Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 11
Houston í Texas. Ragna A. Andersson skrifar frá Texas og ræðir meðal annars við hjónin Huldu Emilsdóttur, sem syngur í næturklúbb í Houston, og Guðjón Pétursson, rafmagnsverkfræðing, sem vinnur hjá einu stærsta verk- fræðifirma heimsins. Houston er siötta stærsta borg Bandaríkianna og stærsta borg Texas fylkis. Hér búa 1.400.000 manns af öllum litum mannkynsins og af öll- um þióSernum heimsins. ÞaS bullcir og suSar í svona hrærigraut, en eldamennskan verður þeim mun fjölbreyttari fyrir bragðið, enda eru matsöluhúsin í algjöru samræmi við íbúana. „Chin'is Cuisine House", kinverskur matur fram- reiddur af Kínverjum, „The Cottage Inn", ensk- ur matur framreiddur af Englendingum, „Mart- in's", þýzkur, „Count Serrano", ítalskur, „El Comedor", mexikanskur, „Albert Gee", asískur, „Gee's", japanskur, „Bagdad Restaurant", sýr- lenzkur (Syria), „Danish Smorgasbord", dansk- ur, o.s.frv., en það fást hvergi svið. Sem dæmi um fiölbreytni íbúanna hér get ég tekið þá óveniulega stuttu götu, sem ég stjálf bý við, [ einu af óteljandi einbýlishúsahverf- um Houston's. Við þessa götu standa 14 hús, í þeim búa 2 Pólverjar, 2 Gyðingar, 1 Englend- ingur og einn (slendingur. Aðeins fjórar fjöl- skyldur af þessum 14 eru heimagrónir Houston- búar, hitt fólkið kemur frá Californiu, Okla- homa, lllinois, og sumt fólk hér á afa og ömm- ur sem komu frá Svíþióð, Mexico, Þýzkalandi °g Hollandi. Samt held ég ekki að neinn hér líti á næsta mann sem útlending, og er því sam- býlið eðlilegt og blátt áfram. Samtalið [ bak- görðunum getur orðið miög fjölbreytilegt og skemmtilegt, þó að enskuframburðurinn sé mis- munandi. Ef lýsa skal Houston frá sjónarmiði náttúru- fegurðar, má segja, að hér stendur ekkert upp ( loftið nema trén. Ég er búin að leita lengi og ég hef hvergi fundið brekku, nema þær sem gerðar eru af manna höndum, þ.e. þegar ein gatan (free-way) er byggð yfir aðra til að forð- ast gatnamót með tilheyrandi Ijósum og um- ferðatöfum. Til eru hér jafnvel þannig gerðar fjögurra hæða götur og er þá brekkan orðin ansi brött og há, en það eru samt ekki brekk- ur í mínum augum, þar sem alls ekki má stoppa eða ganga um þær, heldur á bara að keyra í flýti. Fyrir fólk eins og mig, sem er nógu sér- vitur til að viIia endilega sjá brekkur annað slagið, er ekki um annað að ræða en að keyra um 50 — 100 mílur annað hvort norður eða vestur af borginni, en þar eru þær margar reisulegar. Þessi flatneskja hefur eitt gott [ för með sér, og það er þegar taka skal bílpróf; maður losnar við allar hinar óþægilegu brekku- kúnstir. Þó Houston borg standi langt frá sjó er hér samt þriðja stærsta höfn Bandaríkjanna, en það gerir 50 mílna langur skipaskurður mögulegt. Allur hinn gifurlegi olíuflutningur Texas fer um þá höfn, ásamt bómull, hrísgrjónum, hveiti og allra handanna iðnaðarafurðum. Sérviturt fólk, sem ekki eingöngu þarf að sjá brekkur, heldur líka skip, getur keyrt þar um og séð skip í hundraða tali, frá öllum löndum heims- ins. Olíkt flestum stórborgum, er hér engin hús- næðisekla. Þvert á móti, byggingaiðnaðurinn hefur svo vel undan eftirspurn, að leiguíbúða- byggingar eru byggðar á þeim fjárhagsgrund- velli, að bygging geti verið rekin hagkvæmt með aðeins um 75% af íbúðunum í leigu ( einu. Samkeppnin er hörð og hefur gert það að verkum, að hér dettur engum í hug að byggja leiguíbúðabyggingu, án allra nýjustu þæginda, svo sem með innbyggð rafmagnstæki í eldhús, að uppþvottavél meðtalinni, snotur garður með sundlaug í og að siálfsögðu fullkomin kæling, en hér er það veigameira