Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 27
JAKOB MÖLLER
1. Þegar fólk heldur því fram, að
maður skilji það bezta eftir (af svið-
unum).
2. Menn, sem sparka í dekkin á
biluðum bílum og setja upp falskan
kunnáttumannssvip.
3. Fólk, sem þykist hafa vit á því
hvort rauð strik eigi að vera í mál-
verkum eftir útlenda heiðursgesti.
4. Menn, sem aldrei eiga sígarettur
sjálfir.
5. Verðlaunakvikmyndir, sem eru
svo vel teknar, að erfitt er að átta
sig á því — fyrir myrkri — hvort
filman sé slitin.
6. Útvarpsfréttir, sem eru engar
fréttir, eins og til dæmis frásagnir
af setningu hvers einasta skóla í
landinu.
7. Þriðji maður, sem segir til í
manntafli.
8. Makker í bridge, sem aldrei get-
ur stillt sig um að gagnrýna spila-
mennsku samherja síns eftir á.
M fer allra mest í taugarnar á yöur?
GUÐMUNDUR
GUNNAR
BJARNASON
ráSunautur
Ritstjóri Vikunnar spyr mig: Hvað fer
allra mest í taugarnar á þér?
SVAR: DRAGSÚGUR HVERSKONAR.
Með beztu kveðjum.
VIGDIS FINNBOGADÚTTIR
Svar við spurningunni:
„Hvað fer mest í taugarnar á yður“?
Ranglæti, hræsni, yfirdrepsskapur og sér í 'lagi uppskrúfaður æsingur
okkar nútímafólks, sem yfirleitt er í hörmulegu ósamræmi við tilefn-
in, — hávært og innihaldslaust fjas út af engu og snýst á hinn bóginn
í algjört sinnuleysi, þegar eitthvað liggur við. Af mörgu illu er hið
fyrsta og hið síðastnefnda mun verst.
SIGURÐSSON, bankafulltrúi
Hvað fer mest í taugarnar á mér? Satt að segja hef ég
aldrei velt þessu fyrir mér og minnist í svipinn ekki ann-
ars hvimleiðara en forvitni óviðkomandi fólks um málefni
sem mig einan varða.
VETURLIÐI
GUNNARSSON,
listmálari
Austrænn spekingur hefur sagt að þegar manni
skyldist að heimurinn er eins og háralag hund-
anna, — ómögulegt að breyta stefnu þeirra, — þá
færi ekkert lengur í taugarnar og maður yrði
hamingjusamur. Ég hef sem sagt lært af yogum
að ökónómísera andlega taugaspennu, þannig að
leiða þar um aðeins þægilega straúma. Þar af
leiðandi er mjög takmarkaður fjöldi vandamála,
sem býr við þann lúxus að fara í mínar viðkvæmu
taugar. Hinsvegar vildi ég mega koma með nokkr-
ar umbótatillögur til varnar taugum, og meltingu
og annarri kirtlastarfsemi yfirleitt.
1. Banna skal með lögum öllum Sunnlendingum
að lierða harðfisk.
2. Refsa skal bökurum fyrir vond brauð.
3. Skemmd epli, fínar kökur og þunnt kaffi sé
einungis á boðstólum fyrir karlakóra og lúðra-
sveitir.
4. Strætisvagnar láti aldrei bíða eftir sér.
5. Blaðamenn læri að spyrja ofurlítið gáfulegri
spurninga.
6. Fluttir verði inn brjóstahaldarar með renni-
lásinn að framan.
7. Abstrakt listamenn svari abströktum blaða-
mönnum af raunsæi.
8. Flestir læri eftirfarandi gamla og góða vísu,
og praktíseri kenningu hennar ef eitthvað skyldi
einhvemtíma fara í taugamar á þeim. Vísan er
það bezta sálfræðilega læknisráð sem ég þekki til.
„ Þegar lundin þín er lirelld,
þessum hlýddu orðum,
Gakktu með sjó og sittu við eld,
svo kvað völvan forðum“.
GUÐMUNDUR J.
GUÐMUNDSSON,
varaformaður Dagsbrúnar
Svar: SNOBBAÐIR SMÁBORGARAR.
Þá er lielzt að finna hjá millistéttarfólki
og eitt öruggasta einkennið er, að þeir „for-
akta“ þá, sem þeir halda að standi sér „neð-
ar“ í þjóðfélagsstiganum, en skríða fyrir hin-
um. Maður sem þolir þetta fólk þjáningar-
lítið hefur annaðhvort stáltaugar eða er smá-
borgari sjálfur.
GfSLI
GESTSSON
kvikmyndatökumaður
Tvímælalaust skilningsleysi ís-
lendinga gagnvart kvikmyndun.
Það eru nú ekki nema lítil 70
ár, síðan kvikmyndavélin var
fundin upp, en það gerir ekki
betur en hylla undir, að hún fari
að þekkjast á landinu. Þessu
veldur dofi þjóðarinnar, svo vel
forráðamanna hennar sem ann-
arra, á þeim gífurlegu möguleik-
um, sem kvikmyndavélin býður
upp á á flestum sviðum, og ber
sofandahátturinn órækt vitni um
íhaldssjónarmiðið og fornaldar-
hugsunina, sem enn ríkir hjá
þessari menningarþjóð, enda eru
vormennirnir nú flestir dauðir.
20 VIKAN 1. tbl.
VIKAN 1. tbl. 27