt, þar sem flest
einbýlishúsahverfi eru þannig út-
búin.
— Hvernig líst þér á að vera
húsmóðir hér í Houston?
Hulda: — Það er svo mikið auð-
veldara hér en heima, að það
hættir við að gera mig lata. Það er
svo mikið meira úrval af mat í búð-
unum og maturinn er hér um bil
tilbúinn á þorðið, þegar hann er
keyptur, svo matartilbúningur er
mjög auðveldur. En ég þekki konu
hér, sem á fjögur smábörn, og
stendur hún við að straua alla
daga, því hér dettur engum í hug
að fara í sömu blússuna eða skyrt-
una tvisvar án þess að þvo þær
og straua, og skiptir fólk um fatnað
a.m.k. daglega og oft tvisvar á
dag, þ.e. eiginmenn fara t.d. í
vinnu í einni skyrtu en ef þeir ætla
eitthvað út um kvöldið þurfa þeir
að skipta um. Þetta er voða álag
á húsmæður með þvott og strau-
ingar, sérstaklega ef mörg börn
eru í fjölskyldunni.
Ingvar: — Eg kann illa við þetta,
mér leiðist að vera alltaf að skipta
um föt.
— Hverju manst þú helzt eftir
frá íslandi, Ingvar?
Ingvar: — Þegar ég datt í sjó-
inn.
— Hvernig kannt þú við að eiga
heima í Houston, Birna?
Birna: — Agætlega. Mér finnst
meira gaman að vera í skóla hér.
Guðjón: — Ég held að það sé
vegna þess að kennslan er gerð
meira lifandi, ekki eins þurr, og
mikið er gert til að vekja áhuga
barnanna á því sem þau eru að
læra. Til dæmis í sambandi við
enskukennsluna er þeim kennt að
nota bókasöfn og Birna er búin að
lesa 17 bækur í haust og skrifa
úrdrátt úr þeim (book report). Svo
læra þau meiri félagsfræði.
Af þeim hátíðisdögum hér, sem
ólíkir eru þeim, sem þið munið eft-
ir á íslandi, hver finnst ykkur
skemmtilegastur?
Ingvar, Birna: — Halloween.
Birna: — Ég var beatnik og Ingv-
ar var köttur seinasta Halloween.
Halloween í orðabók minni þýð-
ir ,,the Eve of alla Saints" (allra
dýrlinga kvöld), 31. okt". Halloween
minnir mig á öskudag heima, þ.e.
þá fara álfar og galdranornir af
stað, en í staðinn fyrir öskupoka-sið
okkar, klæðast amerísk börn grímu-
búningum og hlaupa svo í hópum
frá húsi til húss og öskra „Trick
or treat". Koma þá húseigendur
„dauðhræddir" til dyra og flýta sér
að gefa „huldufólkinu" „treat", sæl-
gæti, áður en það hefur tíma til
að gera grikk „trick". Börnin safna
þannig að sér tveggja vikna forða
af sælgæti og magapínu.
— Notfærið þið ykkur sundlaug-
ina og sauna baðið oft?
Birna: — Jú, ég fer stundum að
synda tvisvar á dag. Laugin er oft-
ast svo full af krökkum, að full-
orðna fólkið kemst ekki út í.
— Hvar vinnur þú Guðjón?
Guðjón: — Ég er rafmagnsverk-
fræðingur og vinn hjá fyrirtæki sem
heitir Brown & Root og er eitt það
stærsta í heiminum, enda annast
það fyrirtæki verkfræðileg störf um
allan heim og af öllu tagi. Til dæm-
is var það Brown & Root sem ann-
aðist undirbúning að því, sem þeir
kalla „Project Mohole", en það er
hin stórfenglega jarðborun, sem
Bandaríkjamenn eru nú að fást við.
— Hvað vinna margir hjá þessu
fyrirtæki hér í Houston?
Guðjón: — Um 1.100 manns, þar
af eru 140 í rafmagnsdeild. Til
dæmis um fjölbreytni starfsliðsins
ekki síður en starfsins, má nefna, að
um daginn töldum við átta þjóð-
erni á teiknistofunni. Þar voru menn
frá Noregi, íslandi, Tékkóslóvakiu,
Mexico, Kína, Frakklandi, Hollandi
og Ameríku.
— Hvernig kanntu við að vinna
hjá svona fyrirtæki og er það mjög
frábrugðið því sem þú áttir að
venjast heima?
Guðjón: — Alveg prýðilega. Nei,
það er ekki svo mjög ólíkt. Mér
finnst það sem aðallega skortir á
heima [ samanburði við hér, er
upplýsingaþjónusta. Hér eru sölu-
menn allra tæknilegra efna, sem
við notum, sjálfir færir verkfræð-
ingar og upplýsingaþjónustan því
mjög góð, en innflytjendur heima
hafa enga slíka þjónustu. Slík þjón-
usta auðveldar mjög starf okkar.
— Hvað ertu að vinna við þessa
vikuna?
Guðjón: — Það er svo margt, til
dæmis erum við að vinna að aðferð
til að frysta jarðgas, þ.e. kæla það
niður í 160°C, þannig að það verði
fljótandi, svo hægt sé að geyma
það og flytja í geymum.
— Hvernig kunnið þið svo við
fólk hér almennt?
Hulda: — Mér finnst fólk hér yfir-
leitt vera mjög vingjarnlegt, blátt
áfram og fljótt að kynnast.
Þótt allt nám barnanna fari fram
á ensku og allir kunningjarnir tali
ekki annað en ensku, eru þau hvor-
ugt búin að týna niður sínu móður-
máli, enda er íslenzkan tungumál
heimilisins. Blöð og tímarit að heim-
an eru því alltaf kærkomin sending,
og skipar VIKAN heiðurssess í bóka-
hillu heimilisins.
R. A. Anderson.
Alfred Hitchock
Framhald af bls. 8.
beðið lögreglufulltrúann um að
loka drenginn inni „upp á grín".
Þetta getur ef til vilL skýrt
hrollvekiuhugmyndir hans seinnn
meir.
VIKAN 1. tbl. 45