að kæla húsnæði sín á sumrin en að hita þau á vetrum. Einbýlis- hús eru flest hér byggð af kaupsýslumönnum, sem byggja tugi af þeim f einu og selja svo, þannig að hús ganga hér kaupum og sölum eins og bílar, þ.e. þegar fjölgar í fjölskyldunni er keypt nýtt hús og nýr bíll. Samkeppnin hef- ur sín áhrif á þessu sviði sem öðrum, með þar af leiðandi háum kröfum um þægindi á sama hátt og ( leiguíbúðunum, þannig er 10 ára gamalt hús eins úrelt og 5 ára bíll og erfitt að selja, en auðvelt að kaupa. Mikill meiri hluti fólks kýs að búa í eigin húsum og hafa eig- in garð, svo leiguíbúðir eru aðallega mannaðar af fólki, sem er einhleypt, nýgift og barnlaust eða nýflutt til borgarinnar og enn í húsaleit, en það tekur oft tima að velja, þar sem úrval- ið er svo mikið, og af fólki sem ætlar ekki að vera hér nema stuttan tíma og svo náttúr- lega letibikkjum sem ekki nenna að vesinast í garðrækt og vikulegum grasslætti. Ríkismenn borgarinnar ráða sér svo arkitekta og byggja hallir með átta baðherbergjum, en fátækling- arnir búa í kofum, eins og verða vill alls staðar. Versta veðráttan hér er í júlí og ágúst, en þá er svo heitt að varla er hægt að voga sér út fyrir dyrnar á sínu kælda húsi, nema í sfn- um kælda bíl og skjótast svo í eina af hinum kældu búðum. Það hljómar kannski eins og guðlast fyrir mig, íslendinginn, að segjast vera sólarhatari, en ég á það til á sumrin að Ifta til himins í leit að skýjahnoðra og finnst mið- ur, þegar ég vakna við glaða sólskin, og eftir þrjá mánuði af samfelldum sólskinsdögum væri ég alveg til í að fá hressilegan gamaldags byl og hvassviðri. Vetrarveðráttan er svipuð og sum- arveðráttan á íslandi, kannske dálítið hlýrri, enda er meðai hiti hér i Houston í janúar mán- uði um 57°F. (13°C.), en það er svipað og ( iúní mánuði á íslandi. Vor og haust eru dýr- leg. Houston er ekki sérkennileg borg ef miðað er við elli Rómarborgar, skurði og sýki Fen- eyia eða ástaraðlöðunarhæfileika Parísar, held- ur er hún ung og hugrökk, ef svo má að orði komast um borg. Houston hefur vaxið svo g(f- urlega seinustu áratugina að hún er eins og smáþorp, sem þjáist af ofvexti, og fljótt á lit- ið virðist allt vera í hasar og ringulreið, því alls staðar er eitthvað nýtt að gerast, og það er einmitt hasarinn og ringulreiðin sem gefur Houston sinn eigin „sjarm", tilfinningu, sem fólk smitast fljótlega af hér, að hér er allt mögulegt og himininn einn setur takmörk fyrir því sem hægt er að gera og er verið að gera, og stundum er ekki einu sinni himininn nóg til að takmarka athafnasemi Houstonbúa, því hér búa geimfarar Bandaríkianna og hér hefur NASA, National Aeronautich and Space Ad- ministration aðsetur sitt. Hér í Houston getur fólk ekið bílum sínum inn á svokölluð „Drive-ins", sem eru matsölu- staðir, og keypt áfengan bjór, sitjandi bak við stýrið. Er það því undir hverjum og einum kom- ið að passa að áfengismagnið verði ekki of mikið í blóðinu, þegar til heimferðar kemur. Yfirvöldin treysta þannig vel á sjálfstiórn (bú- anna, en straustið bilar, þegar Whiskey og soda, eða Martini eiga í hlut, þvi það er bann- að með lögum að selja sterkari drykki yfir borð- in á börum, nema í privat klúbbum. Þetta eru gömul úrelt lög, sem koma ti! með að verða afnumin í náinni framtíð, en á meðan þau eru enn ( gildi, hefur Houston borg margra privat klúbba. Margir þeirra eru svo privat, að það kostar frá $200 og allt upp ( 1000 dali á mán- uði að vera meðlimur, en margir eru ekki meira privat en svo, að 2 dalir á mánuði er nóg. Framhald á bls. 43. VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: